Umhverfisráðuneyti

612/2003

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 903/2002 um notkun og bann við notkun tiltekinna efna í málningu og viðarvörn. - Brottfallin

612/2003

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 903/2002 um notkun og bann við notkun
tiltekinna efna í málningu og viðarvörn.

1. gr.

2. mgr. 4. gr. orðist svo:
Bann við notkun arsensambanda samkvæmt 1. mgr. tekur ekki til notkunar ólífrænna saltlausna, kopar-króm-arsen (CCA) gerð C, í iðnfyrirtækjum sem hafa sérstakan tækjabúnað þar sem notaður er þrýstingur eða lofttæmi til gegndreypingar á viði.


2. gr.

Á eftir 8. gr. koma tvær nýjar greinar og breytist töluröð annarra greina samkvæmt því. Hinar nýju greinar orðast svo:
a. 9. gr.
Trjávið meðhöndlaðan með CCA skv. 2. mgr. 4. gr. má ekki markaðssetja fyrr en viðarvarnarefnið er alveg bundið í viðnum og þá aðeins til faglegrar notkunar og í iðnaði. Jafnframt er markaðssetning bundin við að sérstaklega sé gerð krafa um sterkan og endingargóðan við til að tryggja öryggi manna og búpenings og að hann sé aðeins notaður þar sem ólíklegt er að almenningur komist í snertingu við viðinn.

Notkunin er bundin við eftirtalin mannvirki:

- burðarvirki í opinberum byggingum, í byggingum í landbúnaði, skrifstofubyggingum og í burðarvirki á iðnaðarsvæðum,
- brýr og undirstöður þeirra,
- timbur í virki í ferskvatni og í söltu vatni t.d. bryggjur og brýr,
- hljóðtálma,
- snjóflóðavarnagarða,
- öryggisgrindverk og tálma við þjóðvegi,
- í jarðvegsstoðvirki,
- í sívala búfjárgirðingarstaura úr afbirktum barrviði,
- rafmagns- og símastaura,
- þvertré á járnbrautarteina neðanjarðar

Allur markaðssettur viður sem meðhöndlaður hefur verið á þennan hátt skal merktur sérstaklega, auk annarra lögbundinna merkinga, með eftirfarandi áletrun: ,,Eingöngu til nota í iðnaðarframleiðslu, inniheldur arsen". Að auki skal allur pakkaður viður sem settur er á markað merktur með eftirfarandi áletrun: ,,Notið hlífðarhanska við meðhöndlun viðarins. Notið rykgrímu og hlíðargleraugu við sögun eða aðra smíði úr viðnum. Úrgangsvið skal meðhöndla sem spilliefni og skila á viðurkennda móttökustöð".

b. 10. gr.
Meðhöndlaðan við skv. 2. mgr. 4. gr. má ekki nota:

- í íbúðarhúsnæði og á heimilum sama hver tilgangurinn er,
- á nokkurn þann hátt að hætta sé á endurtekinni snertingu við húð manna,
- í sjó,
- í landbúnaði til annarra nota en í girðingar og notkunar sbr. 9. gr.,
- á nokkurn þann hátt að hætta sé á að meðhöndlaður viður komist í snertingu við fullunnar eða ófullunnar vörur ætlaðar til neyslu manna og/eða dýra.


3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 18. gr. laga nr. 52/1988 um eiturefni og hættuleg efni, ásamt síðari breytingum.

Einnig er höfð hliðsjón af ákvæðum 4. tl., XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópskt efnahagssvæði, tilskipun 76/769/EBE um samræmingu ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum aðildarríkjanna varðandi takmörkun á sölu og notkun tiltekinna skaðlegra efna og efnablandna, eins og henni var breytt með tilskipun 2003/2/EB.

Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.


Ákvæði til bráðabirgða.

Ákvæði 9. og 10. gr. skulu vera komin til framkvæmda eigi síðar en 30. júní 2004.


Umhverfisráðuneytinu, 8. ágúst 2003.

F. h. r.
Ingimar Sigurðsson.
Sigurbjörg Sæmundsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica