Viðskiptaráðuneyti

586/2004

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 264/1971 um raforkuvirki, með áorðnum breytingum. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.
§

401 í kafla 3.2 um háspennuvirki orðist með svohljóðandi hætti:
§ 401 Hönnun og setning háspennulína.
Við hönnun og setningu háspennulína með málspennu hærri en 45 kV skal fara eftir ÍST EN 50341-1:2001 "Overhead electrical lines exceeding AC 45 kV – Part 1 : General requirements – Common specifications" ásamt íslenska viðaukanum EN 50341-3-12:2001 "Overhead electrical lines exceeding AC 45 kV – Part 3 : Set of National Normative Aspects".


2. gr.

Við §403 í kafla 3.2 um háspennuvirki bætist eftirfarandi:
Ákvæði þessarar greinar gilda aðeins fyrir háspennulínur með málspennu sem er 45 kV og lægri, [sbr. § 401].


3. gr.

Við §404 í kafla 3.2 um háspennuvirki bætist eftirfarandi:
Ákvæði þessarar greinar gilda aðeins fyrir háspennulínur með málspennu sem er 45 kV og lægri, [sbr. § 401].


4. gr.

Reglugerð þessi um breytingu á reglugerð um raforkuvirki nr. 264, 31. desember 1971, með áorðnum breytingum, er sett samkvæmt heimild í 13. gr. laga nr. 146/1996 um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga og öðlast þegar gildi.


Viðskiptaráðuneytinu, 1. júlí 2004.

F. h. r.
Atli Freyr Guðmundsson.
Pétur Örn Sverrisson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica