Umhverfisráðuneyti

322/2002

Reglugerð um útstreymisbókhald. - Brottfallin

1. gr.
Markmið.

Markmið reglugerðar þessarar er að safna samanburðarhæfum upplýsingum um útstreymi mengunarefna frá tiltekinni starfsemi og gera kleyft að birta þær í samevrópskri skýrslu þannig að upplýsingarnar séu aðgengilegar almenningi og fyrirtækjum í Evrópu.


2. gr.
Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um skráningu upplýsinga um losun efna í vatn og í andrúmsloft frá fyrirtækjum sem falla undir I. viðauka með reglugerð um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun, nr. 785/1999, með síðari breytingum og reglugerð um mengunarvarnaeftirlit, nr. 786/1999, með síðari breytingum.


3. gr.
Skýrslugjöf.

Fyrirtækjum sem falla undir I. viðauka með reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun og reglugerð nr. 786/1999 um mengunarvarnaeftirlit ber að skila til Hollustuverndar ríkisins og eftirlitsaðila upplýsingum um losun mengandi efna frá hverri starfsstöð fyrirtækisins, þar sem losun efna frá starfsstöðinni er yfir þeim mörkum sem tilgreind eru í viðauka A1 í reglugerð þessari.

Upplýsingunum skal skila til Hollustverndar ríkisins fyrir 1. mars ár hvert fyrir næsta almanaksár á undan, fyrst árið 2003, næst árið 2005 og síðan árlega frá árinu 2007.

Upplýsingunum ber að skila á skýrsluformi sem birt er í viðauka A2. Hollustuvernd ríkisins skal leggja til rafrænt skýrsluform þar sem fram koma þær lágmarksupplýsingar sem hver flokkur fyrirtækja á að skila inn. Nota skal upplýsingar í viðauka A3 eftir því sem við á í skýrslunum.


4. gr.
Eftirlit.

Hollustuvernd ríkisins ber að sjá um að ákvæðum reglugerðar þessarar sé framfylgt.


5. gr.
Valdsvið og þvingunarúrræði.

Til að knýja á um ráðstafanir samkvæmt reglugerð þessari skal fylgja þeim þvingunarúrræðum sem mælt er fyrir um í IX. kafla reglugerðar nr. 786/1999 um mengunarvarnaeftirlit. Að öðru leyti gilda um valdsvið og þvingunarúrræði ákvæði VI. kafla laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, með síðari breytingum.


6. gr.
Viðurlög.

Mál sem kunna að rísa út af brotum á reglugerð þessari varða sektum hvort sem þau eru framin af ásetningi eða stórfelldu gáleysi. Sé um stórfelld eða ítrekuð ásetningsbrot að ræða skulu þau að auki varða fangelsi allt að fjórum árum.

Sektir má ákvarða lögaðila þó að sök verði ekki sönnuð á fyrirsvarsmenn eða starfsmenn hans eða aðra þá einstaklinga sem í þágu hans starfa, enda hafi brotið orðið eða getað orðið til hagsbóta fyrir lögaðilann.


7. gr.
Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 5. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, með síðari breytingum.

Einnig er höfð hliðsjón af ákvæðum tl. 2.g og 2.ga í XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, tilskipun 96/61/EB um samþættar mengunarvarnir og eftirlit og ákvörðun 2000/479/EB.

Reglugerðin öðlast gildi nú þegar.

Umhverfisráðuneytinu, 11. apríl 2002.

F. h. r.
Magnús Jóhannesson.
Ingimar Sigurðsson.



VIÐAUKI A1
Skrá yfir mengunarefni sem skylt er að geta
í skýrslum ef farið er yfir viðmiðunargildi.

Mengunarefni/efni Sanngreining
Loft
Vatn
Viðmiðunargildi fyrir loft, kg/ár
Viðmiðunargildi fyrir vatn, kg/ár
1. Umhverfisþættir (13)
(11)
(2)
CH4
x
100 000
CO
x
500 000
CO2
x
100 000 000
Vetnisflúorkolefni (HFC)
x
100
N2O
x
10 000
NH3
x
10 000
Rokgjörn, lífræn efnasambönd önnur en metan (NMVOC)
x
100 000
NOx sem NO2
x
100 000
Flúorkolefni (PFC)
x
100
SF6
x
50
SOx sem SO2
x
150 000
Samtals – köfnunarefni sem N
x
50 000
Samtals – fosfór sem P
x
5 000
2. Málmar og málmsambönd (8)
(8)
(8)
As og efnasambönd þess samtals, sem As
x
x
20
5
Cd og efnasambönd þess samtals, sem Cd
x
x
10
5
Cr og efnasambönd þess samtals, sem Cr
x
x
100
50
Cu og efnasambönd hans samtals, sem Cu
x
x
100
50
Hg og efnasambönd þess samtals, sem Hg
x
x
10
1
Ni og efnasambönd þess samtals, Ni
x
x
50
20
Pb og efnasambönd þess samtals, sem Pb
x
x
200
20
Zn og efnasambönd þess samtals, sem Zn
x
x
200
100
3. Lífræn klórsambönd (15)
(12)
(7)
Díklóretan-1,2 (DCE)
x
x
1 000
10
Díklórmetan (DCM)
x
x
1 000
10
Klóralkön (C10-13)
x
1
Hexaklórbensen (HCB)
x
x
10
1
Hexaklórbútadíen (HCBD)
x
1
Hexaklórsýklóhexan (HCH)
x
x
10
1
Lífræn halógensambönd sem aðseyg, lífræn halógensambönd (AOX)
x
1 000
Fjölklóruð díbensódíoxín (PCDD) + fjölklóruð díbensófúrön (PCDF) sem eiturefnaeiningar (Teq)
x
0,001
Pentaklórfenól (PCP)
x
10
Tetraklóretýlen (PER)
x
2 000
Tetraklórmetan (TCM)
x
100
Tríklórbensen (TCB)
x
10
Tríklóretan-1,1,1 (TCE)
x
100
Tríklóretýlen (TRI)
x
2 000
Tríklórmetan
x
500
4. Önnur lífræn efnasambönd (7)
(2)
(6)
Bensen
x
1 000
Bensen, tólúen, etýlbensen, xýlen sem BTEX
x
200
Brómaður dífenýletri
x
1
Lífræn tinsambönd samtals, sem Sn
x
50
Fjölhringa, arómatísk vetniskolefni
x
x
50
5
Fenól samtals, sem C eða efnafræðileg súrefnisþörf/3 (COD/3)
x
20
Heildarmagn lífræns kolefnis (TOC) samtals, sem C eða efnafræðileg súrefnisþörf/3
x
50 000
5. Önnur efnasambönd (7)
(4)
(3)
Klóríð samtals, sem Cl
x
2 000 000
Klór og ólífræn klórsambönd sem HCI
x
10 000
Sýaníð samtals, sem CN
x
50
Flúoríð samtals, sem F
x
2 000
Flúor og ólífræn flúorsambönd sem HF
x
5 000
HCN
x
200
Ryk (PM10)
x
50 000
Fjöldi mengunarefna 50
37
26



VIÐAUKI A2
Snið fyrir skýrslu aðildarríkjanna um losun mengunarefna.
Lýsing á starfsstöðinni
Heiti móðurfélags
Heiti starfsstöðvarinnar
Aðsetur eða aðsetursborg starfsstöðvarinnar
Póstnúmer/land
Staðsetningarhnit
NACE-kóði (4 tölustafir)
Mikilvægasta starfsemi
Framleiðslumagn (valkvætt)
Eftirlitsyfirvald (valkvætt)
Fjöldi stöðva (valkvætt)
Fjöldi klukkustunda á ári í rekstri (valkvætt)
Fjöldi starfsmanna (valkvætt)
Öll starfsemi eða ferli skv. I. viðauka (í samræmi við viðauka A3) Kóðar yfir starfsemi (NOSE-P, ? 5 tölustafir, í samræmi við viðauka A3)
Starfsemi 1 (meginstarfsemi skv. I. viðauka)
Starfsemi 1 (meginstarfsemi skv. I. viðauka)
Starfsemi N
Kóði 1 (NOSE-P-meginkóði)
Kóði 1 (NOSE-P-meginkóði)
Kóði N
Upplýsingar um losun starfsstöðvarinnar í andrúmsloft fyrir hvert mengunarefni sem fer yfir viðmiðunargildi (samkvæmt viðauka A1) Losun í andrúmsloft
Mengunarefni 1
Mengunarefni 1
Mengunarefni N
M: mælt
C: reiknað
E: áætlaðkg/ár
Upplýsingar um losun (beina eða óbeina) starfsstöðvarinnar í vatn fyrir hvert mengunarefni sem fer yfir viðmiðunargildi (í samræmi við viðauka A1) Bein losun í yfirborðsvatnÓbein losun sem verður við flutning (um fráveitu) til skólphreinsistöðvar utan starfsstöðvarinnar
Mengunarefni 1
Mengunarefni 1
Mengunarefni N
M: mælt
C: reiknað
E: áætlaðkg/árkg/ár
Sendingardagur skýrslu til framkvæmdastjórnarinnar
Tengiliður í aðildarríkinu
Símanúmer
Bréfasími
Tölvupóstfang



VIÐAUKI A3
Upptakaflokkar og NOSE-P-kóðar sem koma skulu fram í skýrslum.

IPPC Starfsemi skv. I. viðauka
(upptakaflokkar)
NOSE-P
NOSE-P-ferli (skipting eftir NOSE-P-hópum)
SNAP 2
1. Orkuiðnaður
1.1. Brennslustöðvar > 50 MW
101.01
Brunaferli > 300 MW (allur hópurinn)
01-0301
101.02
Brunaferli > 50 og < 300 MW (allur hópurinn)
01-0301
101.04
Bruni í gashverflum (allur hópurinn)
01-0301
101.05
Bruni í staðbundnum hreyflum (allur hópurinn)
01-0301
1.2. Jarðolíu- og gashreinsunarstöðvar
105.08
Vinnsla jarðolíuvara (framleiðsla eldsneytis)
0401
1.3. Koksofnar
104.08
Koksframleiðsluofnar (framleiðsla á koksi, olíuvörum og kjarnorkueldsneyti)
0104
1.4. Iðjuver þar sem kolagösun og þétting fer fram
104.08
Önnur vinnsla úr föstu eldsneyti (framleiðsla á koksi, olíuvörum og kjarnorkueldsneyti)
0104
2. Framleiðsla og vinnsla málma
2.1./2.2./2.3./
2.4./2.5./2.6.
Málmiðnaður og stöðvar þar sem málmgrýti er hreinsað með bruna og glæðingu
Stöðvar þar sem járn og aðrir málmar eru unnir
104.12
Vinnsla málma og fylgimálma eða glæðingarverksmiðjur (málmiðnaður þar sem eldsneyti er brennt)
0303
105.12
Ferli sem eru sérstök fyrir framleiðslu málma og málmafurða (málmiðnaður)
0403
105.01
Yfirborðsmeðferð málma og plasts (almenn framleiðsluferli)
3. Steinefnaiðnaður
3.1./3.3./3.4./
3.5.
Stöðvar þar sem framleiðsla á sementsgjalli
(> 500 t/dag), kalki (> 50 t/dag), gleri
(> 20 t/dag), steinefnum (> 20 t/dag) eða leirvörum (> 75 t/dag) fer fram
104.11
Framleiðsla á gifsi, asfalti, steinsteypu, sementi, gleri, trefjum, múrsteini, þaksteini eða leirvörum (steinefnaiðnaður þar sem eldsneyti er brennt)
0303
3.2. Stöðvar þar sem framleiðsla á asbesti og vörum, sem eru asbest að stofni til, fer fram
105.11
Framleiðsla á asbesti og vörum sem eru asbest að stofni til (steinefnaiðnaður)
0406
4. Efnaiðnaður og efnaverksmiðjur sem framleiða:
4.1. Lífræn hráefni
105.09
Framleiðsla á lífrænum efnum (efnaiðnaður)
0405
107.03
Framleiðsla á lífrænum vörum sem eru að stofni til úr leysum (notkun leysa)
0603
4.2./4.3. Ólífræn hráefni eða tilbúinn áburð
105.09
Framleiðsla á ólífrænum efnum eða NPK-áburði (efnaiðnaður)
0404
4.4./4.6. Sæfiefni og sprengiefni
105.09
Framleiðsla á sæfiefnum eða sprengiefnum (efnaiðnaður)
0405
4.5. Lyfjavörur
107.03
Framleiðsla á lyfjavörum (notkun leysa)
0603
5. Meðhöndlun úrgangs
5.1./5.2. Stöðvar þar sem tekið er á móti hættulegum úrgangi til förgunar eða endurheimtu (> 10 t/dag) eða tekið er á móti húsasorpi til förgunar eða endurheimtu (> 3 t/klst.)
109.03
Brennsla hættulegs úrgangs eða húsasorps (brennsla og hitasundrun úrgangs)
0902
109.06
Urðunarstaðir (förgun fasts úrgangs á landi)
0904
109.07
Eðlisefnafræðileg og lífræn meðhöndlun úrgangs (annars konar meðhöndlun úrgangs)
0910
105.14
Endurnýting úrgangsefna (endurvinnsla)
0910
5.3./5.4. Stöðvar þar sem tekið er á móti hættulitlum úrgangi til förgunar (> 50 t/dag) eða urðunar (> 10 t/dag)
109.06
Urðunarstaðir (förgun fasts úrgangs á landi)
0904
109.07
Eðlisefnafræðileg og lífræn meðhöndlun úrgangs (annars konar meðhöndlun úrgangs)
0910
6. Önnur starfsemi samkvæmt I. viðauka
6.1. Iðjuver þar sem pappírsdeig er framleitt úr viði eða öðrum trefjakenndum efnum og pappír eða pappi er framleiddur (> 20 t/dag)
105.07
Framleiðsla á pappírsdeigi, pappír og pappírsvörum (allur hópurinn)
0406
6.2. Stöðvar þar sem formeðferð á trefjum eða textílefnum fer fram (> 10 t/dag)
105.04
Framleiðsla á textílefnum og textílvörum (allur hópurinn)
0406
6.3. Stöðvar þar sem sútun á húðum og skinnum fer fram (> 12 t/dag)
105.05
Framleiðsla á leðri og leðurvörum (allur hópurinn)
0406
6.4. Sláturhús (> 50 t/dag), mjólkurbú (> 200 t/dag), önnur hráefni dýrakyns (> 75 t/dag) eða jurtakyns (> 300 t/dag)
105.03
Framleiðsla á matvælum og drykkjarvörum (allur hópurinn)
0406
6.5. Stöðvar þar sem tekið er móti hræjum dýra og dýraúrgangi til förgunar eða endurvinnslu
(> 10 t/dag)
109.03
Brennsla dýrahræja og dýraúrgangs (brennsla og hitasundrun úrgangs)
0904
109.06
Urðunarstaðir (förgun fasts úrgangs á landi)
0904
105.14
Endurvinnsla dýrahræja og dýraúrgangs (endurvinnsla)
0910
6.6. Stöðvar fyrir alifugla (> 40 000), svín (> 2 000) eða eingöngu gyltur (> 750)
110.04
Iðragerjun (allur hópurinn)
1004
110.05
Meðhöndlun húsdýraáburðar (allur hópurinn)
1005
6.7. Stöðvar þar sem lífrænir leysar (> 200 t/ár) eru notaðir við yfirborðsmeðferð eða í vörur
107.01
Notkun málningar (notkun leysa)
0601
107.02
Fituhreinsun, þurrhreinsun og rafeindatækni (notkun leysa)
0602
107.03
Fullvinnsla textílefna eða sútun á leðri (notkun leysa)
0603
107.04
Prentiðnaður (notkun leysa)
0604
6.8. Stöðvar þar sem kolefni eða grafít er framleitt
105.09
Framleiðsla á kolefni eða grafíti (efnaiðnaður)
0404



VIÐAUKI A4
Skilgreiningar notaðar í tengslum við evrópska skrá
yfir losun mengandi efna (EPER).

Hugtak Merking
IPPC-tilskipun Tilskipun ráðsins 96/61/EB um samþættar mengunarvarnir og eftirlit með mengun
Stöð Staðbundin tæknieining þar sem fram fer ein eða fleiri tegundir starfsemi sem er getið í I. viðauka við IPPC-tilskipunina og öll önnur starfsemi er gæti haft áhrif á losun og mengun og tengist með beinum og tæknilegum hætti þeirri starfsemi sem fram fer á staðnum
Starfsemi skv. I. viðauka Starfsemi sem er tilgreind í I. viðauka við IPPC-tilskipunina 96/61/EB og tekin saman og tilgreind í viðauka A3
EPER Evrópsk skrá yfir losun mengandi efna
Mengunarefni Einstök efni eða hópur efna sem eru tilgreind í viðauka A1
Efni Öll frumefni og efnasambönd þeirra, að undanskildum geislavirkum frumefnum
Losun Bein losun mengunarefnis í vatn eða andrúmsloft, svo og óbein losun sem verður við flutning til skólphreinsistöðvar utan starfsstöðvarinnar
Starfsstöð Iðnfyrirtæki þar sem er ein eða fleiri stöðvar eru reknar á sama stað og einn rekstraraðili annast eina eða fleiri tegundir starfsemi skv. I. viðauka
Staður Landfræðileg staðsetning starfsstöðvarinnar
Skýrslugjafarferli Heildarferli skýrslugjafar, bæði öflun gagna, sannprófun þeirra, afhending, umsýsla og miðlun til annarra
NACE-kóði Staðlað flokkunarkerfi fyrir atvinnugreinar
NOSE-P-kóði Staðlað flokkunarkerfi fyrir upptök mengandi losunar


Þetta vefsvæði byggir á Eplica