Umhverfisráðuneyti

111/2003

Reglugerð um efni og hluti úr plasti sem er ætlað að snerta matvæli. - Brottfallin

I. KAFLI
Gildissvið og skilgreiningar.
1. gr.
Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um fullunnin efni og hluti sem eingöngu eru úr plasti og ætlað er að snerta matvæli. Þá gildir reglugerðin einnig um lagskipt efni og hluti gerða eingöngu úr plasti og ætlað er að snerta matvæli þar sem tvö eða fleiri lög eru sett saman með lími eða á einhvern annan hátt.

Reglugerð þessi gildir ekki um efni og hluti sem settir eru saman úr tveimur eða fleiri lögum, þar sem eitt lag eða fleiri eru ekki eingöngu úr plasti, jafnvel þó það lag sem er ætlað að snerta matvæli sé eingöngu úr plasti.


2. gr.
Skilgreiningar.
Matvælahermir

er efni eða efnablanda, notað til að líkja eftir áhrifum matvæla á plast.

Plast er efni úr lífrænum stórsameindum sem fengist hafa með fjölliðun, fjölþéttingu, fjölálagningu og/eða öðrum svipuðum aðferðum á sameindum með lægri sameindaþunga eða með því að breyta náttúrulegum stórsameindum. Heimilt er að bæta öðrum efnum í slík efnasambönd úr stórsameindum.

Plast er ekki:

a) lakkaðar eða ólakkaðar filmur úr endurunnum sellulósa;
b) teygjanleg efni sem og tilbúið eða náttúrulegt gúmmí;
c) pappír eða pappi, einnig pappír sem búið er að breyta með viðbættu plasti;
d) jónaskiptaresín;
e) húðunarefni úr parafínvaxi, tilbúnu, örkristölluðu eða plastblöndum af því;
f) sílíkon.


II. KAFLI
Almenn ákvæði.
3. gr.
Heildarflæði.

Heildarflæði í matvæli úr efnum og hlutum úr plasti skal ekki fara yfir 10 mg/dm² af yfirborði plastsins. Heildarflæði skal þó ekki fara yfir 60 mg/kg af matvælum þegar um er að ræða:

a) hluti sem eru ílát eða líkja má við ílát, eða má fylla, og taka ekki minna en 500 ml og ekki meira en 10 l;
b) hluti sem hægt er að fylla og þar sem ógerlegt er að meta yfirborðsflötinn sem snertir matvælin;
c) hettur, tappa, þéttingar og annað þess háttar.


4. gr.
Efnanotkun.

Einungis er heimilt að nota einliður og önnur grunnefni sem talin eru upp í listum A og B, viðauka 2, við framleiðslu á efnum og hlutum úr plasti og þá með þeim takmörkunum sem þar eru tilgreindar.

Heimilt er að nota þau efni sem skráð eru í lista B, viðauka 2, þar til annað verður ákveðið en þó ekki lengur en til 31. desember 2004.

Heimilt er að breyta lista A, viðauka 2, ýmist með því að færa efni af lista B á lista A eða með því að bæta nýjum efnum á listann. Slíkar breytingar skulu vera í samræmi við 10. gr. reglugerðar um efni og hluti sem er ætlað að snerta matvæli.

Viðauki 2 gildir ekki um þau efni sem eru einungis notuð til að framleiða:

prentblek;
epoxýresín;
lím og límhvata;
húðunarefni sem unnin eru úr kvoðukenndum efnum eða fjölliðum í fljótandi, dyftu eða dreifðu formi, eins og t.d. lakk, lakkmálning og málning.


5. gr.
Aukefni.

Í listum A og B, viðauka 3 er að finna ófullgerða lista yfir aukefni sem heimilt er að nota við framleiðslu efna og hluta úr plasti svo og takmarkanir og/eða forskriftir fyrir notkun þeirra. Fyrir efnin í lista B gilda tilgreind flæðimörk frá og með 1. janúar 2004 þegar flæðiprófanir eru gerðar með matvælahermi D eða með öðrum prófunum í samræmi við viðauka 7 og 8.


6. gr.
Vörur fengnar með gerjun.

Af þeim vörum sem fengnar eru með gerjun örvera má eingöngu nota þær sem eru tilgreindar í viðauka 4 þannig að þær komist í snertingu við matvæli.


7. gr.
Forskriftir.

Almennar forskriftir tengdar efnum og hlutum úr plasti er að finna í viðauka 5A. Í viðauka 5B er mælt fyrir um forskriftir sem varða sum efnanna sem koma fyrir í viðaukum 2, 3 og 4.

Merkingar þeirra talna sem eru í viðaukum 2, 3 og 4 og gefnar eru í sviga í dálkinum "Takmarkanir og/eða forskriftir" eru skýrðar í viðauka 6.


8. gr.
Vottorð.

Á öðrum stigum dreifingar en í smásölu skal skriflegt vottorð fylgja efnum og hlutum úr plasti, sem er ætlað að snerta matvæli, um að þau uppfylli þær kröfur sem til þeirra eru gerðar.

Undanskilin þessu ákvæði eru efni og hlutir sem augljóslega eru ætluð undir matvæli.


III. KAFLI
Flæðiprófanir.
9. gr.
Flæðimörk.

Sértæk flæðimörk í viðauka 2 eru sett sem mg/kg af matvælum. Miðað skal við yfirborðsflöt plastsins og flæðið gefið upp í mg/dm² þegar um er að ræða:

a) hluti sem eru ílát, eða sambærileg ílátum, eða sem hægt er að fylla og rúma minna en 500 ml eða meira en 10 l;
b) blöð, filmur eða aðra hluti, sem ekki er hægt að fylla, eða ógerlegt er að meta sambandið á milli stærðar yfirborðs og magns matvæla sem það snertir.

Til þess að umbreyta mörkum sem miðuð eru við magn matvæla (mg/kg) í mörk sem miðuð eru við stærð yfirborðs (mg/dm²) skal deila í hin fyrrnefndu með tölunni 6.


10. gr.
Sannprófun.

Sannprófun á hvort reglur um flæðimörk séu virtar skal fara fram í samræmi við reglur í viðaukum 1, 7 og 8.

Þegar heildarflæðimörk, sem mælt er fyrir um í 3. gr., eru virt felur það í sér að sértækt flæði, sem kveðið er á um í 1. mgr., sé innan marka og þá er ekki skylt að sannprófun fari fram.

Ef gert er ráð fyrir að hámarksflæði efnaleifa úr efni eða hlut og hægt er að sýna fram á að það geti ekki farið yfir mörk fyrir sértækt flæði, sem kveðið er á um í 1. mgr., er ekki skylt að sannprófun fari fram.

Sannprófun á því hvort reglur um flæðimörk, sem kveðið er á um í 1. mgr., séu virtar getur farið fram með ákvörðun á magni efnis í fullunnu efni eða hlut. Þetta er að því tilskildu að hlutfallið milli magns efnisins og gildis sértæks flæðis þess hafi verið ákvarðað, annað hvort með fullnægjandi tilraunum eða með því að nota almennt viðurkennd flæðilíkön sem byggja á vísindarannsóknum. Skylt er að staðfesta áætlað flæðigildi með tilraunum til að sýna fram á að efni eða hlutur uppfylli ekki flæðimörk.


IV. KAFLI
Málsmeðferð, viðurlög og gildistaka.
11. gr.
Málsmeðferð og viðurlög.

Heilbrigðisnefndir hafa, hver á sínum stað, undir yfirumsjón Umhverfisstofnunar eftirlit með því að farið sé að ákvæðum þessarar reglugerðar.

Þeir sem framleiða eða flytja inn efni og hluti úr plasti sem ætlað er að snerta matvæli, skulu tilkynna starfsemi sína til Umhverfisstofnunar. Stofnunin getur gert kröfu um að lögð verði fram gögn til staðfestingar á því að efni og hlutir uppfylli ákvæði þessarar reglugerðar.

Með brot gegn reglugerð þessari skal farið samkvæmt lögum nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum, sbr. og lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum.


12. gr.
Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 18. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum, sbr. og lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum. Einnig var höfð hliðsjón af ákvæðum samningsins um Evrópskt efnahagssvæði, sem vísað er til í XII. kafla II. viðauka (tilskipun 2002/72/EB um efni og hluti úr plasti sem ætlað er að komast í snertingu við matvæli, tilskipun 82/711/EBE um nauðsynlegar grundvallarreglur til að mæla flæði efna úr plastefnum og plasthlutum sem ætlað er að komast í snertingu við matvæli, tilskipunum 93/8/EBE og 97/48/EB sem eru breytingar á 82/711/EBE og tilskipun 85/572/EBE um skrá yfir herma til notkunar við mælingar á flæði efna úr plastefnum og plasthlutum sem ætlað er að komast í snertingu við matvæli).

Reglugerðin öðlast gildi við birtingu og um leið fellur úr gildi reglugerð nr. 524/2001 um efni og hluti úr plasti sem ætlað er að snerta matvæli.


Umhverfisráðuneytinu, 11. febrúar 2003.

F. h. r.
Magnús Jóhannesson.
Ingimar Sigurðsson.

VIÐAUKI 1
Flæðiprófanir.

Almenn skilyrði.

1. Þegar niðurstöður úr flæðiprófunum, sem tilgreindar eru í viðauka 7, eru bornar saman skal gera ráð fyrir því að eðlisþyngd allra matvælaherma sé 1. Magn efnis/efna, mælt í milligrömmum, á hvern lítra matvælahermis (mg/l) samsvarar þannig tölulega því magni í milligrömmum af efni/efnum sem flæðir í hvert kílógramm matvælahermis og að teknu tilliti til viðauka 8, því magni í milligrömmum af efni/efnum sem flæðir í hvert kílógramm matvæla.
2. Þegar flæði er ekki mælt á hlutnum eða efninu sjálfu, heldur á sérstöku sýni úr sama efni, skal leiðrétta fyrir þeim mun sem er á stærð flatarins sem snertir matvæli við eðlilega notkun og þess flatar sem snertir herminn, eða matvælin, við flæðiprófun. Til að leiðrétta fyrir þessum mun skal setja inn í eftirfarandi jöfnu:

M = (m · a2 /a1 · q) 1000
þar sem:
M = flæði í mg/kg;
m = magn efnis í mg sem sýnið gefur frá sér skv. flæðiprófun;
a1 = yfirborð sýnisins í dm² sem snertir matvæli við prófun;
a2 = yfirborð efnisins eða hlutarins í dm² sem snertir matvæli við fyrirsjáanleg notkunarskilyrði;
q = magn matvælanna í grömmum sem eru í snertingu við efnið eða hlutinn við fyrirsjáanleg notkunarskilyrði.
3. Við flæðiprófun er plastsýnið ýmist efnið eða hluturinn sjálfur eða hluti af efninu eða hlutnum. Einnig má búa til sérstakt sýni af plastinu fyrir flæðiprófunina. Sýnið og matvælahermirinn skulu snertast þannig að einungis sá hluti plastsins, sem er ætlað að snerta matvæli við eðlilega notkun, snerti matvælaherminn. Þetta á sérstaklega við um lagskipt(a) efni og hluti, tappa, þéttingar og annað slíkt.
Flæðiprófun á hettum, þéttingum, töppum eða öðrum áþekkum búnaði skal fara fram með því að setja þessa hluti á tilheyrandi ílát eins og um raunverulega eða fyrirsjáanlega notkun væri að ræða.
Ávallt er leyfilegt að nota nákvæmari prófun til að sýna fram á að reglur um flæðimörk séu virtar.
4. Í samræmi við 10. gr. er sýni úr efninu eða hlutnum látið komast í snertingu við matvælin eða viðeigandi matvælahermi í þann tíma og við það hitastig sem valið er með hliðsjón af raunverulegri notkun og í samræmi við reglur í viðaukum 7 og 8. Þegar tiltekinn tími er liðinn skal heildarmagn efna (heildarflæði) og/eða tiltekið magn eins eða fleiri efna (sértækt flæði) úr sýninu ákvarðað með greiningu á matvælunum eða matvælaherminum.
5. Þegar efni eða hlut er ætlað að komast aftur og aftur í snertingu við matvæli skal flæðiprófunin gerð þrisvar sinnum á sama sýninu í samræmi við skilyrðin sem eru sett í viðauka 7. Nota skal annað matvælasýni eða nýjan matvælahermi í hvert sinn. Niðurstöður úr þriðju prófun skulu skera úr um hvort reglur um flæðimörk hafi verið virtar. Liggi fyrir óyggjandi sönnun þess að flæðið aukist ekki í annarri og þriðju prófun og hafi flæði ekki farið yfir markið/mörkin í fyrstu prófun eru frekari prófanir ekki nauðsynlegar.

Sérákvæði um heildarflæðimörk.

6. Ef vökvahermarnir, sem tilgreindir eru í viðaukum 7 og 8, eru notaðir er heimilt að gera greiningu til ákvörðunar á heildarmagni efna sem sýnið gefur frá sér með því að láta matvælaherminn gufa upp og vega efnaleifarnar.
Þegar notuð er hreinsuð ólífuolía eða eftirlíking hennar er heimilt að nota eftirfarandi aðferð:
Sýni efnisins eða hlutarins er vegið fyrir og eftir snertingu við matvælaherminn. Matvælahermirinn, sem sýnið hefur drukkið í sig, er skilinn frá með útdrætti, magn ákvarðað og dregið frá þyngd sýnisins eftir snertingu við matvælaherminn. Mismunurinn á upphaflegri og leiðréttri lokaþyngd samsvarar heildarflæði sýnisins sem var rannsakað.
Þegar efni eða hlut er ætlað að komast aftur og aftur í snertingu við matvæli og tæknilega er ógerlegt að framkvæma prófunina sem lýst er í 5. mgr. er heimilt að breyta henni að því tilskildu að unnt sé að ákvarða flæðimörkin við þriðju prófun. Einni slíkri breytingu er lýst hér á eftir: Prófunin er gerð á þremur sams konar sýnum af efninu eða hlutnum. Viðeigandi prófun er gerð á einu þeirra og heildarflæði ákvarðað (M1). Annað og þriðja sýnið er prófað við sömu hitaskilyrði, en snertitíminn skal vera tvisvar eða þrisvar sinnum lengri en sá sem tilgreindur er. Heildarflæðið skal ákvarðað í hvert sinn (M2 og M3 eftir því sem við á). Efnið eða hluturinn er talinn fullnægja settum skilyrðum fari annaðhvort M1 eða M3 – M2 ekki yfir heildarflæðimörk.
7. Fari flæði úr efni eða hlut yfir heildarflæðimörkin en mælist þó innan greiningarvikmarka hér að neðan skal skilyrðum þessarar reglugerðar talið fullnægt. Eftirfarandi greiningarvikmörk hafa verið sett:
20 mg/kg eða 3 mg/dm² í flæðiprófunum þar sem hreinsuð ólífuolía eða eftirlíking hennar er notuð;
12 mg/kg eða 2 mg/dm² í flæðiprófunum þar sem notaðir eru aðrir matvælahermar sem um getur í viðaukum 7 og 8.
8. Með fyrirvara um nýjar upplýsingar eða endurmat á fyrirliggjandi upplýsingum skal ekki gera flæðiprófanir með því að nota hreinsaða ólífuolíu eða eftirlíkingu hennar til að athuga hvort heildarflæðimark sé virt þegar óyggjandi sönnun liggur fyrir um að tilgreind greiningaraðferð sé tæknilega ófullkomin.
Í slíkum tilvikum gilda almenn sértæk flæðimörk, sem eru 60 mg/kg eða 10 mg/dm², að því er varðar efni sem undanskilin eru sértæku flæðimörkunum eða öðrum takmörkunum sem tilgreindar eru í viðauka 2. Þó skal summa allra sértæku flæðimarkanna sem ákveðin eru ekki vera hærri en heildarflæðimörk.


VIÐAUKI 2
Listar yfir einliður og önnur grunnefni sem heimilt er að
nota við framleiðslu á efnum og hlutum úr plasti.

Almennur inngangur.

1. Í þessum viðauka eru listar yfir einliður og önnur grunnefni sem taka m.a. til:
efna sem eru ætluð til að framleiða stórsameindir með fjölliðun, þ.m.t. fjölþéttingu, fjölálagningu eða annarri sambærilegri meðferð;
náttúrulegra eða tilbúinna efnasambanda úr stórsameindum sem notuð eru við framleiðslu á umbreyttum stórsameindum ef einliðurnar eða grunnefnin sem þarf til að mynda þau eru ekki á listunum;
efna sem notuð eru til að umbreyta fyrirliggjandi náttúrulegum eða tilbúnum efnasamböndum.
2. Í listunum eru ekki ál-, ammóníum-, kalsíum-, járn-, magnesíum-, kalíum-, natríum- og sinksölt (þar með talin tvísölt og sýrusölt) af leyfðum sýrum, fenólum eða alkóhólum sem einnig eru leyfð. Heitin "...sýra(sýrur), sölt" koma þó fyrir í listunum ef samsvarandi óbundin sýra(sýrur) er ekki tilgreind. Í þeim tilvikum merkja "sölt" "ál-, ammóníum-, kalsíum-, járn-, magnesíum-, kalíum-, natríum-, og sinksölt".
3. Listarnir taka ekki til eftirtalinna efna sem þó kunna að vera til staðar:
a) efna sem kunna að vera í fullunninni vöru sem:
óhreinindi í þeim efnum sem eru notuð;
millihvarfaefni;
niðurbrotsefni.
b) fáliða og náttúrulegra eða tilbúinna efnasambanda úr stórsameindum og blandna þeirra, ef einliðurnar eða grunnefnin sem þarf til að mynda þau eru á listunum;
c) blandna leyfðu efnanna.
Efnin og hlutirnir sem efnin í a-, b- og c-lið eru í skulu uppfylla ákvæði 4. gr. reglugerðar um efni og hluti sem ætlað er að snerta matvæli.
4. Tæknileg gæði efna skulu vera mikil hvað varðar hreinleikaskilyrði.
5. Í listunum eru eftirfarandi upplýsingar:
1. dálkur: Tilvísunarnúmer ESB fyrir efni sem notuð eru í umbúðir;
2. dálkur: Skráningarnúmer efnisins hjá Chemical Abstract Service (CAS-nr.);
3. dálkur: Efnaheitið;
4. dálkur: Takmarkanir og/eða forskriftir. Þær kunna að vera:
sértæk flæðimörk (SFM(H));
leyfilegt hámarksmagn efnisins í fullunnu efninu eða hlutnum (HM);
leyfilegt hámarksmagn efnisins í fullunnu efninu eða hlutnum gefið upp í mg fyrir hverja 6 dm² yfirborðs sem kemst í snertingu við matvæli (HMY);
aðrar takmarkanir sem sérstaklega er kveðið á um;
hvers kyns forskriftir sem varða efnið eða fjölliðuna.
6. Ef almennt heiti er notað yfir efni sem tilgreint er í listunum sem einstakt efni skulu takmarkanirnar, sem um þetta efni gilda, vera þær sem tilgreindar eru fyrir einstaka efnið.
7. Sé ósamræmi milli skráningarnúmers hjá CAS og efnaheitis skal efnaheitið gilda. Ef ósamræmi er á milli þess CAS-númers sem birt er í EINECS (European Inventory of Existing Commercial Chemical Substances) og CAS-skránni skal númerið í CAS-skránni gilda.
8. Skammstafanir eða tákn í 4. dálki töflunnar merkja:
GM: Greiningarmörk aðferðar.
FE: Fullunnið efni eða hlutur.
NCO: Ísósýanat.
ÓG: Ógreinanlegt. Þetta á við þegar efnin eru ekki greinanleg með almennt viðurkenndum aðferðum sem er hægt að nota til þess að greina viðkomandi efni við tilgreind greiningarmörk aðferðarinnar (GM). Heimilt er að nota aðferðir með viðeigandi greiningarhæfni þar til viðurkenndar aðferðir hafa verið þróaðar.
HM: Leyfilegt hámarksmagn efnaleifa í efni eða hlut.
HM(H): Leyfilegt hámarksmagn efnaleifa í efni eða hlut, gefið upp sem heild af þeim hluta eða efnum sem tilgreind eru. Aðferðir við greiningu á magni efnaleifanna skulu vera almennt viðurkenndar. Heimilt er að nota aðferðir með viðeigandi greiningarhæfni, þar til viðurkenndar aðferðir hafa verið þróaðar.
HMY: Leyfilegt hámarksmagn efnaleifa í fullunnu efni eða hlut, gefið upp í mg fyrir hverja 6 dm² yfirborðs sem er í snertingu við matvæli. Aðferðir við greiningu á magni efnaleifanna skulu vera almennt viðurkenndar. Heimilt er að nota aðferðir með viðeigandi greiningarhæfni þar til viðurkenndar aðferðir hafa verið þróaðar.
HMY(H): Leyfilegt hámarksmagn efnaleifa í efni eða hlut, gefið upp sem mg af heild af þeim hluta eða efnum sem tilgreind eru á hverja 6 dm² yfirborðs sem er í snertingu við matvæli. Heimilt er að nota aðferðir með viðeigandi greiningarhæfni, þar til viðurkenndar aðferðir hafa verið þróaðar.
SFM: Sértæk flæðimörk fyrir efnið í matvælum eða matvælahermi nema annað sé tilgreint. Flæði efnisins skal greint með viðurkenndum aðferðum. Heimilt er að nota aðferðir með viðeigandi greiningarhæfni, þar til viðurkenndar aðferðir hafa verið þróaðar.
SFM(H): Sértæk flæðimörk fyrir efnið í matvælum eða matvælahermi, gefið upp sem heild af þeim hluta eða efnum sem tilgreind eru. Flæði efnisins skal greint með viðurkenndum aðferðum. Heimilt er að nota aðferðir með viðeigandi greiningarhæfni, þar til viðurkenndar aðferðir hafa verið þróaðar.
Listi A
Leyfilegar einliður og önnur grunnefni.

Tilvísunar-
númer
CAS-númer
Efnaheiti
Takmarkanir og/eða forskriftir
10030
000514-10-3
Abíetínsýra
10060
000075-07-0
Asetaldehýð SFM(H) = 6 mg/kg (2)
10090
000064-19-7
Ediksýra
10120
000108-05-4
Ediksýra, vinýlester SFM = 12 mg/kg
10150
000108-24-7
Asetanhýdríð
10210
000074-86-2
Asetýlen
10630
000079-06-1
Akrýlamíð SFM = ÓG (GM = 0,01 mg/kg)
10660
015214-89-8
2-akrýlamíðó-2-metýlprópansúlfón sýra SFM = 0,05 mg/kg
10690
000079-10-7
Akrýlsýra
10750
002495-35-4
Akrýlsýra, bensýlester
10780
000141-32-2
Akrýlsýra, n-bútýlester
10810
002998-08-5
Akrýlsýra, sec-bútýlester
10840
001663-39-4
Akrýlsýra, tert-bútýlester
11000
050976-02-8
Akrýlsýra, dísýklópentadíenýlester HMY = 0,05 mg/6 dm²
11245
002156-97-0
Akrýlsýra, dódesýlester SFM = 0,05 mg/kg (1)
11470
000140-88-5
Akrýlsýra, etýlester
11510
000818-61-1
Akrýl, hýdroxýetýlester Sjá "akrýlsýra, mónóester með etýlenglýkól"
11530
000999-61-1
Akrýlsýra, 2-hýdroxýprópýlester HMY = 0,05 mg /6 dm²
11590
000106-63-8
Akrýlsýra, ísóbútýlester
11680
000689-12-3
Akrýlsýra, ísóprópýlester
11710
000096-33-3
Akrýlsýra, metýlester
11830
000818-61-1
Akrýlsýra, mónóester með etýlenglýkól
11890
002499-59-4
Akrýlsýra, n-oktýlester
11980
000925-60-0
Akrýlsýra, própýlester
12100
000107-13-1
Akrýlónítríl SFM = ÓG (GM = 0,020 mg/kg, þar með talin greiningarvikmörk)
12130
000124-04-9
Adipínsýra
12265
004074-90-2
Adipínsýra, dívínýlester HM = 5 mg/kg í FE, eða aðeins til nota í sameinliðum
12280
002035-75-8
Adipínanhýdríð
12310
Albúmín
12340
Albúmín, hleypt með formaldehýði
12375
Alkóhól, alífatísk, mónóhýdrísk, mettuð, ógreinótt, prímer (C4-C22)
12670
002855-13-2
1-amínó-3-amínómetýl-3,5,5-trímetýl-sýklóhexan SFM = 6 mg/kg
12761
000693-57-2
12-amínódodekansýra SFM = 0,05 mg/kg
12763
000141-43-5
2-amínóetanól SFM = 0,05 mg/kg. Ekki ætlað til notkunar í fjölliður sem snerta matvæli og matvælahermir D á við um, sbr. viðauka 8. Á einungis við um óbeina snertingu við matvæli ef efnið er bak við PET lag.
12765
084434-12-8
N-(2-amínóetýl)-beta-alanín, natríumsalt SFM = 0,05 mg/kg
12788
002432-99-7
11-amínóundekansýra SFM = 5 mg/kg
12789
007664-41-7
Ammóníak
12820
000123-99-9
Aselsýra
12970
004196-95-6
Aselanhýdríð
13000
001477-55-0
1,3-bensendímetanamín SFM = 0,05 mg/kg
13060
004422-95-1
1,3,5-bensentríkarboxýlsýrutríklóríð HMY = 0,05 mg/6 dm² (mælt sem 1,3,5-bensentríkarboxýlsýra)
13075
000091-76-9
Bensógúanamín Sjá "2,4-díamínó-6-fenýl-1,3,5-tríasín"
13090
000065-85-0
Bensósýra
13150
000100-51-6
Bensýlalkóhól
13180
000498-66-8
Bísýkló(2.2.1)hept-2-en (= Norbornen) SFM = 0,05 mg/kg
13210
001761-71-3
Bis(4-amínósýklóhexýl)metan SFM = 0,05 mg/kg
13326
000111-46-6
Bis(2-hýdroxýetýl)eter Sjá "díetýlenglýkól"
13380
000077-99-6
2,2-bis(hýdroxýmetýl)-1-bútanól Sjá "1,1,1-trímetýlólprópan"
13390
000105-08-8
1,4-bis(hýdroxýmetýl)sýklóhexan
13395
004767-03-7
2,2-bis(hýdroxýmetýl)própíonsýra HMY = 0,05 mg/6 dm²
13480
000080-05-7
2,2-bis(4-hýdroxýfenýl)própan SFM = 3 mg/kg
13510
001675-54-3
2,2-bis(4-hýdroxýfenýl)própan-bis(2,3-epoxýprópýl)eter = (BADGE) Skv. reglugerð um tilteknar epoxý afleiður til notkunar í efni og hluti sem ætlað er að snerta matvæli.
13530
038103-06-9
2,2-bis(4-hýdroxýfenýl)própan bis(þalanhýdríð) SFM = 0,05 mg/kg
13550
000110-98-5
Bis(hýdroxýprópýl)eter Sjá "díprópýlenglýkól"
13560
005124-30-1
Bis(4-ísósýanatósýklóhexýl)metan Sjá "dísýklóhexýlmetan- 4,4´-díísósýanat"
13600
047465-97-4
3,3-bis(3-metýl-4-hýdroxýfenýl-2-indólínon) SFM = 1,8 mg/kg
13607
000080-05-7
Bisfenól A Sjá "2,2-Bis(4-hýdroxýfenýl)própan"
13610
001675-54-3
Bisfenól A bis(2,3-epoxýprópýl eter) Sjá "2,2-bis(4-hýdroxýfenýl)própan bis (2,3-epoxýprópýl)eter"
13614
038103-06-9
Bisfenól A bis(þalínanhýdríð) Sjá "2,2-Bis(4-hýdroxýfenýl)própan bis(þalanhýdríð)"
13617
000080-09-1
Bisfenól S Sjá "4,4´-díhýdroxýdífenýlsúlfon"
13620
010043-35-3
Bórsýra SFM(H) = 6 mg/kg (23) (gefið upp sem bór) að teknu tilliti til reglugerðar um neysluvatn.
13630
000106-99-0
Bútadíen HM = 1 mg/kg í FE eða SFM = ÓG (GM = 0,02 mg/kg, þar með talin vikmörk)
13690
000107-88-0
1,3-bútandíól
13720
000110-63-4
1,4-bútandíól SFM(H) = 0,05 mg/kg (24)
13780
002425-79-8
1,4-bútandíól-bis(2,3-epoxýprópýl)eter HM = 1 mg/kg í FE (gefið upp sem epoxýhópur, mólþungi = 43)
13810
000505-65-7
1,4-bútandíólformal HMY = 0,05 mg/6 dm²
13840
000071-36-3
1-bútanól
13870
000106-98-9
1-búten
13900
000107-01-7
2-búten
13932
000598-32-3
3-búten-2-ól HMY = ÓG (GM = 0,02 mg/6 dm²). Aðeins ætlað til notkunar sem einliða við gerð fjölliðu aukefna.
14020
000098-54-4
4-tert-bútýlfenól SFM = 0,05 mg/kg
14110
000123-72-8
Bútýraldehýð
14140
000107-92-6
Bútýrsýra
14170
000106-31-0
Bútýranhýdríð
14200
000105-60-2
Kaprólaktam SFM(H) = 15 mg/kg (5)
14230
002123-24-2
Kaprólaktam, natríumsalt SFM(H) = 15 mg/kg (5) (gefið sem kaprólaktam)
14320
000124-07-2
Kaprýlsýra
14350
000630-08-0
Kolmónoxíð
14380
000075-44-5
Karbónýlklóríð HM = 1 mg/kg í FE
14411
008001-79-4
Laxerolía
14500
009004-34-6
Sellulósi
14530
007782-50-5
Klór
14570
000106-89-8
1-klór-2,3-epoxýprópan Sjá "epíklórhýdrín"
14650
000079-38-9
Klórtríflúoretýlen                   HMY = 0,5 mg/6 dm²
14680
000077-92-9
Sítrónusýra
14710
000108-39-4
m-Kresól
14740
000095-48-7
o-Kresól
14770
000106-44-5
p-Kresól
14841
000599-64-4
4-kúmýlfenól SFM = 0,05 mg/kg
14880
000105-08-8
1,4-sýklóhexandímetanól Sjá "1,4-bis(hýdroxýmetýl)sýklóhexan"
14950
003173-53-3
Sýklóhexýlísósýanat HM(H) = 1 mg/kg (gefið upp sem NCO) (26)
15030
000931-88-4
Sýklóokten SFM = 0,05 mg/kg. Aðeins til notkunar í fjölliður sem snerta matvæli og matvælahermir A á við um, sbr. viðauka 8.
15070
001647-16-1
1,9-dekadíen SFM = 0,05 mg/kg
15095
000334-48-5
Dekanósýra
15100
000112-30-1
1-dekanól
15130
000872-05-9
1-deken SFM = 0,05 mg/kg
15250
000110-60-1
1,4-díamínóbútan
15272
000107-15-3
1,2-díamínóetan Sjá "etýlendíamín"
15274
000124-09-4
1,6-díamínóhexan Sjá "hexametýlendíamín"
15310
000091-76-9
2,4-díamínó-6-fenýl-1,3,5-tríasín HMY = 5 mg/6 dm²
15370
003236-53-1
1,6-díamínó-2,2,4-trímetýlhexan HMY = 5 mg/6 dm²
15400
003236-54-2
1,6-díamínó-2,4,4-trímetýlhexan HMY = 5 mg/6 dm²
15565
000106-46-7
1,4-díklórbensen SFM = 12 mg/kg
15610
000080-07-9
4,4´-díklórdífenýl súlfon SFM = 0,05 mg/kg
15700
005124-30-1
Dísýklóhexýlmetan-4,4´-díísósýanat HM(H) = 1 mg/kg (gefið upp sem NCO) (26)
15760
000111-46-6
Díetýlenglýkól SFM(H) = 30 mg/kg (3)
15790
000111-40-0
Díetýlentríamín SFM = 5 mg/kg
15820
000345-92-6
4,4´-díflúorbensófenón SFM = 0,05mg/kg
15880
000120-80-9
1,2-díhýdroxýbensen SFM = 6 mg/kg
15910
000108-46-3
1,3-díhýdroxýbensen SFM = 2,4 mg/kg
15940
000123-31-9
1,4-díhýdroxýbensen SFM = 0,6 mg/kg
15970
000611-99-4
4,4´-díhýdroxýbensófenón SFM(H) = 6 mg/kg (15)

16000
000092-88-6
4,4´-díhýdroxýbífenýl SFM = 6 mg/kg
16090
000080-09-1
4,4´-díhýdroxýdífenýl súlfon SFM = 0,05 mg/kg
16150
000108-01-0
Dímetýlamínóetanól SFM = 18 mg/kg
16240
000091-97-4
3,3´-dímetýl-4,4´-díísósýanatóbífenýl HM(H) = 1 mg/kg (gefið upp sem NCO) (26)
16360
000576-26-1
2,6-dímetýlfenól SFM = 0,05 mg/kg
16390
000126-30-7
2,2´-dímetýl-1,3-própandíól SFM = 0,05 mg/kg
16450
000646-06-0
1,3-díoxólan SFM = 0,05 mg/kg
16480
000126-58-9
Dípentaerýtrítól
16570
004128-73-8
Dífenýl eter-4,4´-díísósýanat HM(H) = 1 mg/kg (gefið upp sem NCO) (26)
16600
005873-54-1
Dífenýlmetan-2,4´-díísósýanat HM(H) = 1 mg/kg (gefið upp sem NCO) (26)
16630
000101-68-8
Dífenýlmetan-4,4´-díísósýanat HM(H) = 1 mg/kg (gefið upp sem NCO) (26)
16650
000127-63-9
Dífenýl súlfón SFM(H) = 3 mg/kg (25)
16660
000110-98-5
Díprópýlenglýkól
16690
001321-74-0
Dívínýlbensen HMY = 0,01 mg/6 dm² eða SFM = ÓG (GM = 0,02 mg/kg, greiningarvikmörk innifalin) fyrir summu af dívínýlbensen og etýlvínýlbensen og í samræmi við forskriftir í viðauka 5
16694
013811-50-2
N,N´-dívinýl-2-imídasólidínon HM = 5 mg/kg í FE
16697
000693-23-2
n-Dódekandíósýra
16704
000112-41-4
1-Dódeken SFM = 0,05 mg/kg
16750
000106-89-8
Epíklórhýdrín HM = 1 mg/kg í FE
16780
000064-17-5
Etanól
16950
000074-85-1
Etýlen
16960
000107-15-3
Etýlendíamín SFM = 12 mg/kg
16990
000107-21-1
Etýlenglýkól SFM(H) = 30 mg/kg (3)
17005
000151-56-4
Etýlenímín SFM = ÓG (GM = 0,010 mg/kg)
17020
000075-21-8
Etýlenoxíð HM = 1 mg/kg í FE
17050
000104-76-7
2-etýl-1-hexanól SFM = 30 mg/kg
17160
000097-53-0
Evgenól SFM = ÓG (GM = 0,02 mg/kg þar með talin greiningarvikmörk)
17170
061788-47-4
Fitusýrur úr kókósolíu
17200
068308-53-2
Fitusýrur úr sojaolíu
17230
061790-12-3
Fitusýrur úr furuolíu
17260
000050-00-0
Formaldehýð SFM(H) = 15 mg/kg (22)
17290
000110-17-8
Fúmarsýra
17530
000050-99-7
Glúkósi
18010
000110-94-1
Glútarsýra
18070
000108-55-4
Glútaranhýdríð
18100
000056-81-5
Glýseról
18220
068564-88-5
N-heptýlamínóundekansýra SFM = 0,05 mg/kg (1)
18250
000115-28-6
Hexaklórendómetýlentetrahýdróþalsýra SFM = ÓG
(GM = 0,01 mg/kg)
18280
000115-27-5
Hexaklórendómetýlentetrahýdróþalanhýdríð SFM = ÓG
(GM = 0,01 mg/kg)
18310
036653-82-4
1-hexadekanól
18430
000116-15-4
Hexaflúorprópýlen SFM = ÓG
(GM = 0,01 mg/kg)
18460
000124-09-4
Hexametýlendíamín SFM = 2,4 mg/kg
18640
000822-06-0
Hexametýlendíísósýanat HM(H) = 1 mg/kg (gefið upp sem NCO) (26)
18670
000100-97-0
Hexametýlentetramín SFM(H) = 15 mg/kg (22) (gefið sem formaldehýð)
18820
000592-41-6
1-hexen SFM = 3 mg/kg
18867
000123-31-9
Hýdrókínón Sjá "1,4-díhýdroxýbensen"
18880
000099-96-7
p-Hýdroxýbensósýra
18897
016712-64-4
6-hýdroxý-2-naþalenkarboxýlsýra SFM = 0,05 mg/kg
18898
000103-90-2
n-(4-hýdroxýfenýl)asetamíð Aðeins til notkunar í vökvakristal og bak við aðskilnaðarlag í marglaga plasti.
19000
000115-11-7
Ísóbúten
19060
000109-53-5
Ísóbútýlvinýleter HM = 5 mg/kg í FE
19110
04098-71-9
1-ísósýanató-3-ísósýanatómetýl-3,5,5-trímetýlsýklóhexan HM(H) = 1 mg/kg (gefið upp sem NCO) (26)
19150
000121-91-5
Ísóþalsýra SFM = 5 mg/kg
19210
001459-93-4
Ísóþalsýra, dímetýlester SFM = 0,05 mg/kg
19243
000078-79-5
Ísópren Sjá "2-metýl-1,3-bútadíen"
19270
000097-65-4
Ítakónsýra
19460
000050-21-5
Mjólkursýra
19470
000143-07-7
Lársýra
19480
002146-71-6
Lárínsýra, vinýlester
19490
00947-04-6
Lárlaktam SFM = 5 mg/kg
19510
011132-73-3
Lignósellulósi
19540
000110-16-7
Malínsýra SFM(H) = 30 mg/kg (4)
19960
000108-31-6
Malínanhýdríð SFM(H) = 30 mg/kg (4) (gefið upp sem malínsýra)
19975
000108-78-1
Melamín Sjá "2,4,6-tríamínó-1,3,5-tríasín"
19990
000079-39-0
Metakrýlamíð SFM = ÓG (GM = 0,02 mg/kg, þar með talin greiningarvikmörk)
20020
000079-41-4
Metakrýlsýra
20050
000096-05-9
Metakrýlsýra, allýlester SFM = 0,05 mg/kg
20080
002495-37-6
Metakrýlsýra, bensýlester
20110
000097-88-1
Metakrýlsýra, bútýlester
20140
002998-18-7
Metakrýlsýra, sec-bútýlester
20170
000585-07-9
Metakrýlsýra, tert-bútýlester
20260
000101-43-9
Metakrýlsýra, sýklóhexýlester SFM = 0,05 mg/kg
20410
02082-81-7
Metakrýlsýra, díester með 1,4-bútandíól SFM = 0,05 mg/kg
20530
002867-47-2
Metakrýlsýra, 2-(dímetýlamínó)etýlester SFM = ÓG (GM = 0,02 mg/kg, þar með talin greiningarvikmörk)
20590
000106-91-2
Metakrýlsýra, 2,3-epoxýprópýlester HMY = 0,02 mg/6 dm²
20890
000097-63-2
Metakrýlsýra, etýlester
21010
000097-86-9
Metakrýlsýra, ísóbútýlester
21100
004655-34-9
Metakrýlsýra, ísóprópýlester
21130
000080-62-6
Metakrýlsýra, metýlester
21190
000868-77-9
Metakrýlsýra, mónóester með etýlenglýkól
21280
002177-70-0
Metakrýlsýra, fenýlester
21340
002210-28-8
Metakrýlsýra, própýlester
21460
000760-93-0
Metakrýlanhýdríð
21490
000126-98-7
Metakrýlnítríl SFM = ÓG (GM = 0,020 mg/kg, þar með talin greiningarvikmörk)
21520
001561-92-8
Metallýlsúlfonsýra, natríumsalt SFM = 5 mg/kg
21550
000067-56-1
Metanól
21640
000078-79-5
2-metýl-1,3-bútadíen HM = 1 mg/kg í FE eða SFM = ÓG (GM = 0,02 mg/kg, greiningarvikmörk innifalin)
21730
000563-45-1
3-metýl-1-búten HMY = 0,006 mg/6 dm². Aðeins til nota í pólýprópýlen.
21765
106246-33-7
4,4´-metýlenbis(3-klór-2,6-díetýlanilín) HMY = 0,05 mg/6 dm²
21821
000505-65-7
1,4-(metýlendíoxý)bútan Sjá "1,4-bútandíolformal"
21940
000924-42-5
N-metýlólakrýlamíð SFM = ÓG (GM = 0,01 mg/kg)
22150
000691-37-2
4-metýl-1-penten SFM = 0,02 mg/kg
22331
025513-64-8
Blanda af (40% w/w) 1,6-díamínó-2,4,4-trímetýlhexan og (60% w/w) 1,6-díamínó-2,4,4-trímetýl-hexan HMY = 5 mg/6 dm²
22332
028679-16-5
Blanda af (40% w/w) 2,2,4-trímetýlhexan-1,6-díísósýanat og (60% w/w) 2,4,4-trímetýlhexan-1,6-díísósýanat HM(H) = 1 mg/kg (gefið upp sem NCO) (26)
22350
000544-63-8
Mýristinsýra
22360
001141-38-4
2,6-naþalendíkarboxýlsýra SFM = 5 mg/kg
22390
000840-65-3
2,6-naþalendíkarboxýlsýra, dímetýlester SFM = 0,05 mg/kg
22420
003173-72-6
1,5-naþalendíísósýanat HM(H) = 1 mg/kg (gefið upp sem NCO) (26)
22437
000126-30-7
Neópentýlglýkol Sjá "2,2-dímetýl-1,3- própandíól"
22450
009004-70-0
Nítrósellulósi
22480
000143-08-8
1-nónanól
22550
000498-66-8
Norbornen Sjá "bísýkló(2.2.1)hept-2-en"
22570
000112-96-9
Oktadesýlísósýanat HM(H) = 1 mg/kg (gefið upp sem NCO) (26)
22600
000111-87-5
1-oktanól
22660
000111-66-0
1-okten SFM = 15 mg/kg
22763
000112-80-1
Olíusýra
22778
007456-68-0
4,4´-oxýbis(bensensúlfónýl asíð) HMY = 0,05 mg/6 dm²
22780
000057-10-3
Palmitínsýra
22840
000115-77-5
Pentaerýtrítól
22870
000071-41-0
1-pentanól
22900
000109-67-1
1-penten SFM = 5 mg/kg
22937
001623-05-8
Perflúorprópýlperflúorvinýleter SFM = 0,05 mg/kg
22960
000108-95-2
Fenól
23050
000108-45-2
1,3-fenýlendíamín SFM = ÓG (GM = 0,02 mg/kg)
23155
000075-44-5
Fosgen Sjá "karbónýlklóríð"
23170
007664-38-2
Fosfórsýra HM = ÓG (GM = 1 mg/kg í FE)
23175
000122-52-1
Tríetýlester HM = ÓG (GM = 0,01 mg/kg)
23187
Þalsýra Sjá "tereþalsýra"
23200
000088-99-3
o-þalsýra
23230
000131-17-9
Þalsýra, diallýlester SFM = ÓG
(GM = 0,01 mg/kg)
23380
000085-44-9
Þalanhýdríð
23470
000080-56-8
alfa-pínen
23500
000127-91-3
beta-pínen
23547
009016-00-6
063148-62-9
Pólýdímetýlsíloxan (mólþungi > 6800) Í samræmi við forskriftir sem er mælt fyrir um í viðauka 5
23590
025322-68-3
Pólýetýlenglýkól
23651
025322-69-4
Pólýprópýlenglýkól
23740
000057-55-6
1,2-própandíól
23770
000504-63-2
1,3-própandíól SFM = 0,05 mg/kg
23800
000071-23-8
1-própanól
23830
000067-63-0
2-própanól
23860
000123-38-6
Própíónaldehýð
23890
000079-09-4
Própíónsýra
23920
000105-38-4
Própíónsýra,vinýlester SFM(H) = 6 mg/kg (2) (gefið upp sem asetaldehýð)
23950
000123-62-6
Própíónanhýdríð
23980
000115-07-1
Própýlen
24010
000075-56-9
Própýlenoxíð HM = 1 mg/kg í FE
24051
000120-80-9
Pýrókatekól Sjá "1,2-díhýdroxýbensen"
24057
000089-32-7
Pýrómellitínanhýdríð SFM = 0,05 mg/kg (skráð sem pýrómellitínsýra)
24070
073138-82-6
Resín- og rósínsýrur
24072
000108-46-3
Resorsínól Sjá "1,3-díhýdroxýbensen"
24073
000101-90-6
Resorsínóldíglýsídýleter HMY = 0,005 mg/6 dm². Ekki ætlað til notkunar í fjölliður sem snerta matvæli og matvælahermir D á við um sbr. viðauka 8. Á einungis við um óbeina snertingu við matvæli ef efnið er bak við PET lag.
24100
008050-09-7
Rósín
24130
008050-09-7
Rósínlím Sjá "rósín"
24160
008052-10-6
Rósínfuruolía
24190
009014-63-5
Rósínviður
24250
009006-04-6
Náttúrulegt gúmmí
24270
000069-72-7
Salisílsýra
24280
000111-20-6
Sebaksýra
24430
002561-88-8
Sebakanhýdríð
24475
001313-82-2
Natríumsúlfíð
24490
000050-70-4
Sorbítól
24520
008001-22-7
Sojabaunaolía
24540
009005-25-8
Sterkja, til neyslu
24550
000057-11-4
Sterínsýra
24610
000100-42-5
Stýren
24760
026914-43-2
Stýrensúlfónsýra SFM = 0,05 mg/kg
24820
000110-15-6
Rafsýra
24850
000108-30-5
Rafanhýdríð
24880
000057-50-1
Súkrósi
24887
006362-79-4
5-súlfóísóþalsýra, einnatríumsalt SFM = 5 mg/kg
24888
003965-55-7
5-súlfóísóþalsýra, einnatríumsalt, dímetýlester SFM = 0,05 mg/kg
24910
000100-21-0
Tereþalsýra SFM = 7,5 mg/kg
24940
000100-20-9
Tereþalsýradíklóríð SFM(H) = 7,5 mg/kg (gefið upp sem tereþalsýra)
24970
000120-61-6
Tereþalsýra, dímetýlester
25080
001120-36-1
1-tetradeken SFM = 0,05 mg/kg
25090
000112-60-7
Tetraetýlenglýkól
25120
000116-14-3
Tetraflúoretýlen SFM = 0,05 mg/kg
25150
000109-99-9
Tetrahýdrófúran SFM = 0,6 mg/kg
25180
000102-60-3
N,N,N´,N´-tetrakis(2-hýdroxýprópýl)etýlendíamín
25210
000584-84-9
2,4-tólúendíísósýanat HM(H) = 1 mg/kg (gefið upp sem NCO) (26)
25240
000091-08-7
2,6-tólúen díísósýanat HM(H) = 1 mg/kg (gefið upp sem NCO) (26)
25270
026747-90-0
2,4-tólúen díísósýanat, tvíliða HM(H) = 1 mg/kg (gefið upp sem NCO) (26)
25360
-
Tríalkýl(C5-C15) ediksýra, 2,3-epoxýprópýlester HM = 1 mg/kg í FE (gefið upp sem epoxýhópur, mólþungi = 43)
25380
-
Tríalkýl ediksýra (C7-C17), vínýl ester (= vínýl versatat) HMY = 0,05 mg/6 dm²
25385
000102-70-5
Tríallýlamín Í samræmi við forskriftir sem er mælt fyrir um í viðauka 5.
25420
000108-78-1
2,4,6-tríamínó-1,3,5-tríasín SFM = 30 mg/kg
25450
026896-48-0
Trísýklódekandímetanól SFM = 0,05 mg/kg
25510
000112-27-6
Tríetýlenglýkól
25600
000077-99-6
1,1,1-trímetýlólprópan SFM = 6 mg/kg
25840
003290-92-4
1,1,1-trímetýlólprópan trímetakrýlat SFM = 0,05 mg/kg
25900
00110-88-3
Tríoxan HM = 0,05 mg/kg
25910
024800-44-0
Tríprópýlen glýkól
25927
027955-94-8
1,1,1-tris(4-hýdroxýfenýl)etan HM = 0,5 mg/kg í FE. Aðeins til nota í pólýkarbónötum.
25960
000057-13-6
Þvagefni
26050
000075-01-4
Vinýlklóríð Sjá reglugerð um vinýlklóríð í efnum og hlutum.
26110
000075-35-4
Vinýlídenklóríð HM = 5 mg/kg í FE eða SFM = ÓG (GM = 0,05 mg/kg)
26140
000075-38-7
Vinýlídenflúoríð SFM = 5 mg/kg
26155
001072-63-5
1-vínýlimídasól HM = 5 mg/kg í FE
26170
003195-78-6
N-vinýl-N-metýlasetamíð HM = 2 mg/kg í FE
26320
002768-02-7
Vinýltrímetoxýsílan HM = 5 mg/kg í FE
26360
007732-18-5
Vatn Í samræmi við reglugerð um neysluvatn.



Listi B
Einliður og önnur grunnefni sem heimilt er að nota þar til ákvörðun
hefur verið tekin um hvort þau skuli sett á lista A.

Tilvísunar-
númer
CAS-númer
Efnaheiti
Takmarkanir og/eða forskriftir
10599/90A
061788-89-4
Fitusýrur, ómettaðar (C18), tvíliður, eimaðar
10599/91
061788-89-4
Fitusýrur, ómettaðar (C18), tvíliður, óeimaðar
10599/92A
068783-41-5
Fitusýrur, ómettaðar (C18), tvíliður, hertar, eimaðar
10599/93
068783-41-5
Fitusýrur, ómettaðar (C18), tvíliður, hertar, óeimaðar
11500
000103-11-7
Akrýlsýra, 2-etýlhexýl ester
13050
000528-44-9
1,2,4-bensentríkarboxýlsýra Sjá "trímellitínsýra"
14260
000502-44-3
Kaprólakton
14800
003724-65-0
Krótonsýra
15730
000077-73-6
Dísýklópentadíen
16210
006864-37-5
3,3´-dímetýl-4-4´-díamínódísýklóhexýlmetan
17110
016219-75-3
5-etýlídenbísýkló 2,2,1hept-2-en
18370
000592-45-0
1,4-hexadíen
18700
000629-11-8
1,6-hexandíól
21370
010595-80-9
Metakrýlsýra, 2-súlfóetýlester
21400
054276-35-6
Metakrýlsýra, súlfóprópýlester
21970
000923-02-4
N-metýlólmetakrýlamíð
22210
000098-83-9
alfa-Metýlstýren
25540
000528-44-9
Trímellitínsýra HM(H) = 5 mg/kg í FE
25550
000552-30-7
Trímellitínanhýdríð HM(H) = 5 mg/kg í FE (gefið upp sem trímellitínsýra)
26230
000088-12-0
Vínýlpýrrólídon



VIÐAUKI 3
Ófullgerðir listar yfir aukefni sem nota má við
framleiðslu á efnum og hlutum úr plasti.

Almennur inngangur.

1. Í þessum viðauka eru listar yfir:
a) efni sem er blandað í plast til að ná fram tæknilegum áhrifum í fullunninni vöru. Ætlast er til þess að þau sé að finna í fullunum efnum og hlutum;
b) efni sem eru notuð til að ná fram æskilegri fjölliðun (t.d. ýruefni, yfirborðsvirk efni, jafnalausnir o.s.frv.).
Í listunum eru ekki efni sem hafa bein áhrif á fjölliðamyndun (t.d. hvatakerfi).
2. Í listanum eru ekki ál-, ammóníum-, kalsíum-, járn-, magnesíum-, kalíum-, natríum- og sinksölt (þar með talin tvísölt og sýrusölt) af leyfðum sýrum, fenólum eða alkóhólum sem einnig eru leyfð. Heitin "...sýra(sýrur), sölt" koma þó fyrir í listunum ef samsvarandi óbundin sýra(sýrur) er ekki tilgreind. Í þeim tilvikum merkja "sölt" "ál-, ammóníum-, kalsíum-, járn-, magnesíum-, kalíum-, natríum- og sinksölt".
3. Listarnir taka ekki til eftirtalinna efna sem þó kunna að vera til staðar:
a) efna sem kunna að vera í fullunninni vöru sem:
óhreinindi í þeim efnum sem eru notuð;
millihvarfefni;
niðurbrotsefni;
b) blandna leyfðu efnanna.
Efnin og hlutirnir sem efnin í a- og b-lið eru í skulu uppfylla ákvæði 4. gr. reglugerðar um efni og hluti sem ætlað er að snerta matvæli.
4. Tæknileg gæði efnanna skulu vera mikil hvað varðar hreinleikaskilyrði.
5. Í listunum eru eftirfarandi upplýsingar:
1. dálkur: Tilvísunarnúmer ESB fyrir efni sem notuð eru í umbúðir;
2. dálkur: Skráningarnúmer efnisins hjá Chemical Abstract Service (CAS-nr.);
3. dálkur: Efnaheitið;
4. dálkur: Takmarkanir og/eða forskriftir. Þær kunna að vera:
sértæk flæðimörk (SFM(H));
leyfilegt hámarksmagn efnisins í fullunnu efninu eða hlutnum (HM);
leyfilegt hámarksmagn efnisins í fullunnu efninu eða hlutnum gefið upp í mg fyrir hverja 6 dm² yfirborðs sem kemst í snertingu við matvæli (HMY);
aðrar takmarkanir sem sérstaklega er kveðið á um;
hvers kyns forskriftir sem varða efnið eða fjölliðuna.
6. Ef almennt heiti er notað yfir efni sem tilgreint er í listunum sem einstakt efni skulu takmarkanirnar sem um þetta efni gilda vera þær sem tilgreindar eru fyrir einstaka efnið.
7. Sé ósamræmi milli skráningarnúmers hjá CAS og efnaheitis skal efnaheitið gilda. Ef ósamræmi er á milli þess CAS-númers sem birt er í EINECS (European Inventory of Existing Commercial Chemical Substances) og CAS-skránni skal númerið í CAS-skránni gilda.


Listi A
Ófullgerður listi aukefna sem eru að fullu samræmd
á Evrópska efnahagssvæðinu.

Tilvísunar-
númer
CAS-númer
Efnaheiti
Takmarkanir og/eða forskriftir
30000
000064-19-7
Ediksýra
30045
000123-86-4
Ediksýra, bútýlester
30080
004180-12-5
Ediksýra, kopar salt SFM(H) = 30 mg/kg (7) (gefið upp sem kopar)
30140
000141-78-6
Ediksýra, etýlester
30280
000108-24-7
Asetanhýdríð
30295
000067-64-1
Aseton
30370
-
Asetýlediksýra, sölt
30400
-
Asetýleruð glýseríð
30610
-
Mónókarboxýlsýrur, C2-C24, alifatískar, línulegar, úr náttúrulegum olíum og fitu, og mónó-, dí- og tríglýserólesterar þeirra (þar með taldar greinóttar fitusýrur af náttúrulegum uppruna)
30612
-
Mónókarboxýlsýrur, C2-C24, alifatískar, línulegar og tilbúnar og mónó-, dí- og tríglýserólesterar þeirra
30960
-
Esterar af alifatískum mónókarboxýlsýrum (C6-C22) með pólýglýseróli
31328
-
Fitusýrur úr neysluhæfum fituefnum og olíum úr dýra- og jurtaríkinu
31530
123968-25-2
Akrýlsýra, 2,4-dí-tert-pentýl-6-(1-(3,5-dí-tert-pentýl-2-hýdroxýfenýl)etýl)fenýlester SFM = 5 mg/kg
31730
000124-04-9
Adipsýra
33120
-
Alkóhól, alífatísk, mónóhýdrísk, mettuð, línuleg, prímer (C4-C24)
33350
009005-32-7
Algínsýra
33801
-
n-alkýl(C10-C13) bensensúlfonsýra SFM = 30 mg/kg
34281
-
Alkýl (C8-C22) brennisteinssýrur, línulegar, prímer, með sléttri tölu kolefnisatóma
34475
-
Ál-kalsíum-hýdroxíðfosfít, hýdrat
34480
-
Áltrefjar, spænir og duft
34560
021645-51-2
Álhýdroxíð
34690
011097-59-9
Álmagnesíumhýdroxíðkarbónat
34720
001344-28-1
Áloxíð
35120
013560-49-1
3-amínókrótonsýra, díester með þíóbis (2-hýdroxýetýl)eter
35160
06642-31-5
6-amínó-1,3-dímetýlúrasíl SFM = 5 mg/kg
35170
00141-43-5
2-amínóetanól SFM = 0,05 mg/kg. Ekki ætlað til notkunar í fjölliður sem snerta matvæli og matvælahermir D á við um sbr. viðauka 8. Á einungis við um óbeina snertingu við matvæli ef efnið er bak við PET lag.
35284
000111-41-1
N-(2-amínóetýl)etanólamín SFM = 0,05 mg/kg. Ekki ætlað til notkunar í fjölliður sem snerta matvæli og matvælahermir D á við um sbr. viðauka 8. Á einungis við um óbeina snertingu við matvæli ef efnið er bak við PET lag.
35320
007664-41-7
Ammóníak
35440
001214-97-9
Ammóníumbrómíð
35600
001336-21-6
Ammóníumhýdroxíð
35840
000506-30-9
Arakínsýra
35845
007771-44-0
Arakídónsýra
36000
000050-81-7
Askorbínsýra
36080
000137-66-6
Askorbýlpalmítat
36160
010605-09-1
Askorbýlstearat
36640
000123-77-3
Asódíkarbónamíð Aðeins til nota sem þanefni
36840
012007-55-5
Baríum tetrabórat SFM(H) = 1 mg/kg (gefið upp sem baríum) (12) og SFM(H) = 6 mg/kg (23) (gefið upp sem bór) að teknu tilliti til reglugerðar um neysluvatn.
36880
008012-89-3
Bývax
36960
003061-75-4
Behenamíð
37040
000112-85-6
Behensýra
37280
001302-78-9
Bentónít
37360
000100-52-7
Bensaldehýð (9)
37600
000065-85-0
Bensósýra
37680
000136-60-7
Bensósýra, bútýlester
37840
000093-89-0
Bensósýra, etýlester
38080
000093-58-3
Bensósýra, metýlester
38160
002315-68-6
Bensósýra, própýlester
38320
005242-49-9
4-(2-bensoxasólýl)-4´-(5-metýl-2-bensoxasólýl)stilben Í samræmi við forskriftirnar sem er mælt fyrir um í viðauka 5
38510
136504-96-6
1,2-bis(3-amínóprópýl)etýlendíamín, fjölliða með N-bútýl-2,2-6,6-tetrametýl-4-píperídínamín og 2,4,6-tríklóró-1,3,5-tríasín SFM = 5 mg/kg
38515
001533-45-5
4,4´-bis(2-bensoxasólýl)stilben SFM = 0,05 mg/kg (1)
38810
080693-00-1
Bis(2,6-dí-tert-bútýl-4-metýlfenýl)pentaerýtrítóldífosfít SFM = 5 mg/kg (summa fosfíts og fosfats)
38840
154862-43-8
Bis(-2,4-díkúmýlfenýl) pentaerýtrítóldífosfíð SFM = 5 mg/kg (sem summa efnisins sjálfs, oxaðri mynd þess bis(2,4-díkúmýlfenýl) pentaerýtríól-fosfat og vatnsrofnu myndiefni þess (2,4-díkúmýlfenól))
38879
135861-56-2
Bis(3,4-dímetýlbensýlíden)sorbitól
38950
079072-96-1
Bis(4-etýlbensýlíden)sorbitól
39200
006200-40-4
Bis(2-hýdroxýetýl)-2-hýdroxýprópýl-3-(dódekýloxý)metýlammóníumklóríð SFM = 1,8 mg/kg
39815
182121-12-6
9,9-bis(metoxýmetýl)flúoren HMY = 0,05 mg/6 dm²
39890
087826-41-3
069158-41-4
054686-97-4
081541-12-0
Bis(metýlbensýlíden)sorbitól
39925
129228-21-3
3,3-bis(metoxýmetýl)-2,5-dímetýlhexan SFM = 0,05 mg/kg
40120
068951-50-8
Bis(pólýetýlenglýkól)hýdroxýmetýlfosfónat SFM = 0,6 mg/kg
40320
010043-35-3
Bórsýra SFM(H) = 6 mg/kg (23) (gefið sem bór) að teknu tilliti til reglugerðar um neysluvatn.
40400
010043-11-5
Bórnítríð
40570
000106-97-8
Bútan
40580
000110-63-4
1,4-bútandíól SFM(H) = 0,05 mg/kg (24)
41040
005743-36-2
Kalsíumbútýrat
41120
010043-52-4
Kalsíum klóríð
41280
001305-62-0
Kalsíumhýdroxíð
41520
001305-78-8
Kalsíumoxíð
41600
012004-14-7
037293-22-4
Kalsíumsúlfóalúmínat
41680
000076-22-2
Kamfóra (9)
41760
008006-44-8
Kandelillavax
41840
000105-60-2
Kaprólaktam SFM(H) = 15 mg/kg (5)
41960
000124-07-2
Kaprýlsýra
42160
000124-38-9
Koldíoxíð
42320
007492-68-4
Kolsýra, koparsalt SFM(H) = 30 mg/kg (7) (gefið upp sem kopar)
42500
-
Kolsýra, sölt
42640
009000-11-7
Karboxýlmetýlsellulósi
42720
008015-86-9
Karnubavax
42800
009000-71-9
Kasín
42960
064147-40-6
Laxerolía, vatnssneydd
43200
-
Laxerolía, mónó- og díglýseríð
43280
009004-34-6
Sellulósi
43300
009004-36-8
Sellulósa-asetóbútýrat
43360
068442-85-3
Sellulósi, endurunninn
43440
008001-75-0
Seresín
43515
-
Kólínesterklóríð af fitusýrum í kókosfeiti HMY = 0,9 mg/6 dm²
44160
000077-92-9
Sítrónusýra
44640
000077-93-0
Sítrónusýra, tríetýlester
45195
007787-70-4
Koparbrómíð SFM(H) = 30 mg/kg (7) (gefið upp sem kopar)
45200
001335-23-5
Koparjoðíð SFM(H) = 30 mg/kg (7) (gefið upp sem kopar) og SFM = 1 mg/kg (11) (gefið upp sem joð)
45280
-
Baðmullartrefjar
45450
068610-51-5
p-kresól-dísýklópentadíen-ísóbútýlen, fjölliða SFM = 0,05 mg/kg (1)
45560
014464-46-1
Kristóbalít
45760
000108-91-8
Sýklóhexýlamín
45920
009000-16-2
Dammar
45940
000334-48-5
n-dekansýra
46070
010016-20-3
alfa-Dextrín
46080
007585-39-9
beta-Dextrín
46375
061790-53-2
Kísilgúr
46380
068855-54-9
Kísilgúr (vatnað kísiltvíoxíð), vatnssnautt natríumkarbónat (flux-calcinated)
46480
032647-67-9
Díbensýlídensorbitól
46790
004221-80-1
3,5-dí-tert-bútýl-4-hýdroxýbensósýra, 2,4-dí-tert-bútýlfenýlester
46800
067845-93-6
3,5-dí-tert-bútýl-4-hýdroxýbensósýra, hexadesýlester
46870
003135-18-0
3,5-dí-tert-bútýl-4-hýdroxýbensýlfosfónsýra, díoktadesýlester
46880
065140-91-2
Mónóetýl-3,5-dí-tert-bútýl-4-hýdroxýbensýlfosfónat, kalsíumsalt SFM = 6 mg/kg
47210
26427-07-6
Díbútýlþíóstannínsýrufjölliða (= þíóbis(bútýl-tin súlfíð), fjölliða) Í samræmi við forskriftir í viðauka 5
47440
000461-58-5
Dísýanódíamíð
47540
027458-90-8
Dí-tert-dódekýl dísúlfíð SFM = 0,05 mg/kg
47680
000111-46-6
Díetýlenglýkól SFM(H) = 30 mg/kg (3)
48460
000075-37-6
1,1-díflúoretan
48620
000123-31-9
1,4-díhýdroxýbensen SFM = 0,6 mg/kg
48720
000611-99-4
4,4´-díhýdroxýbensófenon SFM(H) = 6 mg/kg (15)
49485
134701-20-5
2,4-dímetýl-6-(1-metýlpentadekýl)fenól SFM = 1 mg/kg
49540
000067-68-5
Dímetýlsúlfoxíð
51200
000126-58-9
Dípentaerýtrítól
51700
147315-50-2
2-(4,6-dífenýl-1,3,5-tríasín-2-ýl)-5-(hexýloxý)fenól SFM = 0,05 mg/kg
51760
025265-71-8
000110-98-5
Díprópýlenglýkól
52640
016389-88-1
Dólómít
52645
010436-08-5
cis-11-eikósenamíð
52720
000112-84-5
Erúkamíð
52730
000112-86-7
Erúkasýra
52800
000064-17-5
Etanól
53270
037205-99-5
Etýlkarboxýmetýlsellulósi
53280
009004-57-3
Etýlsellulósi
53360
000110-31-6
N,N´-etýlen-bis-óleamíð
53440
005518-18-3
N,N´-etýlen-bis-palmítamíð
53520
000110-30-5
N,N´-etýlen-bis-steramíð
53600
000060-00-4
Etýlendíamíntetraediksýra
53610
054453-03-1
Etýlendíamíntetraedikssýra, koparsalt SFM(H) = 30 mg/kg (7) (gefið upp sem kopar)
53650
000107-21-1
Etýlenglýkól SFM(H) = 30 mg/kg (3)
54005
005136-44-7
Etýlen-N-palmítamíð-N´-steramíð
54260
009004-58-4
Etýlhýdroxýetýlsellulósi
54270
-
Etýlhýdroxýmetýlsellulósi
54280
-
Etýlhýdroxýprópýlsellulósi
54300
118337-09-0
2,2´etýlídenbis(4,6-dí-tert-bútýlfenýl) flúorfosfónít SFM = 6 mg/kg
54450
-
Fita og olíur úr matvælum úr dýra- og jurtaríkinu
54480
-
Fitur og olíur, hertar, úr matvælum úr dýra- og jurtaríkinu
54930
025359-91-5
Formaldehýð-1-naftól, fjölliða [= pólý(1-hýdroxýnaftýl-metan)] SFM = 0,05 mg/kg
55040
000064-18-6
Maurasýra
55120
000110-17-8
Fúmarsýra
55190
029204-02-2
Gadóleinsýra
55440
009000-70-8
Gelatín
55520
-
Glertrefjar
55600
-
Örkúlur úr gleri (microballs)
55680
000110-94-1
Glútarsýra
55920
000056-81-5
Glýseról
56020
099880-64-5
Glýseróldíbehenat
56360
-
Glýseról, ediksýruesterar
56486
-
Glýseról, esterar af alifatískum, mettuðum, línulegum sýrum með sléttri tölu kolefnisatóma (C14-C18) og með alifatískum, ómettuðum, línulegum sýrum með sléttri tölu kolefnisatóma (C16-C18)
56487
-
Glýseról, bútýrsýruesterar
56490
-
Glýseról, erúkasýruesterar
56495
-
Glýseról, 12-hýdroxýstearínsýruesterar
56500
-
Glýseról, lárínsýruesterar
56510
-
Glýseról, línólsýruesterar
56520
-
Glýseról, mýristínsýruesterar
56540
-
Glýseról, olíusýruesterar
56550
-
Glýseról, palmitínsýruesterar
56565
-
Glýseról, nónansýruesterar
56570
-
Glýseról, própíónsýruesterar
56580
-
Glýseról, rikínólsýruesterar
56585
-
Glýseról, sterínsýruesterar
56610
030233-64-8
Glýserólmónóbehenat
56720
026402-23-3
Glýserólmónóhexanóat
56800
030899-62-8
Glýserólmónóláratdíasetat
56880
026402-26-6
Glýserólmónóoktanóat
57040
-
Glýserólmónóóleat, askorbínsýruesterar
57120
-
Glýserólmónóóleat, sítrónusýruesterar
57200
-
Glýserólmónópalmítat, askorbínsýruesterar
57280
-
Glýserólmónópalmítat, sítrónusýruesterar
57600
-
Glýserólmónósterat, askorbínsýruesterar
57680
-
Glýserólmónósterat, sítrónusýruesterar
57800
018641-57-1
Glýseról tríbehenat
57920
000620-67-7
Glýseróltríheptanóat
58300
-
Glýsín, sölt
58320
007782-42-5
Grafít
58400
009000-30-0
Gúargúmmí
58480
009000-01-5
Arabískt gúmmí
58720
000111-14-8
Heptansýra
59360
000142-62-1
Hexansýra
59760
019569-21-2
Húntít
59990
007647-01-0
Saltsýra

60030
012072-90-1
Hýdrómagnesít
60080
012304-65-3
Hýdrótalkít
60160
000120-47-8
4-hýdroxýbensósýra, etýlester
60180
004191-73-5
4-hýdroxýbensósýra, ísóprópýlester
60200
000099-76-3
4-hýdroxýbensósýra, metýlester
60240
000094-13-3
4-hýdroxýbensósýra, própýlester
60480
003864-99-1
2-(2´-hýdroxý-3,5´-dí-tert-bútýl-fenýl)-5-klórbensótríasól SFM(H) = 30 mg/kg (19)
60560
009004-62-0
Hýdroxýetýlsellulósi
60880
009032-42-2
Hýdroxýetýlmetýlsellulósi
61120
009005-27-0
Hýdroxýetýlsterkja
61390
037353-59-6
Hýdroxýmetýlsellulósi
61680
009004-64-2
Hýdroxýprópýlsellulósi
61800
009049-76-7
Hýdroxýprópýlsterkja
61840
000106-14-9
12-hýdroxýstearínsýra
62140
006303-21-5
Hýpófosfórsýrlingur
62240
001332-37-2
Járnoxíð
62450
000078-78-4
Ísópentan
62640
008001-39-6
Japanvax
62720
001332-58-7
Kaólín
62800
-
Kaólín, brennt
62960
000050-21-5
Mjólkursýra
63040
000138-22-7
Mjólkursýra, bútýlester
63280
000143-07-7
Lárínsýra
63760
008002-43-5
Lesitín
63840
000123-76-2
Levúlínsýra
63920
000557-59-5
Lignóserínsýra
64015
000060-33-3
Línólsýra
64150
028290-79-1
Línólensýra
64500
-
Lýsín, sölt
64640
001309-42-8
Magnesíumhýdroxíð
64720
001309-48-4
Magnesíumoxíð
64800
00110-16-7
Malínsýra SFM(H) = 30 mg/kg (4)
65020
006915-15-7
Eplasýra
65040
000141-82-2
Malónsýra
65520
000087-78-5
Mannitól
65920
66822-60-4
N-metakrýlóýloxýetýl-N,N dímetýl-N- karboxýmetýl ammóníum klóríð, natríum salt-oktadekýl metakrýlat-etýl metakrýlat-sýklóhexýl metakrýlat-N-vínýl-2-pýrrólídon, fjölliða
66200
037206-01-2
Metýlkarboxýmetýlsellulósi
66240
009004-67-5
Metýlsellulósi
66560
004066-02-8
2,2´metýlenbis(4-metýl-6-sýkló-hexýlfenól) SFM(H) = 3 mg/kg (6)
66580
000077-62-3
2,2´metýlenbis[4-metýl-6-(1-metýlsýkló-hexýl)fenól] SFM(H) = 3 mg/kg (6)
66640
009004-59-5
Metýletýlsellulósi
66695
-
Metýlhýdroxýmetýlsellulósi
66700
009004-65-3
Metýlhýdroxýprópýlsellulósi
66755
002682-20-4
2-metýl-4-ísóþíasólín-3-on SFM = ÓG (GM = 0,02 mg/kg, þar með talin greiningarvikmörk)
67120
012001-26-2
Flögusilíkat (mica)
67170
-
Blanda af (80 – 100% w/w) 5,7-dí-tert-bútýl-3-(3,4-dímetýlfenýl)-2(3H)-bensófúranón og (0 til 20% w/w)5,7-dí-tert-bútýl-3-(2,3-dí-metýlfenýl)-2(3H)-bensófúranon SFM = 5 mg/kg
67180
-
Blanda af (50% w/w) þalsýra, n-dekýl n-oktýl ester, (25% w/w) þalsýra dí-n-dekýl ester, (25% w/w) þalsýra dí-n-dekýl ester, og (25% w/w) þalsýra dí-n-oktýl ester SFM = 5 mg/kg (1)
67200
001317-33-5
Mólýbdendísúlfíð
67840
-
Montansýrur og/eða esterar þeirra með etýlenglýkóli og/eða með 1,3 bútandíól og/eða með glýseróli
67850
008002-53-7
Montanvax
67891
000544-63-8
Mýristínsýra
68040
003333-62-8
7-[2H-naftó-(1,2-D)tríasól-2-ýl]-3-fenýlkúmarín
68125
037244-96-5
Nefelínsýenít
68145
080410-33-9
2,2´,2´´-nítríló[tríetýl tris(3,3´,5,5´-tetra-tert-bútýl-1,1´-bí-fenýl-2,2´-díýl)fosfít] SFM = 5 mg/kg (summa fosfíts og fosfats)
68960
000301-02-0
Olíusýruamíð
69040
000112-80-1
Olíusýra
69760
000143-28-2
Óleýlalkóhól
70000
070331-94-1
2,2´-oxamídóbis[etýl-3-(3,5-dí-tert-bútýl-4-hýdroxýfenýl)-própíónat]
70240
012198-93-5
Ósókerít
70400
000057-10-3
Palmitínsýra
71020
000373-49-9
Palmitólsýra
71440
009000-69-5
Pektín
71600
000115-77-5
Pentaerýtrítól
71635
025151-96-6
Pentaerýtrítól díóleat SFM = 5 mg/kg. Ekki til nota í fjölliðum sem komast í snertingu við matvæli, enda er í viðauka 8 mælt fyrir um matvælahermi D fyrir þau matvæli.
71670
178671-58-4
Pentaerýtrítól tetrakis (2-sýanó-3,3-dífenýlakrýlat) SFM = 0,05 mg/kg
71680
006683-19-8
Pentaerýtrítól tetrakis[3-(3,5-dí-tert-bútýl-4-hýdroxýfenýl)-própíónat]
71720
000109-66-0
Pentan
72640
007664-38-2
Fosfórsýra
73160
-
Fosfórsýra, mónó og dí-n-alkýl (C16 og C18) esterar SFM = 0,05 mg/kg
73720
000115-96-8
Fosfórsýra, tríklóróetýl ester SFM = ÓG (GM = 0,02 mg/kg, þar með talin greiningarvikmörk)
74010
145650-60-8
Fosfórsýra, bis(2,4,-dí-tert-bútýl-6-metýlfenýl) etýl ester SFM = 5 mg/kg (summa fosfíts og fosfats)
74240
031570-04-4
Fosfórsýrlingur, tris(2,4-dí-tert-bútýfenýl) ester
74480
000088-99-3
o-þalsýra
76320
000085-44-9
þalanhýdríð
76721
009016-00-6
063148-62-9
Pólýdímetýlsíloxan (mólþungi > 6800) Í samræmi við forskriftir sem er mælt fyrir um í viðauka 5
76730
-
Pólýdímetýlsíloxan, gammahýdroxýprópýlat SFM = 6 mg/kg
76865
-
Pólýesterar af 1,2-própandíól og/eða 1,3- og/eða 1,4-bútandíóli og/eða pólýprópýlenglýkóli með adipínsýru, einnig með ediksýru eða fitusýrum (C10-C18) eða n-oktanól og/eða n-dekanóli í endastöðu SFM(H) = 30 mg/kg
76960
025322-68-3
Pólýetýlenglýkól
77600
061788-85-0
Pólýetýlenglýkól ester af hertri laxerolíu
77702
-
Pólýetýlenglýkól ester af alifatískum mónókarboxílsýrum (C6-C22) og ammóníum og natríum súlföt þeirra
77895
068439-49-6
Pólýetýlenglýkól (EO = 2-6) mónóalkýl (C16-C18) eter SFM = 0,05 mg/kg
79040
009005-64-5
Pólýetýlenglýkól-sorbítan-mónólárat
79120
009005-65-6
Pólýetýlenglýkól-sorbítan-mónóóleat
79200
009005-66-7
Pólýetýlenglýkól-sorbítan-mónópalmítat
79280
009005-67-8
Pólýetýlenglýkól-sorbítan-mónóstearat
79360
009005-70-3
Pólýetýlenglýkól-sorbítan-tríóleat
79440
009005-71-4
Pólýetýlenglýkól-sorbítan-trístearat
80240
029894-35-7
Pólýglýserólrísínóleat
80640
-
Pólýoxýalkýl(C2-C4)dímetýpólýsíloxan
80720
008017-16-1
Pólýfosfórsýrur
80800
025322-69-4
Pólýprópýlenglýkól
81220
192268-64-7
Pólý-6-N-(2,2,6,6-tetrametýl-4-piperdínýl) -n-bútýlamínó-1,3,5- tríasín-2,4-díýl(2,2,6,6-tetrametýl-4-piperdínýl)imínó-1,6-hexandíýl(2,2,6,6-tetrametýl-4-piperídínýl)imínóalfa-N,N,N´N´-tetrabútýl-N´´-(2,2,6,6-tetrametýl-4-piperdínýl)N´´6(2,2,6,6, tetrametýl-4-píperidínýlamínó)-hexýl1,3,5-tríasín-2,4,6-tríamín-ómega-N,N,N´,N´-tetrabútýl-1,3,5-tríasín-2,4-díamín SFM = 5 mg/kg
81515
087189-25-1
Pólý(sink glýserólat)
81520
007758-02-3
Kalíumbrómíð
81600
001310-58-3
Kalíumhýdroxíð
81760
-
Duft, flögur og trefjar úr látúni, bronsi, kopar, ryðfríu stáli, tini og málmblöndum kopars, tins og járns. SFM(H) = 30 mg/kg (7) (gefið upp sem kopar); SFM = 48 mg/kg (gefið upp sem járn)
81840
000057-55-6
1,2-própandíól
81882
000067-63-0
2-própanól
82000
000079-09-4
Própíónsýra
82080
009005-37-2
1,2-própýlenglýkólalgínat
82240
022788-19-8
1,2-própýlenglýkóldílárat
82400
000105-62-4
1,2-própýlenglýkóldíóleat
82560
033587-20-1
1,2-própýlenglýkóldípalmítat
82720
006182-11-2
1,2-própýlenglýkóldístearat
82800
027194-74-7
1,2-própýlenglýkólmónólárat
82960
001330-80-9
1,2-própýlenglýkólmónóóleat
83120
029013-28-3
1,2-própýlenglýkólmónópalmítat
83300
001323-39-3
1,2-própýlenglýkólmónóstearat
83320
-
Própýlhýdroxýetýlsellulósi
83325
-
Própýlhýdroxýmetýlsellulósi
83330
-
Própýlhýdroxýprópýlsellulósi
83440
002466-09-3
Pýrófosfórsýra
83455
013445-56-2
Pýrófosfórsýrlingur
83460
012269-78-2
Pýrófyllít
83470
014808-60-7
Kvarts
83599
068442-12-6
Hvarfefni olíusýru, 2-merkaptóetýl ester, með díklórdímetýltin, natríum súlfíð og tríklórmetýltin SFM(H) = 0,18 mg/kg (16) (gefið upp sem tin)
83610
073138-82-6
Resínsýrur og rósínsýrur
83840
008050-09-7
Rósín
84000
008050-31-5
Rósín, ester með glýseróli
84080
008050-26-8
Rósín, ester með pentaerýtrítóli
84210
065997-06-0
Rósín, vetnað
84240
065997-13-9
Rósín, vetnað, ester með glýserólí
84320
008050-15-5
Rósín, vetnað, ester með metanóli
84400
064365-17-9
Rósín, vetnað, ester með pentaerýtrítóli
84560
009006-04-6
Gúmmí, náttúrulegt
84640
000069-72-7
Salisýlsýra
85360
000109-43-3
Sebasik sýra, díbútýl ester
85600
-
Silíköt, náttúruleg
85610
-
Silíköt, náttúruleg, silýleruð (nema asbest)
85680
001343-98-2
Kísilsýra
85840
053320-86-8
Kísilsýra, litíum magnesíum natríumsalt SFM(H) = 0,6 mg/kg (8) (gefið upp sem litíum)
86000
-
Kísilsýra, silýleruð
86160
000409-21-2
Kísilkarbíð
86240
007631-86-9
Kísildíoxíð
86285
-
Silíkon díoxíð, silýleruð
86560
007647-15-6
Natríumbrómíð
86720
001310-73-2
Natríum hýdroxíð
87040
001330-43-4
Natríum tetrabórat SFM(H) = 6 mg/kg (23) (gefið upp sem bór) að teknu tilliti til reglugerðar um neysluvatn.
87200
000110-44-1
Sorbínsýra
87280
029116-98-1
Sorbítandíóleat
87520
062568-11-0
Sorbítanmónóbehenat
87600
001338-39-2
Sorbítanmónólárat
87680
001338-43-8
Sorbítanmónóóleat
87760
026266-57-9
Sorbítanmónópalmítat
87840
001338-41-6
Sorbítanmónóstearat
87920
061752-68-9
Sorbítantetrastearat
88080
026266-58-0
Sorbítantríóleat
88160
054140-20-4
Sorbítantrípalmítat
88240
026658-19-5
Sorbítantrístearat
88320
000050-70-4
Sorbitól
88600
026836-47-5
Sorbitólmónóstearat
88640
008013-07-8
Sojaolía, epoxuð Í samræmi við forskriftir sem er mælt fyrir um í viðauka 5
88800
009005-25-8
Sterkja, neysluhæf
88880
068412-29-3
Sterkja, vatnsrofin
88960
000124-26-5
Sterínamíð
89040
000057-11-4
Sterínsýra
89200
007617-31-4
Stearic sýra, koparsalt SFM(H) = 30 mg/kg (7) (gefið upp sem kopar)
89440
-
Sterínsýra, esterar með etýlenglýkól SFM(H) = 30 mg/kg (3)
90720
058446-52-9
Steróýlbensóýlmetan
90800
005793-94-2
Steróýl-2-laktýlsýra, kalsíumsalt
90960
000110-15-6
Rafsýra
91200
000126-13-6
Súkrósaasetat-ísóbútýrat
91360
000126-14-7
Súkrósaoktaasetat
91840
007704-34-9
Brennisteinn
91920
007664-93-9
Brennisteinssýra
92030
010124-44-4
Súlfúrsýra, koparsalt SFM(H) = 30 mg/kg (7) (gefið upp sem kopar)
92080
014807-96-9
Talk
92150
001401-55-4
Tannínsýra (sútunarsýra) Sbr. forskriftir JECFA
92160
000087-69-4
Vínsýra
92195
-
Tárín, sölt
92205
057569-40-1
Tereþalsýra, díester með 2,2´-metýlenbis(4-metýl-6-tert-bútýlfenól)
92350
000112-60-7
Tetraetýlenglýkól
92640
000102-60-3
N,N,N´,N´-Tetrakis(2-hýdroxýprópýl)etýlendíamín
92700
078301-43-6
2,2,4,4-tetrametýl-20-(2,3-epoxýprópýl)-7-oxa-3,20-díasadíspíró[5.1.11.2]-heneikósan-21-on, fjölliða SFM = 5 mg/kg
92930
120218-34-0
Þíódíetanólbis(5-metoxýkarbónýl-2,6-dímetýl-1,4-díhýdrópýridín-3-karboxýlat) SFM = 6 mg/kg
93440
013463-67-7
Títandíoxíð
93520
000059-02-9
010191-41-0
alfa-Tókóferól
93680
009000-65-1
Tragantgúmmí
93720
000108-78-1
2,4,6-tríamínó-1,3,5-tríasín SFM = 30 mg/kg
94320
000112-27-6
Tríetýlenglýkól
94960
000077-99-6
1,1,1-trímetýlólprópan SFM = 6 mg/kg
95200
001709-70-2
1,3,5-trímetýl-2,4,6-tris(3,5-dí-tert-bútýl-4-hýdroxýbensýl)bensen
95270
161717-32-4
2,4,6-tris(tert-bútýl)fenýl 2-bútýl- 2-etýl-1,3-própandíól fosfat SFM = 2 mg/kg (sem summa af fosfít, fosfat og vatnsrofnum myndefnum = TTBP)
95725
110638-71-6
Vermikúlít, myndefni með sítrónusýru, litíum salt SFM(H) = 0,6 mg/kg (8) (gefið upp sem litíum)
95855
007732-18-5
Vatn Í samræmi við reglugerð um neysluvatn
95859
-
Vax, hreinsað, unnið úr jarðolíu eða kolvatnsefnum unnum úr fóðurjurtum Í samræmi við forskriftir sem er mælt fyrir um í viðauka 5
95883
-
Hvítar parafínríkar olíur unnar úr hráefnum sem eru fengin úr kolvatnsefnum úr jarðolíu Í samræmi við forskriftir sem er mælt fyrir um í viðauka 5
95905
013983-17-0
Wollastónít
95920
Viðarmjöl og -trefjar, óunnið
95935
011138-66-2
Xantangúmmí
96190
020427-58-1
Sinkhýdroxíð
96240
001314-13-2
Sinkoxíð
96320
001314-98-3
Sinksúlfíð



Listi B
Ófullgerður listi aukefna sem vísað er til í 6. gr. þessarar reglugerðar.


Tilvísunar-
númer
CAS-númer
Efnaheiti
Takmarkanir og/eða forskriftir
30180
002180-18-9
Ediksýra, mangansalt SFM(H) = 0,6 mg/kg (10) (gefið upp sem mangan)
31520
061167-58-6
Akrýlsýra, 2-tert-bútýl-6-(3-tert-bútýl-2-hýdroxý-5-metýl-bensýl)-4-metýlfenýlester SFM = 6 mg/kg
31920
000103-23-1
Adipínsýra, bis(2-etýlhexýl)ester SFM = 18 mg/kg (1)
34230
-
Alkýl(C8-C22)súlfónsýra SFM = 6 mg/kg
35760
001309-64-4
Antímontríoxíð SFM = 0,02 mg/kg (gefið upp sem antímon og greiningarmörk innifalin)
36720
017194-00-2
Baríumhýdroxíð SFM(H) = 1 mg/kg (12) (gefið upp sem baríum)
36800
010022-31-8
Baríumnítrat SFM(H) = 1 mg/kg (12) (gefið upp sem baríum)
38240
000119-61-9
Bensófenon SFM = 0,6 mg/kg
38560
007128-64-5
2,5-bis(5-tert-bútýl-2-bensoxasólýl)þíófen SFM = 0,6 mg/kg
38700
063397-60-4
Bis(2-karbóbútoxýetýl)tin-bis(ísóoktýl merkaptóasetat) SFM = 18 mg/kg
38800
032687-78-8
N,N´-bis(3-(3,5-dí-tert-bútýl-4-hýdroxýfenýl) própíonýl)hýdrasíð SFM = 15 mg/kg
38820
026741-53-7
Bis(2,4-dí-tert-bútýlfenýl)pentaerýtrítól dífosfít SFM = 0,6 mg/kg
39060
035958-30-6
1,1-bis(2-hýdroxý-3,5-dí-tert-bútýl-fenýl)etan SFM = 5 mg/kg
39090
-
N,N-bis(2-hýdroxýetýl)alkýl(C8-C18)amín SFM(H) = 1,2 mg/kg (13)
39120
-
N,N-bis(2-hýdroxýetýl)alkýl(C8-C18)amín hýdróklóríð SFM(H) = 1,2 mg/kg (13) gefið upp sem tertamín (gefið upp án HCl)
40000
000991-84-4
2,4-bis(oktýlmerkaptó)-6-(4-hýdroxý-3,5-dí-tert-bútýlanilín)-1,3,5-tríasín SFM = 30 mg/kg
40020
110553-27-0
2,4-bis(oktýlþíómetýl)-6-metýlfenól SFM = 6 mg/kg
40160
061269-61-2
N,N´-bis(2,2,6,6-tetrametýl-4-piperídýl)hexametýlendíamín-1,2-díbrómóetan, fjölliða SFM = 2,4 mg/kg
40800
013003-12-8
4,4´-bútýlíden-bis(6-tert-bútýl-3-metýlfenýl-dítrídekýlfosfít) SFM = 6 mg/kg
40980
019664-95-0
Smjörsýra, mangansalt SFM(H) = 0,6 mg/kg (10) (gefið upp sem mangan)
42000
063438-80-2
(2-karbóbútoxýetýl)tin-tris(ísóoktýl merkaptoasetat) SFM = 30 mg/kg
42400
010377-37-4
Kolsýra, litíumsalt SFM(H) = 0,6 mg/kg (8) (gefið upp sem litíum)
42480
000584-09-8
Kolsýra, rúbidíumsalt SFM = 12 mg/kg
43600
004080-31-3
1-(3-klórallýl)-3,5,7-tríasa-1-asóníadamantenklóríð SFM = 0,3 mg/kg
43680
000075-45-6
Klórdíflúormetan SFM = 6 mg/kg og í samræmi við forskriftir í viðauka 5
44960
011104-61-3
Kóbaltoxíð SFM(H) = 0,05 mg/kg (14) (gefið upp sem kóbalt)
45440
-
Kresól, bútýlat, stýrenat SFM = 12 mg/kg
45650
006197-30-4
2-sýanó-3,3-dífenýlakrýlsýra, 2-etýlhexýlester SFM = 0,05 mg/kg
46720
004130-42-1
2,6-dí-tert-bútýl-4-etýlfenól HMY = 4,8 mg/6 dm²
47600
084030-61-5
Dí-n-dódekýltin bis(ísóoktýl merkaptóasetat) SFM = 12 mg/kg
48640
000131-56-6
2,4-díhýdroxýbensófenon SFM(H) = 6 mg/kg (15)
48800
000097-23-4
2,2´-díhýdroxý-5,5´-díklórdífenýlmetan SFM = 12 mg/kg
48880
000131-53-3
2,2´-díhýdroxý-4-metoxýbensófenon SFM(H) = 6 mg/kg (15)
49600
026636-01-1
Dímetýltin bis(ísóoktýl merkaptóasetat) SFM(H) = 0,18 mg/kg (16) (gefið upp sem tin)
49840
002500-88-1
Díoktadekýldísúlfíð SFM = 3 mg/kg
50160
-
Dí-n-oktýltinbis(n-alkýl(C10-C16) merkaptóasetat) SFM(H) = 0,04 mg/kg (17) (gefið upp sem tin)
50240
010039-33-5
Dí-n-oktýltinbis(2-etýlhexýlmaleat) SFM(H) = 0,04 mg/kg (17) (gefið upp sem tin)
50320
015571-58-1
Dí-n-oktýltinbis(2-etýlhexýlmerkaptóasetat) SFM(H) = 0,04 mg/kg (17) (gefið upp sem tin)
50360
-
Dí-n-oktýltinbis(etýlmaleat) SFM(H) = 0,04 mg/kg (17) (gefið upp sem tin)
50400
033568-99-9
Dí-n-oktýltinbis(ísóoktýlmaleat) SFM(H) = 0,04 mg/kg (17) (gefið upp sem tin)
50480
026401-97-8
Dí-n-oktýltinbis(ísóoktýlmerkaptóasetat) SFM(H) = 0,04 mg/kg (17) (gefið upp sem tin)
50560
-
Dí-n-oktýltin 1,4-bútandíól bis(merkaptóasetat) SFM(H) = 0,04 mg/kg (17) (gefið upp sem tin)
50640
003648-18-8
Dí-n-oktýltindílárat SFM(H) = 0,04 mg/kg (17) (gefið upp sem tin)
50720
015571-60-5
Dí-n-oktýltindímaleat SFM(H) = 0,04 mg/kg (17) (gefið upp sem tin)
50800
-
Dí-n-oktýltindímaleat, estrað SFM(H) = 0,04 mg/kg (17) (gefið upp sem tin)
50880
-
Dí-n-oktýltindímaleat, fjölliður (n = 2-4) SFM(H) = 0,04 mg/kg (17) (gefið upp sem tin)
50960
069226-44-4
Dí-n-oktýltinetýlenglýkól bis(merkaptóasetat) SFM(H) = 0,04 mg/kg (17) (gefið upp sem tin)
51040
015535-79-2
Dí-n-oktýltinmerkaptóasetat SFM(H) = 0,04 mg/kg (17) (gefið upp sem tin)
51120
-
Dí-n-oktýltinþíóbensóat 2-etýl-hexýl merkaptóasetat SFM(H) = 0,04 mg/kg (17) (gefið upp sem tin)
51570
000127-63-9
Dífenýlsúlfon SFM(H) = 3 mg/kg (25)
51680
000102-08-9
N,N´-dífenýlþíóþvagefni SFM = 3 mg/kg
52000
027176-87-0
Dódekýlbensensúlfónsýra SFM = 30 mg/kg
52320
052047-59-3
2-(4-dódekýlfenýl)indól SFM = 0,06 mg/kg
52880
023676-09-7
4-etoxýbensósýra, etýlester SFM = 3,6 mg/kg
53200
023949-66-8
2-etoxý-2´-etýloxanilíð SFM = 30 mg/kg
58960
000057-09-0
Hexadekýltrímetýlammóníumbrómíð SFM = 6 mg/kg
59120
023128-74-7
1,6-hexametýlen-bis(3-(3,5-dí-tert-bútýl-4-hýdroxýfenýl)própínóamíð) SFM = 45 mg/kg
59200
035074-77-2
1,6-hexametýlen-bis(3-(3,5-dí-tert-bútýl-4-hýdroxýfenýl)própíonat) SFM = 6 mg/kg
60320
070321-86-7
2- [2-hýdroxý-3,5-bis(1,1-dímetýl-bensýl)fenýlbensótríasól SFM = 1,5 mg/kg
60400
003896-11-5
2-(2´-hýdroxý-3´-tert-bútýl-5´-metýlfenýl)-5-klórbensótríasól SFM(H) = 30 mg/kg (19)
60800
065447-77-0
1-(2-hýdroxýetýl)-4-hýdroxý-2,2,6,6-tetrametýl piperdín-rafsýra, dímetýl ester, fjölliða SFM = 30 mg/kg
61280
003293-97-8
2-hýdroxý-4-n-hexýloxýbensófenon SFM(H) = 6 mg/kg (15)
61360
000131-57-7
2-hýdroxý-4-metoxýbensófenon SFM(H) = 6 mg/kg (15)
61440
002440-22-4
2-(2´-hýdroxý-5´-metýlfenýl)bensótríasól SFM(H) = 30 mg/kg (19)
61600
001843-05-6
2-hýdroxý-4-n-oktýloxýbensófenon SFM(H) = 6 mg/kg (15)
63200
051877-53-3
Mjólkursýra, mangansalt SFM(H) = 0,6 mg/kg (10) (gefið upp sem mangan)
64320
010377-51-2
Litíumjoðíð SFM(H) = 1 mg/kg (11) (gefið upp sem joð) og SFM(H) = 0,6 mg/kg (8) (gefið upp sem litíum)
65120
007773-01-5
Manganklóríð SFM(H) = 0,6 mg/kg (10) (gefið upp sem mangan)
65200
012626-88-9
Manganhýdroxíð SFM(H) = 0,6 mg/kg (10) (gefið upp sem mangan)
65280
010043-84-2
Manganhýpófosfít SFM(H) = 0,6 mg/kg (10) (gefið upp sem mangan)
65360
011129-60-5
Manganoxíð SFM(H) = 0,6 mg/kg (10) (gefið upp sem mangan)
65440
-
Manganpýrófosfít SFM(H) = 0,6 mg/kg (10) (gefið upp sem mangan)
66360
085209-91-2
2,2´-metýlenbis(4,6-dí-tert-bútýl-fenýl)natríumfosfat SFM = 5 mg/kg
66400
000088-24-4
2,2´-metýlenbis(4-etýl-6-tert-bútýl-fenól) SFM(H) = 1,5 mg/kg (20)
66480
000119-47-1
2,2´-metýlenbis(4-metýl-6-tert-bútýlfenól) SFM(H) = 1,5 mg/kg (20)
67360
067649-65-4
Mónó-n-dódekýltintris(ísóoktýlmerkaptóasetat) SFM = 24 mg/kg
67520
054849-38-6
Mónómetýltin tris (ísóoktýl merkaptóasetat) SFM(H) = 0,18 mg/kg (16) (gefið upp sem tin)
67600
-
Mónó-n-oktýltintris(alkýl(C10-C16)-merkaptóasetat) SFM(H) = 1,2 mg/kg (18) (gefið upp sem tin)
67680
027107-89-7
Mónó-n-oktýltintris(2-etýlhexýlmerkaptóasetat) SFM(H) = 1,2 mg/kg (18) (gefið upp sem tin)
67760
026401-86-5
Mónó-n-oktýltintris(ísóoktýlmerkaptóasetat) SFM(H) = 1,2 mg/kg (18) (gefið upp sem tin)
68078
027253-31-2
Neódekanósýra, kóbaltsalt SFM(H) = 0,05 mg/kg (gefið upp sem neódekanósýra) og SFM(H) = 0,05 mg/kg (14) (gefið upp sem kóbalt). Ekki ætlað til notkunar í fjölliður sem snerta matvæli og matvælahermir D á við um sbr. viðauka 8
68320
002082-79-3
Oktadekýl 3-(3,5-dí-tert-bútýl-4-hýdroxýlfenýl)própíonat SFM = 6 mg/kg
68400
010094-45-8
Oktadekýlerúkamíð SFM = 5 mg/kg
68860
004724-48-5
n-Oktýlfosfónínsýra SFM = 0,05 mg/kg
69840
016260-09-6
Óleýlpalmítamíð SFM = 5 mg/kg
72160
000948-65-2
2-fenýlindól SFM = 15 mg/kg
72800
001241-94-7
Fosfórsýra, dífenýl 2-etýl-hexýlester SFM = 2,4 mg/kg
73040
013763-32-1
Fosfórsýra, litíumsalt SFM(H) = 0,6 mg/kg (8) (gefið upp sem litíum)
73120
010124-54-6
Fosfórsýra, mangansalt SFM(H) = 0,6 mg/kg (10) (gefið upp sem mangan)
74400
-
Fosfórsýra, tris(nonýl-og/eða dímónýlfenýl) ester SFM = 30 mg/kg
77440
-
Pólýetýlenglýkóldírísínóleat SFM = 42 mg/kg
77520
061791-12-6
Pólýetýlenglýkólester af laxerolíu SFM = 42 mg/kg
78320
009004-97-1
Pólýetýlenglýkólmónórísínóleat SFM = 42 mg/kg
81200
071878-19-8
Pólý6-(1,1,3,3-tetrametýlbútýl)amínó-1,3,5-tríasín-2,4-díýl-(2,2,6,6-tetrametýl-4-piperídýl)-imínóhexametýlen(2,2,6,6-tetra-metýl-4-piperídýl)imínó SFM = 3 mg/kg
81680
007681-11-0
Kalíumjoðíð SFM(H) = 1 mg/kg (11) (gefið upp sem joð)
82020
019019-51-3
Própíonsýra, kóbaltsalt SFM(H) = 0,05 mg/kg (14) (gefið upp sem kóbalt)
83595
119345-01-6
Myndefni dí-tert-bútýl-fosfónít með bífenýl, fengið með þéttingu á 2,4-dí-tert-bútýl-fenól með Friedel Craft myndefni af fosfór tríklóríð og bífenýl SFM = 18 mg/kg og í samræmi við forskriftir í viðauka 5
83700
000141-22-0
Rísínólsýra SFM = 42 mg/kg
84800
000087-18-3
Salisýlsýra, 4- tert-bútýlfenýlester SFM = 12 mg/kg
84880
000119-36-8
Salisýlsýra, metýlester SFM = 30 mg/kg
85760
012068-40-5
Kísilsýra, litíumálsalt (2:1:1) SFM(H) = 0,6 mg/kg (8) (gefið upp sem litíum)
85920
012627-14-4
Kísilsýra, litíumsalt SFM(H) = 0,6 mg/kg (8) (gefið upp sem litíum)
86800
007681-82-5
Natríumjoðíð SFM(H) = 1 mg/kg (11) (gefið upp sem joð)
86880
-
Natríummónóalkýldíalkýlfenoxý-bensendísúlfonat SFM = 9 mg/kg
89170
013586-84-0
Sterínsýra, kóbaltsalt SFM(H) = 0,05 mg/kg (14) (gefið upp sem kóbalt)
92000
07727-43-7
Brennisteinssýra, baríumsalt SFM(H) = 1 mg/kg (12) (gefið upp sem baríum)
92320
-
Tetradekýl-pólýetýlenglýkól (EO = 3-8) eter af glýkólsýru SFM = 15 mg/kg
92560
038613-77-3
Tetrakís(2,4-dí-tert-bútýl-fenýl)-4,4´-bífenýlýlendífosfónít SFM = 18 mg/kg
92800
000096-69-5
4,4´-þíóbis(6-tert-bútýl-3-metýl-fenól) SFM = 0,48 mg/kg
92880
041484-35-9
Þíódíetanólbis(3-(3,5-dí-tert-bútýl-4-hýdroxýfenýl)própíonat) SFM = 2,4 mg/kg
93120
000123-28-4
Þíódíprópíonsýra, dídódekýlester SFM(H) = 5 mg/kg (21)
93280
00693-36-7
Þíódíprópíonsýra, díoktadekýlester SFM(H) = 5 mg/kg (21)
94560
000122-20-3
Tríísóprópanólamín SFM = 5 mg/kg
95000
028931-67-1
Trímetýlólprópan trímetakrýlat-metýl metakrýlatfjölliða
95280
040601-76-1
1,3,5-tris(4-tert-bútýl-3-hýdroxý-2,6-dímetýlbensýl)-1,3,5-tríasín-2,4,6(1H,3H,5H)-tríon SFM = 6 mg/kg
95360
027676-62-6
1,3,5-tris(3,5-dí-tert-bútýl-4-hýdroxý-bensýl)-1,3,5-tríasín-2,4,6-(1H,3H,5H)-tríon SFM = 5 mg/kg
95600
001843-03-4
1,1,3-tris(2-metýl-4-hýdroxý-5-tert-bútýlfenýl)bútan SFM = 5 mg/kg




VIÐAUKI 4
Vörur fengnar með gerjun.

Tilvísunar-
númer
Cas-númer
Efnaheiti
Takmarkanir og/eða
forskriftir
18888
080181-31-3
3-hýdroxýbútasýra-3-hýdroxýpentansýra, fjölliða SFM(H) = 0,05 mg/kg fyrir krótonsýru (sem óhreinindi) og í samræmi við forskriftir sem er mælt fyrir um í 5 viðauka.




VIÐAUKI 5 A
Almennar forskriftir.

Efni og hlutir sem framleidd eru með notkun á arómatískum ísósýanötum eða litarefnum útbúnum með díasó-tengingu skulu ekki losa frá sér eingreind arómatísk amín (gefin upp sem anilín) yfir greiningarmörkum (GM = 0,02 mg/kg af matvælum eða matvælahermi, greiningarvikmörk innifalin). Undanskilin eru þó flæðigildi fyrir eingreind arómatísk amín sem eru á listum í reglugerð þessari.



VIÐAUKI 5 B
Aðrar forskriftir.

Tilvísunar-
númer
Aðrar forskriftir
16690
Dívínýlbensen
Það má innihalda allt upp í 40% Etýlvínýlbensen
18888
3-hýdroxýbútansýra-3-hýdroxýpentansýra, fjölliða

Skilgreining  Þessar fjölliður eru framleiddar með stýrðri gerjun með Alcaligenes eutrophus þar sem kolefnisgjafinn er blanda af glúkósa og própansýru. Lífveran sem er notuð er ekki erfðabreytt, heldur er hún komin af einni frumu af villigerð Alcaligenes eutrophus, stofni H16 NCIMB 10442. Frumstofn lífverunnar er geymdur frostþurrkaður í ampúlum. Unnið er með stofna sem fengnir eru frá frumstofninum, geymdir í fljótandi köfnunarefni og notaðir til að sá í gerjunartankinn. Sýni úr gerjunartanki eru rannsökuð daglega bæði með smásjá og leitað er eftir breytingum á lögun kólonía á mismunandi ætum og við mismunandi hitastig. Fjölliðurnar eru einangraðar úr hitameðhöndluðum gerlum með stýrðri sundrun á öðrum frumuhlutum, þvotti og þurrkun. Þessar fjölliður eru venjulega á formi samsettra korna, mótuðum úr bráðnu efni, sem innihalda aukefni á borð við kyrni (nucleating agents), mýkingarefni, fylliefni, varðveisluefni og fastlitarefni sem öll samræmast almennum og einstökum forskriftum.- Efnaheiti  Pólý(3-D-hýdroxýbútanat-co-3-D-hýdroxýbútanat)

- CAS-númer  80181-31-3

- Byggingarformúla
    CH3
|
CH3   O   CH2   O
 |    ||     |    ||
  (-O-CH-CH2-C)m-(O-CH-CH2-C-)n
  þar sem n/(m + n) er stærra en 0
  og minna eða jafnt 0,25
- Meðalmólþungi  Ekki undir 150 000 daltonum (mælt með gagnvökvaskiljun (gel permeation chromatography))- Innihald  Ekki undir 98% pólý(3-D-hýdroxýbútanóat-co-3-D-hýdroxýpentanóat) greint eftir vatnsrof sem blanda af 3-D-hýdroxýbútansýru og 3-D-hýdroxýpentansýru- Lýsing  Hvítt eða beinhvítt duft að lokinni aðgreiningu frá öðrum efnum

- Eiginleikar

- Sanngreiningarprófanir:

- Leysni  Leysanleg í klóruðum kolvatnsefnum á borð við klóróform og díklórmetan, en nánast óleysanleg í etanóli, alifatískum alkönum og vatni- Flæði  Flæði krótonsýru má ekki vera meira en 0,05 mg/kg matvæla

- Hreinleiki  Fyrir kyrningu skal fjölliðuduftið í hráefninu innihalda:
- Köfnunarefni  Ekki meira en 2500 mg/kg af plasti
- Sink  Ekki meira en 100 mg/kg af plasti
- Kopar  Ekki meira en 5 mg/kg af plasti
- Blý  Ekki meira en 2 mg/kg af plasti
- Arsen  Ekki meira en 1 mg/kg af plasti
- Króm  Ekki meira en 1 mg/kg af plasti
23547
Pólýdímetýlsíloxan (mólþungi>6800)
Seigja að lágmarki 100 x 10-6 m²/s (= 100 sentístók) við 25°C
25385
Tríallýlamín
40 mg/kg af hlaupi að hámarksmagninu 1,5 grömm af hlaupi fyrir hvert kg matvæla. Aðeins til nota í hlaupi sem er ekki ætlað að komast í beina snertingu við matvæli
38320
4-(2-bensoxalólýl)-4´-(5-metýl-2-bensoxasólýl) stilben
Ekki meira en 0,05% w/w (magn efnis sem er notað/magn í efnablöndunni)
43680
Klórdíflúormetan
Innihald klóróflúormetan minni en 1 mg/kg af efninu
47210
Díbútýlþíóstannínsýru fjölliða
Sameindar eining = (C8H18S3Sn2)n (n = 1,5-2)
76721
Pólýdímetýlsíloxan (mólþungi >6800)
Seigja að lágmarki 100 x 10-6 m²/s (= 100 sentístók) við 25°C
83595
Myndefni af dí-tert-bútýlfosfónít með bífenýl, fengið með þéttingu á 2,4-dí-tert-bútýlfenól með Friedel Craft myndefni af fosfór tríklóríð og bífenýl

Samsetning
- 4,4´-bífenýl-bis0,0-bis(2,4-dí-tert-bútýlfenýl)fosfónít (CAS-nr. 38613-77-3) (36-46% w/w (1))
- 4,3´-bífenýl-bis0,0-bis(2,4-dí-tert-bútýlfenýl)fosfónít (CAS-nr. 118421-00-4) (17-13% w/w)
- 3,3´-bífenýl-bis0,0-bis(2,4-dí-tert-bútýlfenýl)fosfónít (CAS-nr. 118421-01-5) (1-5% w/w)
- 4-bífenýl-bis0,0-bis(2,4-dí-tert-bútýlfenýl)fosfónít (CAS-nr. 91362-37-7) (11-19% w/w)
- Tris(2,4-dí-tert-bútýlfenýl)fosfónít (CAS-nr. 31570-04-4) (9-18% w/w)
- 4,4´-bífenýl-bis-0,0-bis(2,4-dí-tert-bútýlfenýl)fosfónat-0,0-bis(2,4-dí-tert-bútýl-fenýl)fosfónít (CAS-nr. 112949-97-0) (<5% w/w)
Aðrar forskriftir
- Fosfórinnihald lágmark 5,4% - 5,9%
- Sýrugildi að hámarki 10 mg KOH á hvert gramm
- Bræðsla á bilinu 85-110°C
88640
Sojaolía, epoxuð
Oxíran <8%, joðtala < 6
95859
Vax, hreinsað, unnið úr jarðolíu eða hráefnum sem eru tilbúin kolvatnsefni
Varan skal hafa eftirfarandi forskrift:
Innihalda kolvatnsefni úr jarðolíu, sem hafa lægri kolefnistölu en 25: ekki meira en 5% (w/w)
Seigja ekki minni en 11 x 10-6 m²/s (= 11 sentístók) við 100°C.
Meðalmólþungi ekki minni en 500
95883
Hvítar, parafínríkar olíur unnar úr hráefnum sem eru fengin úr kolvatnsefnum úr jarðolíu
Varan skal hafa eftirfarandi forskrift:
Innihald kolvatnsefna úr jarðolíu, sem hafa lægri kolefnistölu en 25: ekki meira en 5% (w/w)
Seigja ekki minni en 8,5 x 10-6 m²/s (= 8,5 sentístók) við 100°C.
Meðalmólþungi ekki minni en 480




VIÐAUKI 6
Merkingar talna sem eru gefnar í sviga
í dálkinum "Takmarkanir og/eða forskriftir".

1) Viðvörun: hætta er á að farið sé yfir SFM þegar um er að ræða fituríkan matvælahermi.
2) SFM(H) í þessu sérstaka tilviki merkir að summan af flæði eftirfarandi efna, sem eru tilgreind með tilvísunarnúmerum 10060 og 23920, má ekki vera umfram takmörkunina.
3) SFM(H) í þessu sérstaka tilviki merkir að summan af flæði eftirfarandi efna, sem eru tilgreind með tilvísunarnúmerum 15760, 16990, 47680, 53650 og 89440, má ekki vera umfram takmörkunina.
4) SFM(H) í þessu sérstaka tilviki merkir að summan af flæði eftirfarandi efna, sem eru tilgreind með tilvísunarnúmerum 19540, 19960 og 64800, má ekki vera umfram takmörkunina.
5) SFM(H) í þessu sérstaka tilviki merkir að summan af flæði eftirfarandi efna, sem eru tilgreind með tilvísunarnúmerum 14200, 14230 og 41840, má ekki vera umfram takmörkunina.
6) SFM(H) í þessu sérstaka tilviki merkir að summan af flæði eftirfarandi efna, sem eru tilgreind með tilvísunarnúmerum 66560 og 66580, má ekki vera umfram takmörkunina.
7) SFM(H) í þessu sérstaka tilviki merkir að summan af flæði eftirfarandi efna, sem eru tilgreind með tilvísunarnúmerum 30080, 42320, 45195, 45200, 53610, 81760, 89200 og 92030, má ekki vera umfram takmörkunina.
8) SFM(H) í þessu sérstaka tilviki merkir að summan af flæði eftirfarandi efna, sem eru tilgreind með tilvísunarnúmerum 42400, 64320, 73040, 85760, 85840, 85920 og 95725, má ekki vera umfram takmörkunina.
9) Viðvörun: hætta er á að flæði efnisins rýri skynmatseinkenni matvælanna og því er einnig hætta á að fullunnin varan samræmist ekki 4. gr. í reglugerð um efni og hluti sem ætlað er að snerta matvæli.
10) SFM(H) í þessu sérstaka tilviki merkir að summan af flæði eftirfarandi efna, sem eru tilgreind með tilvísunarnúmerum 30180, 40980, 63200, 65120, 65200, 65280, 65360, 65440 og 73120, má ekki vera umfram takmörkunina.
11) SFM(H) í þessu sérstaka tilviki merkir að summan af flæði eftirfarandi efna, sem eru tilgreind með tilvísunarnúmerum 45200, 64320, 81680 og 86800, má ekki vera umfram takmörkunina.
12) SFM(H) í þessu sérstaka tilviki merkir að summan af flæði eftirfarandi efna, sem eru tilgreind með tilvísunarnúmerum 36720, 36800, 36840 og 92000, má ekki vera umfram takmörkunina.
13) SFM(H) í þessu sérstaka tilviki merkir að summan af flæði eftirfarandi efna, sem eru tilgreind með tilvísunarnúmerum 39090 og 39120, má ekki vera umfram takmörkunina.
14) SFM(H) í þessu sérstaka tilviki merkir að summan af flæði eftirfarandi efna, sem eru tilgreind með tilvísunarnúmerum 44960, 68078, 82020 og 89170, má ekki vera umfram takmörkunina.
15) SFM(H) í þessu sérstaka tilviki merkir að summan af flæði eftirfarandi efna, sem eru tilgreind með tilvísunarnúmerum 15970, 48640, 48720, 48880, 61280, 61360 og 61600, má ekki vera umfram takmörkunina.
16) SFM(H) í þessu sérstaka tilviki merkir að summan af flæði eftirfarandi efna, sem eru tilgreind með tilvísunarnúmerum 49600, 67520 og 83599, má ekki vera umfram takmörkunina.
17) SFM(H) í þessu sérstaka tilviki merkir að summan af flæði eftirfarandi efna, sem eru tilgreind með tilvísunarnúmerum 50160, 50240, 50320, 50360, 50400, 50480, 50560, 50640, 50720, 50800, 50880, 50960, 51040 og 51120, má ekki vera umfram takmörkunina.
18) SFM(H) í þessu sérstaka tilviki merkir að summan af flæði eftirfarandi efna, sem eru tilgreind með tilvísunarnúmerum 67600, 67680 og 67760 má ekki vera umfram takmörkunina.
19) SFM(H) í þessu sérstaka tilviki merkir að summan af flæði eftirfarandi efna, sem eru tilgreind með tilvísunarnúmerum 60400, 60480 og 61440, má ekki vera umfram takmörkunina.
20) SFM(H) í þessu sérstaka tilviki merkir að summan af flæði eftirfarandi efna, sem eru tilgreind með tilvísunarnúmerum 66400 og 66480, má ekki vera umfram takmörkunina.
21) SFM(H) í þessu sérstaka tilviki merkir að summan af flæði eftirfarandi efna, sem eru tilgreind með tilvísunarnúmerum 93120 og 93280, má ekki vera umfram takmörkunina.
22) SFM(H) í þessu sérstaka tilviki merkir að summan af flæði eftirfarandi efna, sem eru tilgreind með tilvísunarnúmerum 17260 og 18670, má ekki vera umfram takmörkunina.
23) SFM(H) í þessu sérstaka tilviki merkir að summan af flæði eftirfarandi efna, sem eru tilgreind með tilvísunarnúmerum 13620, 36840, 40320 og 87040, má ekki vera umfram takmörkunina.
24) SFM(H) í þessu sérstaka tilviki merkir að summan af flæði eftirfarandi efna, sem eru tilgreind með tilvísunarnúmerum 13720 og 40580, má ekki vera umfram takmörkunina.
25) SFM(H) í þessu sérstaka tilviki merkir að summan af flæði eftirfarandi efna, sem eru tilgreind með tilvísunarnúmerum 16650 og 51570, má ekki vera umfram takmörkunina.
26) SFM(H) í þessu sérstaka tilviki merkir að summan af flæði eftirfarandi efna, sem eru tilgreind með tilvísunarnúmerum 14950, 15700, 16240, 16570, 16600, 16630, 18640, 19110, 22332, 22420, 22570, 25210, 25240 og 25270, má ekki vera umfram takmörkunina.



VIÐAUKI 7
Grundvallarreglur um flæðiprófanir.

1. Flæðiprófanir sem notaðar eru til að ákvarða sértækt flæði og heildarflæði eru gerðar með matvælahermi sem mælt er fyrir um í 1. hluta þessa viðauka og við skilyrði sem eru tilgreind í 2. hluta viðaukans.
2. Ef flæðipróf með matvælahermi D í 1. hluta þessa viðauka eru óhentug vegna tæknilegra erfiðleika við greiningu skal framkvæma prófanir eins og sagt er til um í 3. hluta.
3. Í stað flæðiprófana með matvælahermi D er einnig heimilt að nota önnur flæðipróf sem fram koma í 4. hluta ef skilyrðum þar um er fullnægt.
4. Í framangreindum flæðiprófum er leyfilegt að:
a) Framkvæma aðeins þær prófanir sem, samkvæmt vísindalegum gögnum, í hverju tilviki teljast til verstu aðstæðna;
b) sleppa prófunum þegar sönnun liggur fyrir á því að flæði fari ekki yfir leyfileg mörk við fyrirsjáanlegar notkunaraðstæður plastsins.

1. hluti
Matvælahermar.
1. Inngangur.
Þar sem ekki er alltaf unnt að nota matvæli til þess að mæla efni og hluti sem komast í snertingu við matvæli eru matvælahermar notaðir. Venja er að flokka matvælaherma þannig að þeir hafi einkenni einnar eða fleiri tegunda matvæla. Matvælategundirnar og matvælahermarnir sem nota ber eru tilgreindar í töflu 1. Í raun er unnt að nota ýmsar blöndur matvælategunda, til dæmis fiturík og vatnsrík matvæli. Þeim er lýst í töflu 2 og tilgreint hvaða matvælahermi ber að velja þegar flæðiprófanir eru gerðar.
Tafla 1: Matvælahermar til notkunar við prófanir á efnaflæði úr efnum og hlutum úr plasti.
Matvælategund
Flokkun
Matvælahermar
Stytting
Vatnskennd matvæli með pH > 4,5 Matvæli samanber viðauka 8 Eimað eða afjónað vatn Matvælahermir A
Súr matvæli með pH £ 4,5 Matvæli samanber viðauka 8 3% (w/v) ediksýrulausn Matvælahermir B
Áfeng matvæli Matvæli samanber viðauka 8 10% (v/v) etanóllausn Matvælahermir C
Feit matvæli Matvæli samanber viðauka 8 Hreinsuð ólífuolía eða aðrir fituhermar Matvælahermir D
Þurr matvæli Enginn Engin
2. Val á matvælahermi.
2.1. Efni og hlutir sem ætlað er að komast í snertingu við allar tegundir matvæla.
Við prófanir ber að nota þá matvælaherma sem um getur hér á eftir, en þær prófanir eru taldar strangar og skulu gerðar við skilyrði sem eru tilgreind í 2. hluta, þar sem nýtt sýni úr efnum og hlutum úr plasti er prófað fyrir hvern matvælahermi:
3% ediksýra (w/v) í vatnslausn;
10% etanól (v/v) í vatnslausn;
hreinsuð ólífuolía ("matvælahermir D").
Í stað matvælahermis D er þó heimilt að nota tilbúna blöndu þríglýseríða eða sólblómaolíu eða maísolíu samkvæmt stöðluðum forskriftum. Sé farið yfir flæðimörkin þegar einhver þessara fituríku matvælaherma eru notaður ber að staðfesta niðurstöðuna með því að nota ólífuolíu, verði því tæknilega komið við, til þess að skera úr um hvort ákvæði þessarar reglugerðar séu virt. Ef ekki er unnt að afla þessara upplýsinga af tæknilegum ástæðum og efnið eða hluturinn fer yfir flæðimörkin skal litið svo á að ákvæði þessarar reglugerðar séu ekki virt.
2.2. Efni og hlutir sem ætlað er að komast í snertingu við ákveðnar matvælategundir.
Gildir aðeins við eftirfarandi aðstæður:
a) þegar efni eða hlutur er þegar í snertingu við þekkt matvæli;
b) þegar efni eða hlut fylgja sérstakar upplýsingar, skv. 6., 7., 8. og 10. gr. reglugerðar um efni og hluti sem ætlað er að snerta matvæli, skal þar koma fram fyrir hvaða matvælategundir efnið eða hluturinn er ætlað(ur) (sjá töflu 1). Til dæmis "aðeins fyrir vatnsrík matvæli";
c) þegar efni eða hlut fylgja sérstakar upplýsingar, skv. 6., 7., 8. og 10. gr. reglugerðar um efni og hluti sem ætlað er að snerta matvæli, skal þar koma fram fyrir hvaða matvæli eða matvælaflokka heimilt eða óheimilt er að nota efnið eða hlutinn fyrir (sjá viðauka 8). Þessar upplýsingar skulu koma fram:
i) á öðrum stigum markaðssetningar en smásölu þannig að notað sé "tilvísunarnúmerið" eða sú "lýsing á matvælum" sem fram kemur í viðauka 8;
ii) á smásölustigi þannig að notaðar séu upplýsingar sem eiga einungis við um fáar tegundir matvæla eða matvælaflokka, helst með auðskildum dæmum.
Í þessum tilvikum skulu prófanir gerðar með þeim hætti að í tilviki b eru notaðir þeir matvælahermar sem teknir eru sem dæmi í töflu 2 og í tilvikum a og c þeir matvælahermar sem um getur í viðauka 8. Ef matvæli eða matvælaflokkur/(-ar) er/eru ekki á listanum, í viðauki 8 skal velja þann matvælahermi í töflu 2 sem svarar best til þeirra matvæla eða matvælaflokka sem verið er að rannsaka.
Ef efninu eða hlutnum er ætlað að komast í snertingu við margs konar matvæli eða matvælaflokk(a) með mismunandi leiðréttingarþætti skal beita viðeigandi leiðréttingarþáttum á niðurstöðurnar. Fari niðurstöður slíkra útreikninga einu sinni eða oftar yfir mörkin hæfir efnið eða hluturinn ekki viðkomandi matvælum eða matvælaflokk(um).
Prófanir ber að gera við þau skilyrði sem eru tilgreind í 2. hluta þessa viðauka, þar sem nýtt sýni er prófað fyrir hvern matvælahermi:
Tafla 2: Matvælahermar til notkunar í sérstökum tilvikum til að mæla efnaflæði úr efnum og hlutum úr plasti sem ætlað er að snerta matvæli.
Matvæli
Matvælahermir
Aðeins vatnskennd matvæli
A
Aðeins súr matvæli
B
Aðeins áfeng matvæli
C
Aðeins feit matvæli
D
Öll vatnskennd og súr matvæli
B
Öll áfeng og vatnskennd matvæli
C
Öll áfeng og súr matvæli
C og B
Öll feit og vatnskennd matvæli
D og A
Öll feit og súr matvæli
D og B
Öll feit, áfeng og vatnskennd matvæli
D og C
Öll feit, áfeng og súr matvæli
D, C og B

2. hluti
Skilyrði við flæðiprófanir
(tímalengd og hitastig).

1. Við flæðiprófanir skal velja tímalengd og hitastig sem eru tilgreind í töflu 3 og samsvara verstu hugsanlegu snertingarskilyrðum og upplýsingum sem fram koma um hámarkshitastig við notkun. Ef plastefninu eða -hlutnum er ætlað að komast í snertingu við matvæli við notkun, þar sem stuðst er við tvær eða fleiri mismunandi tíma- og hitastigssamsetningar í töflunni, skal flæðiprófun gerð með þeim hætti að efnið eða hluturinn sé prófaður við öll verstu hugsanlegu skilyrði, hvert á eftir öðru, og sami skammtur matvælahermis notaður.
2. Snertingarskilyrði sem eru almennt talin ströngust.
Í samræmi við þá almennu viðmiðun að takmarka beri ákvörðun flæðis við þau skilyrði sem eru talin fullnægja ströngustu kröfum, byggðum á vísindarannsóknum, eru hér á eftir gefin sérstök dæmi um snertingarskilyrðin við prófanir.
2.1. Efni og hlutir úr plasti sem er ætlað að komast í snertingu við matvæli um ótiltekinn tíma og við hvaða hitaskilyrði sem vera skal.
Nota skal, allt eftir því um hvaða matvælategund er að ræða, matvælahermi A og/eða B og/eða C í fjórar klukkustundir við 100°C eða fjórar klukkustundir við endurflæðishitastig og/eða matvælahermi D aðeins í tvær klukkustundir við 175°C ef ekki er um merkingar eða leiðbeiningar að ræða þar sem snertingarhitastig og tímalengd, sem gera má ráð fyrir við raunverulega notkun, eru tiltekin. Þessi skilyrði um tímalengd og hitastig eru almennt talin þau ströngustu.
2.2. Efni og hlutir úr plasti sem er ætlað að komast í snertingu við matvæli við eða undir stofuhita um ótiltekinn tíma.
Ef á efnum og hlutum sem eru merktir til notkunar við eða undir stofuhita eða ef efni og hlutir eru í eðli sínu greinilega ætluð til notkunar við og undir stofuhita skal gera prófun við 40°C í tíu daga. Þessi skilyrði um tímalengd og hitastig eru almennt talin þau ströngustu.
3. Flæði rokgjarnra efna.
Þegar verið er að mæla flæði rokgjarnra efna sérstaklega skal gera ráð fyrir tapi rokgjarnra efna, samsvarandi því sem gerast myndi við verstu hugsanlegu notkunarskilyrði.
4. Sérstök tilvik.
4.1. Þegar rannsaka á efni eða hluti sem nota á í örbylgjuofnum er heimilt að nota annaðhvort venjulegan ofn eða örbylgjuofn við flæðiprófanir að því tilskildu að viðeigandi tímalengd og hitastig séu valin úr töflu 3.
4.2. Ef eðliseiginleikar sýnisins breytast eða annars konar breytingar koma fram í því þegar prófanir eru gerðar við þau snertingarskilyrði sem eru tilgreind í töflu 3 en engar breytingar koma fram við verstu hugsanlegu notkunarskilyrði efnisins eða hlutarins, sem er verið að rannsaka, skal mæla flæði við verstu hugsanlegu notkunarskilyrði þar sem þessar eðlislægu eða annars konar breytingar verða ekki.
4.3. Heimilt er að víkja frá skilyrðum sem fram koma í töflu 3 og 2. mgr. og einungis framkvæma tveggja stunda prófun við 70°C ef notkun efnisins eða hlutarins úr plasti er skemmri en 15 mínútur í senn við 70 – 100°C hitastig (t.d. "hot fill") og ef það er tilgreint með viðeigandi merkingum eða leiðbeiningum. Eigi hins vegar að geyma efnið eða hlutinn við stofuhita skal gera prófun við 40°C í 10 daga, sem almennt er talin strangari, í stað prófsins sem um getur hér að framan.
4.4. Í þeim tilvikum þegar snertingarskilyrðin við prófanir í töflu 3 gilda ekki fyllilega um venjuleg skilyrði við flæðiprófanir (til dæmis snertingarhitastig yfir 175°C eða snerting stendur skemur en fimm mínútur) er heimilt að miða við önnur snertingarskilyrði sem eiga betur við í því tilviki sem er verið að rannsaka, að því tilskildu að skilyrðin sem eru valin geti gefið rétta mynd af verstu hugsanlegu snertingarskilyrðum að því er varðar efnin eða hlutina úr plasti sem er verið að rannsaka.
Tafla 3: Mæliaðstæður (tími (t) og hiti (T)) fyrir prófanir á efnaflæði úr plasti í matvælaherma.
Verstu fyrirsjáanlegu notkunaraðstæður
Mæliaðstæður
Snertitími:
Mælitími:
t £ 5 mín Sjá lið nr. 4.4. hér að framan
5 mín < t £ 0,5 klst. 0,5 klst.
0,5 klst.< t £ 1 klst. 1 klst.
1 klst.< t £ 2 klst. 2 klst.
2 klst.< t £ 4 klst. 4 klst.
4 klst.< t £ 24 klst. 24 klst.
t > 24 klst. 10 dagar
Snertihitastig:
Mælihitastig:
T £ 5°C 5°C
5°C < T £ 20°C 20°C
20°C < T £ 40°C 40°C
40°C < T £ 70°C 70°C
70°C < T £ 100°C 100°C eða endurflæðishitastig
100°C < T £ 121°C 121°C 1
121°C < T £ 130°C 130°C 1
130°C < T £ 150°C 150°C 1
T >150°C 175°C 1

1Þetta hitastig skal aðeins nota fyrir hermi D. Fyrir herma A, B og C skal mæla flæði við 100°C eða við endurflæðishitastig í fjórfaldan þann tíma sem við á samkvæmt töflunni.


