Við fylgiskjal 1, Listi yfir eiturefni og hættuleg efni, skýringar, bætast eftirfarandi athugasemdir við 9.dálk:
Q: | Ekki er nauðsynlegt að flokka efnið sem krabbameinsvaldandi ef unnt er að sýna fram á að efnið fullnægi einu eftirtalinna skilyrða: |
– | Við innöndun: Skammtíma prófun á lífniðurbroti hefur leitt í ljós að veginn helmingunartími trefja,sem eru lengri en 20 µm,er skemmri en 10 dagar | |
– | Við ídreypingu í barka: Skammvinn prófun á lífniðurbroti hefur leitt í ljós að veginn helmingunartími trefja,sem eru lengri en 20 µm,er skemmri en 40 dagar | |
– | viðeigandi prófun í kviðarholi hefur ekki gefið til kynna að efnið sé krabbameinsvaldandi | |
– | langtíma innöndunarprófun hefur ekki leitt í ljós markverða meinvirkni eða óeðlilega nýmyndun vefja. |
R: | Ekki er nauðsynlegt að flokka efnið sem krabbameinsvaldandi ef lengdarvegið faldmeðaltal þvermáls trefjanna, að frádreginni tvöfaldri staðalskekkju, er meira en 6 µm. |
Eftirtaldar breytingar eru gerðar á fylgiskjali 1, Listi yfir eiturefni og hættuleg efni:
a) | Flokkun tiltekinna efna breytist til samræmis við flokkun í I. viðauka við reglugerð þessa. |
b) | Við efnalistann bætast efni sem birt eru í II. viðauka við reglugerð þessa. |
c) | Efni sem birt eru í III. viðauka við reglugerð þessa falla út af efnalistanum. |
Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, ásamt síðari breytingum. Höfð er hliðsjón af ákvæðum 1. tl., XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, tilskipun 67/548/EBE um samræmingu ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum um flokkun, pökkun og merkingu hættulegra efna, eins og henni var breytt með tilskipunum 96/54/EB og 97/069/EB.
Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.
Fylgiskjal er birt í Stjórnartíðindum B 133 2000