Í stað texta í athugasemdum A og E í inngangi að efnalista, Skýringar, 9. dálki, í fylgiskjali 1, Lista yfir eiturefni og hættuleg efni, kemur texti sem birtur er í I. viðauka við reglugerð þessa.
Eftirtaldar breytingar eru gerðar á fylgiskjali 1, Listi yfir eiturefni og hættuleg efni:
a) | Flokkun og merking tiltekinna efna breytist til samræmis við flokkun í II. viðauka við reglugerð þessa. |
b) | Efni sem birt eru í III. viðauka við reglugerð þessa bætast við efnalistann. |
c) | Efni sem birt eru í IV. viðauka við reglugerð þessa falla út af efnalistanum. |
d) | Flokkun tiltekinna efna breytist til samræmis við breytingu á hættusetningu H40 og tilkomu nýrrar hættusetningar H68, sbr. V. viðauka við reglugerð þessa. Efnin eru jafnframt birt í II. viðauka, sjá a) lið. |
Eftirtaldar breytingar eru gerðar á fylgiskjali 3, H-setningar, hættusetningar:
Í stað eldri texta í hættusetningu H40 kemur:
H40 Getur hugsanlega valdið krabbameini,
og við bætist ný hættusetning, H68, sem inniheldur eldri texta H40:
H68 Getur valdið varanlegu heilsutjóni,
Til samræmis breytast viðkomandi samtengdar hættusetningar, þ.e.
H40/20 | verður | H68/20 |
H40/21 | verður | H68/21 |
H40/22 | verður | H68/22 |
H40/20/21 | verður | H68/20/21 |
H40/20/22 | verður | H68/20/22 |
H40/21/22 | verður | H68/21/22 |
H40/20/21/22 | verður | H68/20/21/22 |
Eftirtaldar breytingar eru gerðar á fylgiskjali 5, Helstu forsendur hættuflokkunar: Í stað texta í neðangreindum töluliðum í I. Áhrif á heilsu kemur texti sem birtur er í VI. viðauka við reglugerð þessa.
A. Hrein efni. | B. Samsettar efnavörur – reikniaðferðir. |
1.2.3.a | Inngangur |
1.7.1.2.a | 1.2.b |
1.7.2.2.a | 1.6.b |
1.8.2.b | |
1.8.6.b |
Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, ásamt síðari breytingum. Höfð er hliðsjón af ákvæðum 1. tl., XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, tilskipun 67/548/EBE um samræmingu ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum um flokkun, pökkun og merkingu hættulegra efna, eins og henni var breytt með tilskipun 2001/59/EB.
Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.
9. dálkur | Athugasemdir. |
A: | Samkvæmt 1. mgr. 12. gr. reglugerðarinnar ber að tilgreina heiti efnis á merkimiða eins og það er birt í fylgiskjali 1. Í fylgiskjali 1 eru stundum skráð safnheiti á borð við "-sambönd" eða "-sölt". Þá ber að tilgreina EINECS/ELINCS-heiti eða annað viðurkennt alþjóðlegt efnaheiti (s.s. IUPAC eða ISO) á merkimiða, t.d. beryllíumklóríð fyrir BeCl2. | |
Jafnframt skal nota hættumerki og H- og V- setningar eins og tilgreint er í fylgiskjali 1 fyrir viðkomandi efni. | ||
Ef efni kemur fyrir í fleiri en einum efnahópi í fylgiskjali 1 og efnahóparnir hafa fengið mismunandi flokkun, skal nota strangari flokkunina fyrir viðkomandi efni. | ||
Dæmi um efni sem kemur fyrir í fleiri en einum efnahópi: |
Flokkun í efnahópi I: | Rep1;H61 H33 Rep3; H62 Xn;H 20/22 N;H50-53 | ||
Flokkun í efnahópi II: | Carc1;H45 T;H23/25 N;H51-53 | ||
Flokkun efnisins: | Carc1;H45 T;H23/25 Rep1;H61 H33 Rep3;H62 N;H50-53 |
E: | Athugasemdin á við um efni sem flokkast sem krabbameinsvaldandi, stökkbreytivaldandi eða hafa skaðleg áhrif á æxlun, flokkur 1 eða flokkur 2, og sem einnig eru flokkuð sem mjög eitruð (Tx), eitruð (T) eða hættuleg heilsu (Xn). Fyrir efni sem fá athugasemd E bætist orðið ,,einnig" við setningar H20, H21, H22, H23, H24, H25, H26, H27, H28, H39, H48, H65 og H68, og samtengingar þeirra, t.d. H45-23 ,,Getur valdið krabbameini. Einnig eitrað við innöndun", H46-27/28 ,,Getur valdið arfgengum skaða. Einnig mjög eitrað í snertingu við húð og við inntöku". |
I. | Áhrif á heilsu. |
A. | Hrein efni. |
1.2.3.a | Hættulegt heilsu. |
Efni flokkast sem hættulegt heilsu og fær varnaðarmerkið HÆTTULEGT HEILSU (Xn) ásamt neðangreindri hættusetningu á grundvelli eftirfarandi: | |
H68 Getur valdið varanlegu heilsutjóni | |
Yfirleitt er miðað við forsendur gefnar í tl. 1.1.3.a. | |
Tilgreina skal íkomuleið efnis með samtengdu hættusetningunum: | |
H68/20, H68/21, H68/22, H68/20/21, H68/20/22, H68/21/22 eða H68/20/21/22. | |
1.7.1.2.a | Efni sem geta valdið krabbameini, flokkur 3. |
Krabbameinsvaldandi efni, flokkur 3 (Carc3): | |
Efni sem er varhugavert fyrir menn þar sem það gæti hugsanlega valdið krabbameini. Ekki liggja þó fyrir nægilegar upplýsingar til að viðunandi mat á áhrifum efnis geti farið fram. Dýrarannsóknir gefa vísbendingu um slíkt, en upplýsingarnar eru ekki nægilegar til að skipa efni í flokk 2 (Carc2). | |
Krabbameinsvaldandi efni sem fellur í flokk 3 fær varnaðarmerkið HÆTTULEGT | |
HEILSU (Xn) ásamt neðangreindri hættusetningu: | |
H40 Getur hugsanlega valdið krabbameini | |
1.7.2.2.a | Efni sem geta valdið stökkbreytingum, flokkur 3. |
Efni sem veldur stökkbreytingum, flokkur 3 (Mut3): | |
Efni sem er varhugavert fyrir menn þar sem það gæti hugsanlega valdið stökkbreytingum. Rannsóknir gefa vísbendingu um slíkt, en upplýsingarnar eru ekki nægilegar til að skipa efni í flokk 2. | |
Efni sem getur valdið stökkbreytingum og fellur í flokk 3 fær varnaðarmerkið HÆTTULEGT HEILSU (Xn) ásamt neðangreindri hættusetningu: | |
H68 Getur valdið varanlegu heilsutjóni |
B. | Samsettar efnavörur – reikniaðferðir. |
Flokkun samsettrar efnavöru er háð styrk og flokkun einstakra efnisþátta. Við mat á skaðsemi vöru skal taka tillit til allra innihaldsefna, sem hafa áhrif á heilsu og flokkast sem eiturefni eða hættuleg efni, sbr. A-hluta, jafnvel þó þau séu aðeins til staðar sem óhreinindi eða aukefni. | |
Ekki þarf að taka tillit til innihaldsefna sem eru í minna magni en hér segir, nema að lægri mörk séu sett fyrir viðkomandi efni í fylgiskjali 1, lista yfir eiturefni og hættuleg efni: |
Hættuflokkun efnis: | Styrkur: | |
Sterkt eitur (Tx) | 0,1% | |
Eitur (T) | 0,1% | |
Hættulegt heilsu (Xn) | 1% | |
Ætandi (C) | 1% | |
Ertandi (Xi) | 1% |
Þegar fleiri en eitt hættulegt efni eru í vörunni á eftirfarandi við:
a) | Fyrir efni sem hafa bráð eiturhrif og fyrir ertandi og ætandi efni þarf að nota reikniaðferðir sem lýst er hér á eftir til að ákvarða hættuflokkun vörunnar. Sem dæmi geta eiturefni lagt til flokkunar vöru sem HÆTTULEG HEILSU og ætandi efni geta lagt til flokkunar vöru sem ERTANDI. | |
b) | Fyrir efni sem tiltekin eru í töflu 2 - 3 og 5 - 6 er hvert efni skoðað sérstaklega og hættuflokkun vörunnar fundin með aðstoð viðkomandi töflu. |
1.2.b | Varanlegur skaði eftir notkun í eitt skipti. |
Skoða skal efnavörur sem í eru efni flokkuð með hættusetningu H39 eða H68 með tilliti til varanlegs skaða eftir notkun í eitt skipti, sbr. tl. 1.2.a. Hvert efni skoðast sérstaklega. Tilgreina skal íkomuleið með samtengdum hættusetningum í samræmi við flokkun efnis í fylgiskjali 1. Nota skal styrkmörk sem gefin eru í töflu 2 ef ekki eru tiltekin sérstök styrkmörk í fylgiskjali 1. |
Flokkun efnavöru vegna varanlegs skaða eftir notkun í eitt skipti.
Styrkur efnis í efnavöru |
Hættuflokkun efnis
|
||
Tx (H39)
|
T (H39)
|
Xn (H68)
|
|
0% < styrkur < 0,1% | |||
0,1% =styrkur < 1% |
Xn (H68)
|
||
1% =styrkur < 10% |
T (H39)
|
Xn (H68)
|
|
styrkur =10% |
Tx (H39)
|
T (H39)
|
Xn (H68)
|
1.6.b | Krabbameinsvaldandi efni, stökkbreytandi verkun og skaðleg áhrif á æxlun. |
Við flokkun vöru sem í eru efni sem flokkast sem krabbameinsvaldandi, efni sem geta valdið stökkbreytingum eða hafa skaðleg áhrif á æxlun, sbr. tl. 1.7.a, skal nota styrkmörk í töflu 6. Hvert efni er skoðað sérstaklega og sérhver áhrif skoðuð fyrir sig. Fyrir einstaka efni eru tiltekin sérstök styrkmörk í fylgiskjali 1. |
Flokkun efnavöru með innihaldsefni sem flokkuð eru sem krabbameins valdandi, stökkbreytivaldandi eða efni sem hafa skaðleg áhrif á æxlun.
Flokkun efnis |
Styrkur efnis í
efnavöru |
Krabbameinsvaldandi, flokkur Carc1 og Carc2 (T með H45 eða H49) |
styrkur =0,1%
|
Krabbameinsvaldandi, flokkur Carc3 (Xn með H40) |
styrkur =1%
|
Efni sem valda stökkbreytingum, flokkur Mut1 og Mut2 (T með H46) |
styrkur =0,1%
|
Efni sem valda stökkbreytingum, flokkur Mut3 (Xn með H68) |
styrkur =1%
|
Skaðleg áhrif á æxlun, flokkur Rep1 og Rep2 (T með H60 og/eða H61) |
styrkur =0,5%
|
Skaðleg áhrif á æxlun, flokkur Rep3 (Xn með H62 og/eða H63) |
styrkur =5%
|
1.8.2.b | Varanlegur skaði eftir notkun í eitt skipti. |
Í stað töflu 2 gildir tafla 8. |
Flokkun loftkenndrar efnablöndu vegna varanlegs skaða eftir notkun í eitt skipti.
Styrkur efnis í efnablöndu |
Hættuflokkun efnis
|
||
Tx (H39)
|
T (H39)
|
Xn (H68)
|
|
0% =styrkur < 0,02% | |||
0,02% =styrkur < 0,2% |
Xn (H68)
|
||
0,2% =styrkur < 0,5% |
T (H39)
|
||
0,5% =styrkur < 1% |
Xn (H68)
|
||
1% =styrkur < 5% |
Tx (H39)
|
||
styrkur =5% |
T (H39)
|
Xn (H68)
|
1.8.6.b | Krabbameinsvaldandi efni, stökkbreytandi verkun og skaðleg áhrif á æxlun. |
Í stað töflu 6 gildir tafla 12. |
Flokkun loftkenndrar efnablöndu með innihaldsefni sem flokkuð eru sem krabbameinsvaldandi, stökkbreytivaldandi eða efni sem hafa skaðleg áhrif á æxlun.
Flokkun efnis |
Styrkur efnis í
efnablöndu |
Krabbameinsvaldandi, flokkur Carc1 og Carc2 (T með H45 eða H49) |
styrkur =0,1%
|
Krabbameinsvaldandi, flokkur Carc3 ( Xn með H40) |
styrkur =1%
|
Efni sem valda stökkbreytingum, flokkur Mut1 og Mut2 (T með H46) |
styrkur =0,1%
|
Efni sem valda stökkbreytingum, flokkur Mut3 (Xn með H68) |
styrkur =1%
|
Skaðleg áhrif á æxlun, flokkur Rep1 og Rep2 (T með H60 og/eða H61) |
styrkur =0,2%
|
Skaðleg áhrif á æxlun, flokkur Rep3 (Xn með H62 og/eða H63) |
styrkur =1%
|