3. hluti
Prófanir sem nota skal þegar flæðiprófanir með matvælahermi D eru
óhentugar vegna tæknilegra erfiðleika við greiningu.

1. Ef ekki er hentugt að nota matvælahermi D vegna tæknilegra erfiðleika við greiningu skal framkvæma prófanir með öllum matvælahermum sem fram koma í töflu 4. Ef notast á við aðrar aðstæður en þær sem fram koma í töflunni, skal nota hana til viðmiðunar en taka einnig mið af fenginni reynslu af plastinu sem um ræðir.
Nota skal nýtt plastsýni fyrir hvert próf. Sömu reglur gilda fyrir þessar prófanir og fyrir prófanir með matvælahermi D eins og þau eru skilgreind í þessari reglugerð. Þar sem við á skal nota leiðréttingarþætti og deila í niðurstöður prófananna eins og gert er ráð fyrir í viðauka 8. Þegar flæðið er metið skal miða við hæsta gildi sem fæst úr þessum prófunum.
Ef eðlisbreyting eða önnur breyting verður á plastinu við þau skilyrði sem mælt er við, en ekki við verstu fyrirsjáanlegu notkunarskilyrði, skal sleppa þeirri niðurstöðu og taka í staðinn mið af hæsta gildi þeirra niðurstaðna sem eftir standa.
2. Mögulegt er að sleppa einni eða tveimur prófunum, sem fram koma í töflu 4, ef þær þykja óviðeigandi fyrir plastið sem verið er að prófa og hægt er að sýna fram á vísindaleg rök sem styðja það.
Tafla 4: Mæliaðstæður fyrir matvælaherma sem notaðir eru í stað matvælahermis D.
Mæliaðstæður fyrir matvælahermi D Mæliaðstæður fyrir ísóoktan Mæliaðstæður fyrir 95% etanóllausn Mæliaðstæður fyrir MPPO2
10 dagar við 5°C 0,5 dagar við 5°C 10 dagar við 5°C
---
10 dagar við 20°C 1 dagur við 20°C 10 dagar við 20°C
---
10 dagar við 40°C 2 dagar við 20°C 10 dagar við 40°C
---
2 klst. við 70°C 0,5 klst. við 40°C 2 klst. við 60°C
---
0,5 klst. við 100°C 0,5 klst. við 60°C 3 2,5 klst. við 60°C 0,5 klst. við 100°C
1 klst. við 100°C 1 klst. við 60°C 3 3 klst. við 60°C 3 1 klst.við 100°C
2 klst. við 100°C 1,5 klst. við 60°C 3 3,5 klst. við 60°C 3 2 klst. við 100°C
0,5 klst, við 121°C 1,5 klst. við 60°C 3 3,5 klst. við 60°C 3 0,5 klst. við 121°C
1 klst. við 121°C 2 klst. við 60°C 3 4 klst. við 60°C 3 1 klst. við 121°C
2 klst. við 121°C 2,5 klst. við 60°C 3 4,5 klst. við 60°C 3 2 klst. við 121°C
0,5 klst. við 130°C 2 klst. við 60°C 3 4 klst. við 60°C 3 0,5 klst. við 130°C
1 klst. við 130°C 2,5 klst. við 60°C 3 4,5 klst. við 60°C 3 1 klst. við 130°C
2 klst. við 150°C 3 klst. við 60°C 3 5 klst. við 60°C 3 2 klst. við 150°C
2 klst. við 175°C 4 klst. við 60°C 3 6 klst. við 60°C 3 2 klst. við 175°C

2 MPPO = Umbreytt pólýfenýl oxíð ("Modified polyphenyl oxide")
3 Hámarks hitastig fyrir MPPO = Umbreytt pólýfenýl oxíð ("Modified polyphenyl oxide") rokgjörnu hermanna er 60°C. Forsenda þess að nota þessar prófanir er að plastið þoli þær aðstæður sem notaðar eru fyrir hermi D. Dýfa skal plastsýni í ólífuolíu við þær mæliaðstæður sem notaðar eru fyrir hermi D. Ef eðlisbreytingar verða telst plastið óhentugt til notkunar við það hitastig. Ef engar breytingar verða skal taka nýtt plastsýni og framkvæma prófun samkvæmt töflunni.

4. hluti
Prófanir sem nota má, í stað flæðiprófana með matvælahermi D,
að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

1. Heimilt er að nota prófanirnar að eftirfarandi skilyrðum uppfylltum:
a) Samanburðarprófanir sýna að niðurstöður úr þeim eru jafnháar eða hærri en niðurstöður úr flæðiprófunum með matvælahermi D.
b) Niðurstöður úr þeim eru innan leyfilegra marka þegar búið er að taka tillit til viðeigandi leiðréttingarþáttar eins og gert er ráð fyrir í viðauka 8.
2. Heimilt er að sleppa samanburðarprófunum ef til eru vísindalegar niðurstöður sem sýna að niðurstöður úr umræddum prófunum eru jafn háar eða hærri en niðurstöður úr flæðiprófunum með matvælahermi D.
3. Annars konar prófanir:
a) Prófanir með rokgjörnum leysum: Í þessar prófanir eru notaðir rokgjarnir leysar, s.s. ísóoktan og 95% etanóllausn, eða aðrir rokgjarnir leysar eða blöndur þeirra.
b) Útdráttarprófanir: Prófanir með miðlum, sem hafa sterka útdráttareiginleika við ítrustu aðstæður, má nota ef vísindaleg gögn sýna að niðurstöður úr þeim eru jafnháar eða hærri en niðurstöður úr flæðiprófunum með matvælahermi D.



VIÐAUKI 8
Skrá yfir matvælaherma.

1. Í eftirfarandi töflum, sem eru ekki tæmandi, eru þeir matvælahermar sem skal nota við flæðiprófanir á einstökum matvælum eða flokki matvæla táknaðir með eftirtöldum bókstöfum:
Matvælahermir A: eimað vatn eða sambærilegt vatn;
Matvælahermir B: 3% (w/v) ediksýra í vatnslausn;
Matvælahermir C: 15% (v/v) etanól í vatnslausn;
Matvælahermir D: hreinsuð ólífuolía4; reynist nauðsynlegt af tæknilegum orsökum vegna greiningaraðferðarinnar að nota aðra matvælaherma þarf að skipta á ólífuolíunni og blöndu tilbúinna tríglýseríða5 eða sólblómaolíu6.
2. Fyrir einstök matvæli eða flokk matvæla skal aðeins nota matvælahermi (herma) sem táknaðir eru með "X". Fyrir hvern matvælahermi skal nota nýtt sýni af efnunum eða hlutunum sem um ræðir. Ef "X" er ekki tiltekið þarf ekki að gera flæðiprófanir á viðkomandi vörulið.
3. Komi skástrik og tala á eftir "X" skal deila í niðurstöður flæðiprófanna með tölunni. Talan, "leiðréttingarþátturinn", er notuð til að taka mið af því að matvælahermirinn hefur meiri útdráttargetu fyrir tilteknar tegundir fituríkra matvæla.
4. Komi "a" í sviga á eftir "X" er aðeins notaður annar af matvælahermunum sem gefnir eru upp:
ef pH-gildi matvælanna er hærra en 4,5 er matvælahermir A notaður,
ef pH-gildi matvælanna er 4,5 eða lægra er matvælahermir B notaður.
5. Ef matvæli eru skráð bæði undir sérstökum og almennum vörulið skal aðeins nota þann matvælahermi (þá herma) sem er tiltekinn (sem eru tilteknir) í sérliðnum.

____________________
4 Eiginleikar hreinsaðrar ólífuolíu

joðtala (Wijs) = 80-88
Ljósbrotsstuðull við 25°C = 1,4665 – 1,4679
Sýrustig (gefið upp í % olíusýru) = hámark 0,5%
Peroxíðtala (í millíjafngildum súrefnis/kg olíu) = hámark 10
5

Samsetning blöndu tilbúinna þríglýseríða:
Dreifing fitusýra

Fjöldi C-atóma í fitusýruleifum
6
8
10
12
14
16
18
annað
GLC-svæði (%)
1
6-9
8-11
45-52
12-15
8–10
8-12
£ 1
Hreinleiki
Mónóglýseríðmagn (ensímákvarðað)
£ 0,2 %
Díglýseríðmagn (ensímákvarðað)
£ 2,0 %
Ósápanleg efni
£ 0,2 %
Joðtala (Wijs)
£ 0,1 %
Sýrustig
£ 0,1 %
Vatnsinnihald
£ 0,1 %
Bræðslumark
28 ± 2°C
Dæmigert gleypniróf (þykkt lags d = 1 cm; samanburður: vatn við 35°C)
Bylgjulengd (nm)
290
310
330
350
370
390
430
470
510
Gegnhleypni (%)
2
15
37
64
80
88
95
97
98
A.m.k. 10 % ljósgegnhleypni við 310 nm (1 cm kúvetta, samanburður: vatn 35°C)
6

Eiginleikar sólblómaolíu:

Joðtala (Wijs) = 120 – 145
Ljósbrotsstuðull við 20°C = 1,474 – 1,476
Sápunartala = 188 – 193
Eðlismassi við 20°C = 0,918 – 0,925
Ósápanleg efni = 0,5% – 1,5%



Listi yfir matvæli og þá matvælaherma
sem nota skal í þeirra stað við flæðiprófanir.

Matvælahermar
sem skal nota
Tilv.nr. Lýsing á matvælum
A
B
C
D
01 Drykkjarvörur
01.01. Óáfengir drykkir eða áfengir drykkir með minni alkóhólstyrkleika en 5% miðað við rúmmál:
Vatn, epla-, ávaxta- eða grænmetissafi af venjulegum styrk eða þykktur, ávaxtanektar, límonaði og ölkelduvatn, sykruð ávaxtasaft, bitterar, jurtate, kaffi, te, súkkulaði, öl o.fl.
X(a)
X(a)
01.02. Áfengir drykkir, 5% eða meira að alkóhólstyrkleika miðað við rúmmál:
Drykkir taldir upp í 01.01 en 5% að alkóhólstyrkleika eða meira miðað við rúmmál:
Léttvín, brenndir drykkir og líkjörar
X*
X**
01.03. Ýmislegt: óeðlisbreytt etanól
X*
X**
02 Korn, kornvörur, sætabrauð, kökur og aðrar brauðvörur
02.01. Sterkja
02.02. Korn, óverkað, útblásið, í flögum (þar á meðal poppkorn, kornflögur o.þ.h.)
02.03. Mjöl og grjón úr korni
02.04. Makkarónur, spaghetti o.þ.h.
02.05. Sætabrauð, kex, kökur og aðrar þurrar brauðvörur:
A. Með fituefnum á yfirborði
X/5
B. Aðrar vörur
02.06. Sætabrauð, kex, kökur og aðrar nýjar brauðvörur:
A. Með fituefnum á yfirborði
X/5
B. Aðrar vörur
X
03 Súkkulaði, sykur og vörur úr súkkulaði og sykri; sælgæti
03.01. Súkkulaði, vörur hjúpaðar súkkulaði, súkkulíki og vörur hjúpaðar súkkulíki
X/5
03.02. Sælgæti
A. Í föstu formi:
I. Með fituefnum á yfirborði
X/5
II. Aðrar vörur
B. Sem massi:
I. Með fituefnum á yfirborði
X/3
II. Rakt
X
03.03. Sykur og sykurvörur:
A. Í föstu formi
B. Hunang o.þ.h.
X
C. Melassi og síróp
X
04 Ávextir, grænmeti og afurðir þeirra
04.01. Heilir ávextir, nýir eða kældir
04.02. Verkaðir ávextir:
A. Þurrkaðir eða vatnsskertir ávextir, heilir eða muldir
B. Ávextir í bitum, mauki eða sem massi
X(a)
X(a)
C. Niðurlagðir ávextir (sulta o.þ.h., heilir ávextir, í bitum eða muldir, geymdir í legi):
I. Í vatnslausn
X(a)
X(a)
II. Í olíu
X(a)
X(a)
X
III. Í alkóhóli (> 5% miðað við rúmmál)
X*
X
04.03. Hnetur (jarðhnetur, kastaníuhnetur, möndlur, heslihnetur, valhnetur, furuhnetur o.fl.):
A. Án skurnar, þurrkaðar
B. Án skurnar, brenndar
X/5***
C. Sem massi eða krem
X
X/3 ***
04.04. Heilt grænmeti, nýtt eða kælt
04.05. Verkað grænmeti:
A. Þurrkað eða vatnsskert grænmeti, heilt eða mulið
B. Grænmeti; skorið, í mauki
X(a)
X(a)
C. Niðurlagt grænmeti:
I. Í vatnslausn
X(a)
X(a)
II. Í olíu
X(a)
X(a)
X
III. Í alkóhóli (> 5% miðað við rúmmál)
X*
X
05 Feiti og olíur
05.01. Dýra- og jurtafeiti og dýra- og jurtaolíur, óunnar eða unnar (þar á meðal kakósmjör, hreinsuð svínafeiti, brætt smjör)
X
05.02. Smjörlíki, smjör og önnur feiti úr olíu- og vatnsþeyti
X/2
06 Vörur úr dýraríkinu og egg
06.01. Fiskur:
A. Nýr, kældur, saltaður, reyktur
X
X/3***
B. Sem massi
X
X/3***
06.02. Krabba- og lindýr (þar á meðal ostrur, kræklingar, sniglar) án skeljar eða kuðungs
X
06.03. Kjöt af öllum æðri dýrum (þar á meðal alifuglum og veiðibráð):
A. Nýtt, kælt, saltað, reykt
X
X/4
B. Sem massi eða krem
X
X/4
06.04. Unnar kjötvörur (skinka, salami, flesk o.fl.)
X
X/4
06.05. Niðurlagt og hálfniðurlagt kjöt og fiskur:
A. Í vatnslausn
X(a)
X(a)
B. Í olíu
X(a)
X(a)
X
06.06. Egg án skurnar:
A. Mulin eða þurrkuð
B. Annað
X
06.07. Eggjarauða:
A. Fljótandi
X
B. Mulin eða fryst
06.08. Þurrkuð eggjahvíta
07 Mjólkurvörur
07.01. Mjólk:
A. Nýmjólk
X
B. Niðurseydd
X
C. Undanrenna eða léttmjólk
X
D. Þurrmjólk
07.02. Gerjuð mjólk eins og jógúrt, súrmjólk og vörur af því tagi að viðbættum ávöxtum og ávaxtavörum
X
07.03. Rjómi og sýrður rjómi
X(a)
X(a)
07.04. Ostar:
A. Heilir, með skorpu
B. Bræddir ostar
X(a)
X(a)
C. Allir aðrir ostar
X(a)
X(a)
X/3***
07.05. Ostahleypir:
A. Fljótandi eða seigfljótandi
X(a)
X(a)
B. Mulinn eða þurrkaður
08 Ýmsar vörur
08.01. Edik
X
08.02. Steikt matvæli:
A. Djúpsteiktar kartöflur o.þ.h.
X/5
B. Af dýrum
X/4
08.03. Súpur og seyði, teningar, duft og kjarnar, einsleit samsett matvæli, tilbúnir réttir:
A. Mulið eða þurrkað
I. Með fituefnum á yfirborði
X/5
II. Annað
B. Fljótandi eða massi:
I. Með fituefnum á yfirborði
X(a)
X(a)
X/3
II. Annað
X(a)
X(a)
08.04. Ger og önnur lyftiefni:
A. Sem massi
X(a)
X(a)
B. Þurrkað
08.05. Salt
08.06. Sósur:
A. Án fituefna á yfirborði
X(a)
X(a)
B. Majones, sósur úr majonesi, salatsósur, og aðrar olíu- og vatnsþeytur
X(a)
X(a)
X/3
C. Sósur úr olíu og vatni sem mynda tvo aðskilda fasa
X(a)
X(a)
X
08.07. Sinnep (nema sinnepsduft í lið 08.17)
X(a)
X(a)
X/3***
08.08. Samlokur, ristað brauð o.þ.h. með ýmsu áleggi:
A. Með fituefnum á yfirborði
X/5
B. Annað
08.09. Rjómaís
X
08.10. Þurrkuð matvæli:
A. Með fituefnum á yfirborði
X/5
B. Annað
08.11. Fryst eða djúpfryst matvæli
08.12. Þykktur kjarni, 5% eða meira að alkóhólstyrkleika miðað við rúmmál
X*
X
08.13. Kakó:
A. Kakóduft
X/5***
B. Kakómassi
X/3***
08.14. Kaffi, brennt, kaffínsneytt eða leysanlegt, kaffilíki, kornótt eða sem duft
08.15. Kaffikjarnalausn
X
08.16. Kryddjurtir og önnur grös: kamilla, moskusrós, minta, te, lindiblóm o.fl.
08.17. Krydd og kryddblöndur í náttúrulegu formi: kanill, negull, sinnepsduft, pipar, vanilla, saffran o.fl.

* Þessi mæling skal aðeins gerð þegar pH-gildið er 4,5 eða lægra.
** Þessi mæling skal aðeins gerð á vökvum eða drykkjum sem eru meira en 15% að alkóhólstyrkleika miðað við rúmmál með jafnsterkri etanólvatnslausn.
*** Ef hægt er að sýna fram á með viðeigandi mælingu að ekki sé um neina "fitusnertingu" við plastið að ræða má sleppa mælingum með matvælahermi D.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica