Umhverfisráðuneyti

658/2002

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 285/2002 um aukefni í matvælum. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi breyting verður á kafla A-1 í viðauka II:

5.2. Sælgætisvörur aðrar en kakó- og súkkulaðivörur og tyggigúmmí:
Konjak gúmmí og konjak glúkómann (E 425) fellur út úr flokknum.


2. gr.

18. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 18. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli samanber og lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum.

Einnig var höfð hliðsjón af ákvæðum samningsins um Evrópskt efnahagssvæði, sem vísað er til í II. viðauka XII. kafla:

1. tilskipun 62/2645/EBE um samræmingu á reglum aðildarríkjanna um litarefni sem heimilt er að nota í matvæli til manneldis, með síðari breytingum, 2. tölul., tilskipun 64/54/EBE um samræmingu á lögum aðildarríkjanna um rotvarnarefni sem heimilt er að nota í matvæli til manneldis, með síðari breytingum, tilskipun 89/107/EBE um samræmingu laga aðildarríkjanna varðandi notkun leyfilegra aukefna í matvælum,
2. 3. tölul., tilskipun 65/66/EBE um sérstök skilyrði um hreinleika rotvarnarefna sem heimilt er að nota í matvæli, með síðari breytingum, 16. tölul., tilskipun 78/663/EBE um sérstök hreinleikaskilyrði fyrir ýru-, bindi-, þykkingar- og hleypiefni til notkunar í matvælum, með síðari breytingum, 17. tölul., tilskipun 78/664/EBE um sérstök hreinleikaskilyrði fyrir þráavarnarefni sem heimilt er að nota í matvæli, með síðari breytingum, 29. tölul., tilskipun 81/712/EBE um greiningaraðferðir innan bandalagsins til staðfestingar á að tiltekin aukefni sem notuð eru í matvælum fullnægi skilyrðum um hreinleika, 46. tölul., tilskipun 95/31/EB um heinleikaskilyrði fyrir sætuefni sem ætluð eru til notkunar í matvælum með breytingum 98/66/EB, 2000/51/EB og 2001/52/EB, tilskipun 95/45/EB um hreinleikaskilyrði fyrir litarefni, með breytingum 99/75/EB og 2001/50/EB, tilskipun 96/77/EB um hreinleikaskilyrði fyrir aukefni önnur en litar- og sætuefni með breytingum 98/86/EB, 2000/63/EB og 2001/30/EB,
3. tilskipun 94/35/EB um notkun sætuefna í matvælum, með breytingu 96/83/EB, tilskipun 94/36/EB um notkun litarefna, tilskipun 95/2/EB un notkun aukefna annarra en litar- og sætuefna, með breytingum 96/85/EB, 98/72/EB og 2001/5/EB, ákvörðun 2002/247/EB.

Reglugerðin öðlast gildi við birtingu. Frá sama tíma fellur niður reglugerð um sama efni nr. 579/1993 með síðari breytingum (767/1997, 773/1998 og 407/2001).


Umhverfisráðuneytinu, 29. ágúst 2002.

F. h. r.
Ingimar Sigurðsson.
Sigríður Stefánsdóttir.

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica