Umhverfisráðuneyti

420/2002

Reglugerð um breytingu á skipulagsreglugerð nr. 400/1998, með síðari breytingum. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

Við grein 1.2. bætist ný málsgrein svohljóðandi:
Þegar sérstaklega stendur á getur ráðherra að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar og hlutaðeigandi sveitarstjórnar veitt undanþágu frá einstökum greinum reglugerðar þessarar.


2. gr.

Skilgreining á orðinu nýtingarhlutfall í grein 1.3 orðast svo:
Hlutfall milli brúttóflatarmáls bygginga og byggingarhluta í lokunarflokkum A og B sbr. ÍST 50:1998 á lóð eða reit og flatarmáls lóðar eða reits. Lóðanýting segir til um hlutfallið milli brúttóflatarmáls bygginga á lóð og flatarmáls lóðar. Reitanýting segir til um hlutfallið milli brúttóflatarmáls bygginga á landnotkunarreit eða götureit og flatarmáls reitsins.


3. gr.

8. mgr. grein 3.1.4. orðast svo:
Ef gert er ráð fyrir bílastæðum neðanjarðar í deiliskipulagi reiknast þau ekki með við útreikning nýtingarhlutfalls.


4. gr.

Við 2. mgr. greinar 7.2.3. bætist nýr málsliður svohljóðandi:
Heimilt er skipulagsnefnd að stytta tímabil grenndarkynningar ef allir sem hagsmuna eiga að gæta hafa lýst skriflega yfir því með áritun á deiliskipulagsuppdrátt, áður en fjórar vikur eru liðnar, að þeir geri ekki athugasemdir við fyrirhugaða breytingu á deiliskipulagi.


5. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 10. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.


Umhverfisráðuneytinu, 3. júní 2002.

F. h. r.
Ingimar Sigurðsson.
Sigrún Ágústsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica