Markmið reglugerðar þessarar er að takmarka notkun tiltekinna efnasambanda sem geta verið hættuleg heilsu manna eða haft eituráhrif á lífríki í vatni.
Óheimilt er að meðhöndla textílvörur, svo sem föt, undirföt og lín, með eldtefjandi efnum sem talin eru upp í 1. viðauka, ef ætla má að vörurnar geti komist í snertingu við hörund.
Óheimilt er að selja eða flytja inn textílvörur, sbr. 1. mgr., sem meðhöndlaðar hafa verið með eldtefjandi efnum, sbr. 1. viðauka.
Óheimilt er að flytja inn, selja eða nota asólitarefni, sem talin eru upp í 2. viðauka, sem litarefni í textíl- og leðurvörur hvort sem er á hreinu formi eða í efnavöru þar sem styrkur asólitarefnisins er hærri en 0,1% Hlutfall miðað við þyngd..
Óheimilt er að nota asólitarefni í textíl- og leðurvörur, sbr. 3. viðauka, sem ætla má að geti komist í beina og langvarandi snertingu við hörund eða munn ef efnin geta brotnað niður í eitthvert þeirra arómatísku amína sem talin eru upp í 4. viðauka. Þetta á við þegar styrkur niðurbrotsefna er yfir 30 ppm Hluti af milljón (miðað við þyngd).. Mæling skal gerð með viðurkenndri prófunaraðferð, sbr. 5. viðauka.
Óheimilt er að selja eða flytja inn textíl- og leðurvörur sem litaðar hafa verið með asólitarefnum ef þær uppfylla ekki þau skilyrði sem sett eru fram í 1. mgr.
Óheimilt er að nota kvikasilfurssambönd í slitþolnar textílvörur og garn ætlað í framleiðslu þeirra.
Óheimilt er að flytja inn eða selja garn og textílvörur sem meðhöndlaðar hafa verið með kvikasilfurssamböndum.
Óheimilt er að framleiða, flytja inn, selja eða nota efni og efnavörur, sem í er meira en 0,1% af pentaklórfenóli (PCP), til gegndreypingar trefja og slitþolinna textílvara.
Óheimilt er að nota trefjar og slitþolnar textílvörur, svo sem fatnað, áklæði eða teppi, sem gegndreyptar hafa verið með PCP sbr. 1. mgr.
Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga, undir yfirumsjón Umhverfisstofnunar, hefur eftirlit með fram-kvæmd þessarar reglugerðar.
Með brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar skal farið samkvæmt 26. gr. laga nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 18. gr. laga nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni.
Einnig er höfð hliðsjón af ákvæðum 4. tl. XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, tilskipun 76/769/EBE, um samræmingu ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum aðildarríkjanna varðandi takmörkun á sölu og notkun tiltekinna skaðlegra efna og efnablandna ásamt breytingum í tilskipunum 79/663/EBE, 83/264/EBE, 89/677/EBE, 91/173/EBE, 1999/51/EB, 2002/61/EB og 2003/3/EB.
Reglugerðin öðlast gildi við birtingu. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 419/2000, um notkun og bann við notkun tiltekinna efna við meðhöndlun á textílvörum.
Ákvæði 3. gr. taka ekki gildi fyrr en 30. júní 2004.
Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 4. gr. er heimilt að nota og markaðssetja textílvörur úr endurunnum trefjum ef styrkur þeirra niðurbrotsefna sem talin eru upp í 4. viðauka er lægri en 70 ppm og ef þau má rekja til fyrri litunar á sömu trefjum. Þessi undanþága gildir til 1. janúar 2005.
CAS númer | EB númer | |
tris(2,3-díbrómprópýl)fosfat (TRIS) | 126-72-7 | 204-799-9 |
tris(1-asiridínýl)fosfínoxíð (TEPA) | 545-55-1 | 208-892-5 |
pólýbrómbífenýl (PBB) | 59536-65-1 | - |
CAS númer | EB númer | Raðnúmer | |
Blanda: dínatríum(6-(4-anisidínó)-3-súlfónató-2-(3,5-dínítró-2-oxídófenýlasó)-1-naftólató)(1-(5-klór-2-oxídófenýlasó)-2-naftólató)krómat(1-) og trínatríumbis(6-(4-anisidínó)-3-súlfónató-2-(3,5-dínítró-2-oxídófenýlasó)-1-naftólató)krómat(1-) |
Ekki úthlutað 1. þáttur: C39H23ClCrN7O12S·2Na 118685-33-9 2. þáttur: C46H30CrN10O20S2·3Na |
405-665-4 - - |
611-070-00-2 - - |
• | Fatnaður, lín, handklæði, hártoppar, hárkollur, hattar, taubleiur og aðrar hreinlætisvörur, svefnpokar. |
• | Skór, hanskar, úlnliðsólar, handtöskur, buddur/veski, skjalatöskur, stólaáklæði, axlartöskur. |
• | Tau- eða leðurleikföng og leikföng sem eru að hluta til gerð úr leðri eða textílvörum. |
• | Garn og álnavara, ætlað fyrir almenning. |
CAS númer | EB númer | Raðnúmer | |
4-amínóasóbensen | 60-09-3 | 200-453-6 | 611-008-00-4 |
bensidín | 92-87-5 | 202-199-1 | 612-042-00-2 |
bífenýl-4-ýlamín 4-amínóbífenýlxenýlamín |
92-67-1 | 202-177-1 | 612-072-00-6 |
2,2'-díklór-4,4'-metýlendíanilín 4,4'-metýlenbis(2-klóranilín) |
101-14-4 | 202-918-9 | 612-078-00-9 |
3,3'-díklórbensidín 3,3'-díklórbífenýl-4,4'-ýlendíamín |
91-94-1 | 202-109-0 | 612-068-00-4 |
3,3'-dímetoxýbensidín o-díanisidín |
119-90-4 | 204-355-4 | 612-036-00-X |
3,3'-dímetýlbensidín o-tólidín |
119-93-7 | 204-358-0 | 612-041-00-7 |
4-klóranilín | 106-47-8 | 203-401-0 | 612-137-00-9 |
4-klór-o-tólúidín | 95-69-2 | 202-441-6 | |
4,4'-metýlendí-o-tolúidín | 838-88-0 | 212-658-8 | 612-085-00-7 |
2-metoxýanilín o-anisidín |
90-04-0 | 201-963-1 | 612-035-00-4 |
4-metoxý-m-fenýlendíamín | 615-05-4 | 210-406-1 | |
6-metoxý-m-tólúidín | 120-71-8 | 204-419-1 | |
4,4'-metýlendíanilín 4,4'-díamínódífenýlmetan |
101-77-9 | 202-974-4 | 612-051-00-1 |
4-metýl-m-fenýlendíamín | 95-80-7 | 202-453-1 | 612-099-00-3 |
2-naftýlamín | 91-59-8 | 202-080-4 | 612-022-00-3 |
5-nítró-o-tólúidín | 99-55-8 | 202-765-8 | |
4,4'-oxýdíanilín | 101-80-4 | 202-977-0 | |
o-tólúidín | 95-53-4 | 202-429-0 | 612-091-00-X |
4-o-tólýlasó-o-tólúidín o-amínóasótólúen 4-amínó-2',3-dímetýlasóbensen |
97-56-3 | 202-591-2 | 611-006-00-3 |
2,4,5-trímetýlanilín | 137-17-7 | 205-282-0 | |
4,4'-þíódíanilín | 139-65-1 | 205-370-9 |
Þar til samþykkt hefur verð stöðluð greiningaraðferð skal nota þýska greiningaraðferð eða aðra sambærilega. Þýska aðferðin er birt í: Amtliche Sammlung von Analysenmethoden nach § 35 des Lebensmittel- und Bedarfsgegenständegesetzes, Methode B-82.02, Blatt 2 und 4. ISBN 3-410-11220-0.