Umhverfisráðuneyti

635/2003

Reglugerð um takmörkun á notkun stuttkeðju klórparaffína. - Brottfallin

635/2003

REGLUGERÐ
um takmörkun á notkun stuttkeðju klórparaffína.

1. gr.
Markmið.

Markmið reglugerðar þessarar er að takmarka notkun á stuttkeðju klórparaffínum (CAS nr. 85535-84-8) í iðnaði.


2. gr.
Gildissvið.

Reglugerðin nær til vara sem innihalda stuttkeðju klórparaffín enda sé þyngdarhlutfall þeirra hærra en 1%.


3. gr.
Skilgreiningar.

Með stuttkeðju klórparaffínum er í reglugerð þessari átt við klóraða alkana úr kolefniskeðjum með 10 til 13 kolefnum og með klórinnihald a.m.k. 48 g fyrir hver 100 g af efninu.


4. gr.
Takmarkanir.

Óheimilt er að framleiða, flytja inn, selja eða nota vörur með stuttkeðju klórparaffínum, sbr. 3. gr. til notkunar við málmvinnslu og í leðurfeiti.

Framleiðsla, innflutningur, sala og notkun stuttkeðja klórparaffína til eftirfarandi nota er jafnframt óheimil:

1. Sem mýkiefni í málningu og öðrum húðunarvörum.
2. Til notkunar sem eldvarnarefni í gúmmíi, plasti eða vefnaði.
3. Sem mýkiefni í þéttiefnum.


5. gr.
Eftirlit.

Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga, undir yfirumsjón Umhverfisstofnunar, hefur eftirlit með framkvæmd reglugerðar þessarar að öðru leyti en því sem fellur undir lög nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.


6. gr.
Viðurlög.

Fyrir brot gegn reglugerð þessari skal refsa með sektum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt lögum.


7. gr.
Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 18. gr. laga nr. 52/1988 um eiturefni og hættuleg efni, lögum nr. 32/1986 um varnir gegn mengun sjávar og lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum.

Reglugerðin er ennfremur sett með hliðsjón af 4. tl., XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópskt efnahagssvæði, tilskipun nr. 76/769/EBE um samræmingu ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum aðildarríkjanna varðandi takmörkun á sölu og notkun tiltekinna skaðlegra efna og efnablandna, eins og henni var breytt með tilskipun 2002/45/EB.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.


Ákvæði til bráðabirgða.

Ákvæði 1. mgr. 4. gr. tekur gildi 6. janúar 2004. Ákvæði 3. tl. 2. mgr. 4. gr. tekur gildi 31. desember 2004.


Umhverfisráðuneytinu, 8. ágúst 2003.

F. h. r.
Ingimar Sigurðsson.
Sigurbjörg Sæmundsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica