Í stað inngangs að efnalista, Skýringar, í fylgiskjali 1, Lista yfir eiturefni og hættuleg efni, kemur texti sem birtur er í I. viðauka við reglugerð þessa.
Eftirtaldar breytingar eru gerðar á fylgiskjali 1, Listi yfir eiturefni og hættuleg efni:
a) | Flokkun tiltekinna efna breytist til samræmis við flokkun í II. viðauka við reglugerð þessa. |
b) | Efni sem birt eru í III. viðauka við reglugerð þessa bætast við efnalistann. |
c) | Efni sem birt eru í IV. viðauka við reglugerð þessa falla út af efnalistanum. |
Tvær nýjar hættusetningar, H66 og H67, bætast við í fylgiskjali 3, sbr. V. viðauka við reglugerð þessa.
Tvær nýjar varnaðarsetningar, V63 og V64, og tvær samtengdar varnaðarsetningar, V27/28 og V29/35, bætast við í fylgiskjali 4, sbr. VI. viðauka við reglugerð þessa.
Eftirtaldar breytingar eru gerðar á fylgiskjali 5, Helstu forsendur hættuflokkunar:
a) | Eftirfarandi texti komi í stað 7. mgr. í "Inngangi": |
Til að meta áhrif vörutegunda á heilsu skal styðjast við styrkmörk og reiknireglur í kafla I.B. Heimilt er þó að nota sömu aðferðir og notaðar eru til flokkunar hreinna efna, þ.e. prófanir og forsendur í kafla I.A. Þegar um er að ræða hættusetningu H65 skal nota reglurnar samkvæmt tl. 1.1.3.a. Fyrir innihaldsefni sem valda krabbameini, stökkbreytingum eða hafa skaðleg áhrif á æxlun skal þó ætíð styðjast við styrkmörk gefin í kafla I.B. | |
b) | Eftirfarandi setning bætist við 3. mgr. í I. "Áhrif á heilsu": |
Framkvæmd dýratilrauna til að staðfesta rannsóknaniðurstöður heyrir undir ákvæði tilskipunar 86/609/EBE um verndun dýra sem notuð eru í tilraunaskyni. | |
c) | Skýringar vegna H66 og H67, sbr. VII. viðauka A við reglugerð þessa, bætast við kafla I.A. tl. 1.8.a. |
d) | Texti sem birtur er í VII. viðauka B við reglugerð þessa kemur í stað kafla III, tl. 3.2. "Önnur vistkerfi". |
Eftirtaldar breytingar eru gerðar á fylgiskjali 6, Leiðbeiningar um merkingar:
a) | Þar sem talað er um sex hættu- og varnaðarsetningar í málsliðum 1 og 2 undir "Varnaðarmerkingar" skal standa "fjórar" í stað "sex". |
b) | Nýr skýringartexti kemur í stað texta við varnaðarsetningar nr. V25, V27, V28, V29, V35, V37, V45, V56, V59, V60 og V62 og við bætist skýringartexti við varnaðarsetningar nr. V63 og V64, sbr. VIII. viðauka við reglugerð þessa. |
Í stað texta í fylgiskjali 8, Prófunaraðferðir, kemur texti sbr. IX. viðauka við reglugerð þessa.
Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, ásamt síðari breytingum. Höfð er hliðsjón af ákvæðum 1. tl., XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, tilskipun 67/548/EBE um samræmingu ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum um flokkun, pökkun og merkingu hættulegra efna, eins og henni var breytt með tilskipun 96/54/EB, 98/73/EB, 98/98/EB og 2000/32/EB.
Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.
1. dálkur | Heiti efna. |
Efnin eru oftast nefnd með EINECS1), ELINCS2) eða "NLP"3) nafni. Annars eru notuð ISO4), IUPAC5) eða önnur viðurkennd alþjóðleg nöfn. Litarefni eru einnig auðkennd með C.I. númeri6). Oft eru birt fleiri en eitt nafn fyrir sama efni. Í ákveðnum færslum eru sett fram sérstök styrkmörk fyrir neðan nafn efnis. Þessi styrkmörk skal nota við flokkun efnablandna, í stað þeirra almennu styrkmarka sem gefin eru í fylgiskjali 5, B-hluta.Vissar færslur taka til margra efna, sbr. athugasemd A í 9. dálki hér á eftir. Heiti einstakra efna sem falla undir slíkar færslur eru yfirleitt ekki birt í efnalistanum. |
|
Vissar færslur eru blöndur af fleiri en einu efni. Nauðsynlegt getur verið að auðkenna blönduna sem sett er á markað og þá eru hlutföllin tiltekin. Í ákveðnum færslum er vísað til óhreininda. Dæmi um það er efni með raðnúmer 607-190-00-X: "metýlakrýlamíðómetoxýasetat (inniheldur ³ 0,1% akrýlamíð) ". Í slíkum tilfellum er tilvísunin í sviganum hluti af nafninu og skal því koma fram á merkimiða. Við nokkrar færslur er um lengri útskýringar að ræða sem birtar eru í hornklofum og þarf ekki að birta þær á merkimiða. Einstök efni geta átt heima í fleiri en einum efnahópi. Dæmi um það er blýoxalat (EB-nr. 212-413-5) sem finna má undir blýsambönd (raðnr. 082-001-00-6) og einnig undir oxalsýrusölt (raðnr. 607-007-00-3). Í þessum tilvikum endurspeglar merking efnisins merkingu færslnanna fyrir báða efnahópana. Ef efnahóparnir hafa fengið mismunandi flokkun, skal nota strangari flokkunina fyrir viðkomandi efni. Sjá 9. dálk A hér á eftir. | |
2. dálkur | Hættuflokkun. |
Hér er gefin flokkun efnis með hættuflokki og hættusetningum og byggjast kröfur um m.a. merkingar, umbúðir, notkun og sölu efnisins á henni. Flokkun efnis er einnig lögð til grundvallar við flokkun og merkingu efnablöndu. Eftirfarandi skammstafanir eru notaðar fyrir hættuflokka: |
Sterkt eitur: |
Tx |
|
Eitur: | T | |
Hættulegt heilsu: | Xn | |
Ætandi: | C | |
Ertandi: | Xi | |
Ofnæmisvaldandi: | H42 og/eða H43 | |
Krabbameinsvaldandi: | Carc1, Carc2 eða Carc3 | |
Stökkbreytandi verkun: | Mut1, Mut2 eða Mut3 | |
Skaðleg áhrif á æxlun: | Rep1, Rep2 eða Rep3 | |
Sprengifimt: | E | |
Eldnærandi: | O | |
Afar eldfimt: | Fx | |
Mjög eldfimt: | F | |
Eldfimt: | H10 | |
Hættulegt umhverfinu: | N og/eða H52, H53, H59 |
Með hættuflokki eru birtar tilheyrandi hættusetningar. Í sumum tilfellum eru eingöngu birtar hættusetningar. Hættusetningar eru auðkenndar með númerum, sbr. fylgiskjal 3. |
|
3. dálkur | Varnaðarmerki. |
Varnaðarmerki sem nota skal við merkingu efnisins, sjá fylgiskjal 2. Þar sem styrkmörk eru gefin er birt merkingin fyrir hvert styrkbil. |
|
Í 2. dálki geta verið hættuflokkar sem ekki eru birtir í 3. dálki. Þetta stafar af því að skv. 14. gr. reglugerðarinnar skal einungis birta varnaðarmerki sem gefa til kynna mesta hættu, t.d. þarf ekki að birta varnaðarmerki Xi "Ertandi" ef birta skal varnaðarmerki Xn "Hættulegt heilsu". |
|
4. dálkur | Hættusetningar. |
Hættusetningar sem nota skal við merkingu efnisins, sjá fylgiskjal 3. Bandstrik (-) aðskilur sjálfstæðar hættusetningar, en skástrik (/) er notað til að mynda samtengdar setningar. Þegar styrkmörk eru gefin er birt merkingin fyrir hvert styrkbil. |
|
5. dálkur | Varnaðarsetningar. |
Varnaðarsetningar sem nota skal við merkingu efnisins, sjá fylgiskjal 3. Bandstrik (-) aðskilur sjálfstæðar varnaðarsetningar, en skástrik (/) er notað til að mynda samtengdar setningar. Þegar varnaðarsetningar V1 og V2 eru í sviga má sleppa þeim á merkingu efna sem eingöngu eru ætluð til iðnaðarnota. |
|
Ekki eru birtar varnaðarsetningar fyrir mismunandi styrkmörk. Vísað er til fylgiskjals 6 varðandi val á varnaðarsetningum. |
|
6. dálkur | CAS-nr.: Chemical Abstracts Service Registry Number – Alþjóðleg númer efna og efnasambanda.6) |
7. dálkur | EB-nr.: Númer sem gefin eru öllum efnum sem skráð eru á Evrópska efnahagssvæðinu. Þau eru ýmist birt í Evrópuskrá yfir markaðssett efni, EINECS (byrja á 200-001-8), í Evrópuskrá yfir tilkynnt efni, ELINCS (byrja á 400-010-9), eða í Evrópuskrá yfir efni sem ekki flokkast lengur sem fjölliður "No-Longer-Polymer" (byrja á 500-000-1).8) |
8. dálkur | Raðnúmer: Númer sem efninu er gefið þegar það er tekið inn í Evrópulista yfir hættuleg efni (viðauki I við tilskipun 67/548/EBE um samræmingu ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum um flokkun, pökkun og merkingu hættulegra efna). |
Númerið er talnaröð af gerðinni ABC-RST-VW-Y, þar sem: |
- | ABC er annaðhvort sætistala þess frumefnis sem er mest einkennandi fyrir eiginleika efnisins (með einu eða tveimur núllum fyrir framan til uppfyllingar) eða flokksnúmer lífrænna efna, | |
sjá töflur A og B hér fyrir aftan. | ||
- | RST er raðtala efnisins í röðinni ABC, | |
- | VW gefur til kynna á hvaða formi efnið er framleitt eða markaðssett, | |
- | Y er vartala í samræmi við ISBN (International Standard Book Number). |
9. dálkur | Athugasemdir. |
A: | Samkvæmt 1. mgr. 12. gr. reglugerðarinnar ber að tilgreina heiti efnis á merkimiða eins og það er birt í fylgiskjali 1. Í fylgiskjali 1 eru stundum skráð safnheiti á borð við "-sambönd" eða "-sölt". Þá ber að tilgreina EINECS/ELINCS-heiti eða annað viðurkennt alþjóðlegt efnaheiti (s.s. IUPAC eða ISO) á merkimiða, t.d. beryllíumklóríð fyrir BeCl2. | |
Jafnframt skal nota hættumerki og H- og V-setningar eins og tilgreint er í fylgiskjali 1 fyrir viðkomandi efni. | ||
Ef efni kemur fyrir í fleiri en einum efnahópi í fylgiskjali 1 og efnahóparnir hafa fengið mismunandi flokkun, skal nota strangari flokkunina fyrir viðkomandi efni. | ||
B: | Tiltekin efni (sýrur, basar o.s.frv.) eru á markaði sem vatnslausnir í mismunandi styrk, sbr. "saltpéturssýra …%". Hér ber að tilgreina styrk lausnarinnar í hundraðshlutum á merkimiða, dæmi: "saltpéturssýra 45%". Miðað er við hlutfall af þyngd ef annað er ekki tekið fram. Heimilt er að bæta við upplýsingum (t.d. eðlisþyngd, Baumé-gráðum) eða lýsandi orðum s.s. rjúkandi eða ís- (t.d. ísediksýra). | |
C: | Tiltekin lífræn efni eru ýmist á markaði sem ákveðnir ísómerar eða sem blöndur ísómera. Fyrir slík efni er í fylgiskjali 1 stundum notað almennt heiti, t.d.: "xýlenól". Hér ber að tilgreina á merkimiðanum hvort efnið er (a) tilteknir ísómerar eða (b) blanda ísómera, dæmi: a) 2,4-dímetýlfenól eða b) xýlenól (blanda ísómera). |
D: | Sum efni hafa tilhneigingu til sjálfkrafa fjölliðunar eða niðurbrots en eru þó venjulega seld í stöðugu formi. Efni þessi eru tilgreind í stöðugu formi í listanum. Séu efnin hins vegar á óstöðugu formi skal þess getið á merkimiðanum, t.d. metakrýlat (óstöðugt). | |
E: | Athugasemdin á við um efni sem flokkast sem krabbameinsvaldandi, stökkbreytivaldandi eða hafa skaðleg áhrif á æxlun, flokkur 1 eða flokkur 2, og sem einnig eru flokkuð sem mjög eitruð (Tx), eitruð (T) eða hættuleg heilsu (Xn). Fyrir efni sem fá athugasemd E bætist orðið "einnig" við setningar H20, H21, H22, H23, H24, H25, H26, H27, H28, H39, H40, H48 og H65 og samtengingar þeirra, t.d. H45-23 "Getur valdið krabbameini. Einnig eitrað við innöndun", H46-27/28 "Getur valdið arfgengum skaða. Einnig mjög eitrað í snertingu við húð og við inntöku". | |
F: | Efnið getur innihaldið hjálparefni sem gerir það stöðugt (stabilizer). Ef hjálparefnið breytir hættulegum eiginleikum efnisins, eins og þeir eru gefnir í lista yfir eiturefni og hættuleg efni, skal merkja efnið í samræmi við reglur um merkingar efnablöndu. | |
G: | Efnið getur verið markaðssett á fleiri en einu formi. Sé efnið markaðssett á sprengifimu formi skal prófa það í samræmi við prófunaraðferðir fyrir sprengifimi og merkingin skal gefa til kynna sprengifimi efnisins. | |
H: | Athugasemdin á við um efni sem ekki hafa verið flokkuð með tilliti til allra áhættuþátta. Hættuflokkun og varnaðarsetningar sem tilgreindar eru í efnalistanum eiga eingöngu við um þá áhættuþætti sem þar eru tilteknir. Eftir sem áður ber framleiðanda, innflytjanda eða umboðsaðila að flokka efnið með tilliti til annarra áhættuþátta og merkja efnið í samræmi við það. Á eingöngu við um tilteknar olíu- og kolaafurðir og tiltekna skráða efnahópa. | |
J: | Flokkun efnisins sem krabbameinsvaldandi á ekki við ef sýnt er fram á að efnið inniheldur minna en 0,1%9) af benzeni (EINECS-nr. 200-753-7).* | |
K: | Ekki er nauðsynlegt að flokka efnið sem krabbameinsvaldandi ef unnt er að sýna fram á að í því sé minna en 0,1% af 1,3-bútadíeni (EINECS-nr. 203-450-8). Ef efnið er ekki flokkað sem krabbameinsvaldandi skal að minnsta kosti nota varnaðarsetningarnar (2)-9-16. | |
L: | Ekki er nauðsynlegt að flokka efnið sem krabbameinsvaldandi ef unnt er að sýna fram á að í því sé minna en 3% af dímetýlsúlfoxíði, mælt samkvæmt aðferð IP 346. | |
M: | Flokkun efnisins sem krabbameinsvaldandi á ekki við ef sýnt er fram á að efnið inniheldur minna en 0,005% af benzo[a]pýreni (EINECS-nr. 200-028-5). | |
N: | Ekki er nauðsynlegt að flokka efnið sem krabbameinsvaldandi ef allur hreinsunarferillinn er þekktur og unnt er að sýna fram á að efnið sem það er unnið úr er ekki krabbameinsvaldandi. | |
P: | Ekki er nauðsynlegt að flokka efnið sem krabbameinsvaldandi ef unnt er að sýna fram á að í því sé minna en 0,1% af benzeni (EINECS-nr. 200-753-7). Ef efnið er flokkað sem krabbameinsvaldandi á athugasemd E einnig við. Ef efnið er ekki flokkað sem krabbameinsvaldandi skal að minnsta kosti nota varnaðarsetningarnar (2)-23-24-62. | |
Q: | Ekki er nauðsynlegt að flokka efnið sem krabbameinsvaldandi ef unnt er að sýna fram á að efnið fullnægi einu eftirtalinna skilyrða: |
- | Við innöndun: Skammtíma prófun á lífniðurbroti hefur leitt í ljós að veginn helmingunartími trefja, sem eru lengri en 20 µm, er skemmri en 10 dagar. | |
- | Við ídreypingu í barka: Skammvinn prófun á lífniðurbroti hefur leitt í ljós að veginn helmingunartími trefja, sem eru lengri en 20 µm, er skemmri en 40 dagar. | |
- | Viðeigandi prófun í kviðarholi hefur ekki gefið til kynna að efnið sé krabbameinsvaldandi. | |
- | Langtíma innöndunarprófun hefur ekki leitt í ljós markverða meinvirkni eða óeðlilega nýmyndun vefja. |
R: | Ekki er nauðsynlegt að flokka efnið sem krabbameinsvaldandi ef lengdarvegið faldmeðaltal þvermáls trefjanna, að frádreginni tvöfaldri staðalskekkju, er meira en 6 µm. | |
S: | Ekki er víst að merkja þurfi þetta efni. Sjá fylgiskjal 6, tl. 2.4.-2.7. | |
Ú: | Notkun og sala á efninu í úðabrúsum er óheimil nema aðrar reglugerðir heimili það sérstaklega. |
Athugasemdir vegna flokkunar á efnablöndum. | ||
1: | Miðað er við styrk málmsins (frumefnisins) sem er reiknaður á grundvelli heildarþyngdar efnablöndunnar. Styrkurinn er tilgreindur sem hundraðshluti miðað við þyngd. | |
2: | Styrkur ísósýanata sem er tiltekinn, er hundraðshlutfall þyngdar óbundinnar einliðu miðað við heildarþyngd efnablöndu. | |
3: | Styrkur sem er tiltekinn, er hundraðshlutfall þyngdar krómatjóna leystra í vatni miðað við heildarþyngd blöndunnar. | |
4: | Vörur sem innihalda þetta efni skulu flokkaðar ,,Hættulegt heilsu" með H65, ef þær uppfylla skilyrðin í tl. 1.1.3.a í fylgiskjali 5. | |
5: | Styrkmörk fyrir loftkenndar efnablöndur er tiltekinn sem hundraðshluti miðað við rúmmál. | |
6: | Efnablöndur, sem innihalda þetta efni, ber að flokka með H67, ef þau uppfylla viðmiðanir í tl. 1.8.a í fylgiskjali 5. |
1) EINECS: European Inventory of Existing Commercial Chemical Substances - Evrópuskrá yfir markaðssett efni.
2) ELINCS: European List of Notified Chemical Substances - Evrópuskrá yfir tilkynnt efni.
3) NLP (No-Longer-Polymer): Evrópuskrá, 1997, ISBN 92-827-8995-0.
4) ISO: International Standardization Organization - Alþjóðlegu staðlasamtökin.
5) IUPAC: International Union of Pure and Applied Chemistry.
6) CI: Color Index Constitution Number.
7) CAS-nr. eru yfirleitt mismunandi fyrir vatnsfríar og vatnaðar myndir efnisins. CAS-nr. sem hér er tilgreint á þó eingöngu við um vatnsfríar myndir en EB- nr. á hins vegar við um báðar myndir.
8) EB-nr. og CAS-nr. eru yfirleitt ekki tekin með í færslum sem ná til fleiri en fjögurra einstakra efna.
9) %: Hlutfall miðað við þyngd.
* Athugasemdir J, K, L, M, N og P eiga eingöngu við um tilteknar olíu- og kolaafurðir.
TAFLA A
Skrá yfir frumefni eftir sætistölu (Z) |
||||||||
Z
|
Tákn
|
IS
|
Z
|
Tákn
|
IS
|
Z
|
Tákn
|
IS
|
1
2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 |
H He Li Be B C N O F Ne Na Mg Al Si P S Cl Ar K Ca Sc Ti V Cr Mn Fe Co Ni Cu Zn Ga Ge As Se Br |
Vetni Helíum Litíum Beryllíum Bór Kolefni Köfnunarefni Súrefni Flúor Neon Natríum Magnesíum Ál Kísill Fosfór Brennisteinn Klór Argon Kalíum Kalsíum Skandíum Títan Vanadíum Króm Mangan Járn Kóbalt Nikkel Kopar Sink Gallíum Germaníum Arsen Selen Bróm |
36
37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 |
Kr Rb Sr Y Zr Nb Mo Tc Ru Rh Pd Ag Cd In Sn Sb Te I Xe Cs Ba La Ce Pr Nd Pm Sm Eu Gd Tb Dy Ho Er Tm Yb |
Krypton Rúbidíum Strontíum Yttríum Sirkon Níóbíum Mólýbden Teknetíum Rúteníum Ródíum Palladíum Silfur Kadmíum Indíum Tin Antímon Tellúr Joð Xenon Sesíum Baríum Lantan Seríum Praseódým Neódým Prómetíum Samaríum Evrópíum Gadólín Terbíum Dysprósíum Hólmíum Erbíum Túlíum Ytterbíum |
71
72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 |
Lu Hf Ta W Re Os Ir Pt Au Hg Tl Pb Bi Po At Rn Fr Ra Ac Th Pa U Np Pu Am Cm Bk Cf Es Fm Md No Lr |
Lútetíum Hafníum Tantal Volfram Reníum Osmíum Iridíum Platína Gull Kvikasilfur Þallíum Blý Bismút Póloníum Astat Radon Frankíum Radíum Aktíníum Þóríum Prótaktín Úran Neptúníum Plútoníum Ameríkíum Kúríum Berkelíum Kaliforníum Einsteiníum Fermíum Mendelevíum Nóbelíum Lárensíum |
601 Kolvetni
602 Halógenuð kolvetni
603 Alkóhól og alkóhólafleiður
604 Fenól og fenólafleiður
605 Aldehýð og aldehýðafleiður
606 Keton og ketonafleiður
607 Lífrænar sýrur og afleiður þeirra
608 Nítríl
609 Köfnunarefnissambönd
610 Klórköfnunarefnissambönd
611 Azoxý- og azósambönd
612 Amínsambönd
613 Basar með misleita hringi og afleiður þeirra
614 Glýkósíð og alkalóíð
615 Sýanöt og ísósýanöt
616 Amíð og afleiður þeirra
617 Lífræn peroxíð
647 Ensím
648 Flóknar kolafurðir
649 Flóknar hráolíuafurðir
650 Ýmis efni
Efni með eftirtalin raðnúmer falla út af lista 1:
006-075-00-6
007-005-00-7
603-017-00-7
606-008-00-6
606-015-00-4
607-193-00-6
607-202-00-3
609-014-00-7
613-005-00-3
613-055-00-6
615-005-01-6
H 66 Endurtekin snerting getur valdið þurri eða sprunginni húð
H 67 Innöndun gufu getur valdið sljóleika og svima
V 63 | Verði slys vegna innöndunar skal viðkomandi færður í ferskt loft og hann látinn hvílast |
V 64 | Við inntöku, skolið munn með vatni (eingöngu ef viðkomandi er með meðvitund) |
V 27/28 | Berist efnið á húð skal strax farið úr fötum, sem óhreinkast hafa, og húðin þvegin strax með miklu….. (efni tilgreint af framleiðanda) |
V 29/35 | Má ekki losa í niðurfall, vörunni og umbúðum hennar skal fargað á tryggilegan hátt |
H66 | Endurtekin snerting getur valdið þurri eða sprunginni húð |
Notað um efni og efnablöndur sem geta valdið þurri, flagnandi eða sprunginni húð en uppfylla ekki skilyrði H38: | |
byggt á: | |
- athugunum eftir hefðbundna meðhöndlun og notkun, eða | |
- haldbærri staðfestingu á ætluðum áhrifum á húð. | |
Sjá ennfremur inngang þessa viðauka. | |
H67 | Innöndun gufu getur valdið sljóleika og svima |
Notað um loftkennd efni og efnablöndur sem innihalda slík efni, sem við innöndun draga greinilega úr starfsemi miðtaugakerfisins, en eru ekki þegar flokkuð með tilliti til bráðra eituráhrifa (H20, H23, H26, H40/20, H39/23 eða H39/26). | |
Styðjast má við eftirfarandi vísbendingar: |
|
a) Gögn úr rannsóknum á dýrum sem sýna greinileg merki um skerta starfsemi miðtaugakerfisins, eins og sljóleika, sinnuleysi, skort á samhæfingu (þar með talið skort á viðbragðinu til að fá dýrið aftur í upprétta stöðu) og hreyfiglöp, annaðhvort: | |
- við styrkleika/álagstíma sem er ekki meiri en 20 mg/l í 4 klst. eða, - þar sem hlutfallið milli styrks með merkjanleg áhrif í 4 klukkustundir miðað við gufumettunarstyrk við 20°C er 1/10. | |
B) Athuganir á mönnum (þ.e. sljóleiki, syfja, skert árvekni, viðbragðsskortur, skortur á samhæfingu, svimi), samkvæmt traustum skýrslum, við samsvarandi skilyrði og tilgreind eru hér að framan fyrir dýr. | |
Sjá ennfremur inngang þessa viðauka. |
3.2. | Önnur vistkerfi. |
3.2.1. | Efni flokkast sem hættuleg umhverfinu og fá varnaðarmerkið HÆTTULEGT UMHVERFINU (N) ásamt að minnsta kosti einni af eftirfarandi hættusetningum í samræmi við neðangreindar forsendur: |
H54 | Eitrað plöntum |
H55 | Eitrað dýrum |
H56 | Eitrað lífverum í jarðvegi |
H57 | Eitrað býflugum |
H58 | Getur valdið skaðlegum langtímaáhrifum í umhverfinu |
Efni sem geta haft skaðleg áhrif á gerð og/eða starfsemi náttúrulegra vistkerfa annarra en þeirra sem fjallað er um í kafla 3.1. Þessi áhrif geta verið bráð eða langvinn og/eða síðkomin. Byggt skal á fyrirliggjandi niðurstöðum um áhrif efnanna, þrávirkni, uppsöfnun í lífverum og fyrirsjáanleg eða þekkt afdrif þeirra og ferli í umhverfinu. | |
3.2.2. | Efni flokkast sem hættuleg umhverfinu og fá varnaðarmerkið HÆTTULEGT UMHVERFINU (N) ásamt eftirfarandi hættusetningu í samræmi við neðangreindar forsendur: |
H59 |
Hættulegt ósonlaginu |
Efni sem geta haft skaðleg áhrif á ósonlagið í heiðhvolfinu, samkvæmt fyrirliggjandi niðurstöðum um eiginleika efnanna og fyrirsjáanleg eða þekkt afdrif þeirra og ferli í umhverfinu. Hér undir falla vetnisklórflúorkolefni sem skráð eru í I. viðauka við reglugerð nr. 656/1997, um varnir gegn mengun af völdum ósoneyðandi efna. |
V25 | Varist snertingu við augu |
Notkunarsvið: | |
- öll efni sem eru hættuleg heilsu manna. | |
Notkun: | |
- æskilegt ef vekja þarf athygli notandans á hættu samfara snertingu við augu sem ekki er minnst á í hættusetningum. Má einnig nota til að leggja áherslu á slíkar hættusetningar. | |
- æskilegt fyrir efni sem líklegt er að almenningur noti, og fá hættusetningu H34, H35, H36 eða H41. | |
V27 | Farið strax úr fötum sem óhreinkast af efninu |
Notkunarsvið: | |
- mjög eitruð, eitruð og ætandi efni. | |
Notkun: | |
- skyldubundið fyrir mjög eitruð efni og fyrir efni, sem líklegt er að almenningur noti, og fá hættusetningu H27. | |
- æskilegt fyrir mjög eitruð efni og efni, sem eru notuð í iðnaði, sem fá hættusetningu H27. Þessa setningu ætti ekki að nota með varnaðarsetningu V36. | |
- æskilegt fyrir eitruð efni og þau sem fá hættusetningu H24 og fyrir ætandi efni sem líklegt er að almenningur noti. | |
V28 | Berist efnið á húð, skal strax þvo með miklu ... (efni tilgreint af framleiðanda) |
Notkunarsvið: | |
- mjög eitruð, eitruð og ætandi efni. | |
Notkun: | |
- skyldubundið fyrir mjög eitruð efni, | |
- æskilegt fyrir önnur framangreind efni, einkum þegar vatn er ekki hentugasti hreinsivökvinn. | |
- æskilegt fyrir ætandi efni sem líklegt er að almenningur noti. | |
V29 | Má ekki losa í niðurfall |
Notkunarsvið: | |
- afar og mjög eldfimir vökvar sem blandast ekki vatni. | |
- mjög eitruð og eitruð efni. | |
- efni sem eru hættuleg umhverfinu. | |
Notkun: | |
- skyldubundið fyrir efni, sem líklegt er að almenningur noti, sem fá varnaðarmerkið HÆTTULEGT UMHVERFINU (N), nema þetta sé fyrirhuguð notkun. | |
- æskilegt fyrir önnur framangreind efni sem líklegt er að almenningur noti, nema þetta sé fyrirhuguð notkun. | |
V35 | Vörunni og umbúðum hennar skal fargað á tryggilegan hátt |
Notkunarsvið: | |
- öll hættuleg efni | |
Notkun: | |
- æskilegt fyrir efni þar sem þörf er á sérleiðbeiningum til að tryggja rétta förgun. | |
V37 | Notið viðeigandi hlífðarhanska |
Notkunarsvið: | |
- mjög eitruð, eitruð, ætandi og efni hættuleg heilsu, | |
- lífræn peroxíð, | |
- efni sem erta húð. | |
Notkun: | |
- skyldubundið fyrir mjög eitruð og ætandi efni, | |
- skyldubundið fyrir efni sem fá hættusetningu H21, H24 eða H43, | |
- skyldubundið fyrir efni sem valda krabbameini, stökkbreytingum og/eða skaðlegum áhrifum á æxlun, í flokki 3. Á ekki við ef áhrifin koma eingöngu fram við innöndun, | |
- skyldubundið fyrir lífræn peroxíð, | |
- æskilegt fyrir eitruð efni sem líklegt er að séu eitruð í snertingu við húð þó svo að LD50 húð sé óþekkt, | |
- æskilegt fyrir efni sem erta húð. | |
V45 | Leitið umsvifalaust læknis ef slys ber að höndum eða ef lasleika verður vart; sýnið umbúðamerkingarnar ef unnt er |
Notkunarsvið: | |
- mjög eitruð efni, | |
- eitruð og ætandi efni, | |
- efni sem valda ofnæmi við innöndun. | |
Notkun: | |
- skyldubundið fyrir framangreind notkunarsvið. | |
V56 | Skilið efni og umbúðum á móttökustöð fyrir spilliefni |
Notkunarsvið: | |
- öll hættuleg efni. | |
Notkun: | |
- æskilegt fyrir öll hættuleg efni sem líklegt er að almenningur noti og þar sem sérstakrar förgunar er krafist. | |
V59 | Leitið til framleiðanda/birgis um upplýsingar varðandi endurnýtingu/endurvinnslu |
Notkunarsvið: | |
- öll hættuleg efni. | |
Notkun: | |
- skyldubundið fyrir efni sem eru hættuleg ósonlaginu, | |
- æskilegt fyrir önnur efni sem mælt er með að séu endurnýtt eða endurunnin. | |
V60 | Efni og umbúðum skal fargað sem spilliefnum |
Notkunarsvið: | |
- öll hættuleg efni. | |
Notkun: | |
- æskilegt fyrir efni sem hafa ekki fengið varnaðarsetningu V35 og ólíklegt er að almenningur noti. | |
V62 | Varist að framkalla uppköst eftir inntöku. Leitið umsvifalaust læknis og sýnið umbúðir eða umbúðamerkingar |
Notkunarsvið: | |
- efni sem eru flokkuð sem hættuleg heilsu og fá hættusetningu H65 í samræmi við viðmiðanir í tl. 1.1.3.a, | |
- gildir ekki um efni sem eru markaðssett á úðabrúsum. | |
Notkun: | |
- skyldubundið fyrir framangreind efni ef þau eru aðgengileg fyrir almenning, nema þegar varnaðarsetningar V45 eða V46 eru skyldubundnar. | |
- æskilegt fyrir framangreind efni þegar þau eru notuð í iðnaði, nema þegar varnaðarsetningar V45 eða V46 eru skyldubundnar. | |
V63 | Verði slys vegna innöndunar skal viðkomandi færður í ferskt loft og hann látinn hvílast |
Notkunarsvið: | |
- mjög eitruð og eitruð efni (lofttegundir, gufur, duft, rokgjarnir vökvar), | |
- efni sem valda ofnæmi í öndunarfærum. | |
Notkun: | |
- skyldubundið fyrir efni sem merkja ber með H26, H23 eða H42, og líklegt er að almenningur noti á þann hátt að innöndun geti átt sér stað. | |
V64 | Við inntöku, skolið munn með vatni (eingöngu ef viðkomandi er með meðvitund) |
Notkunarsvið: | |
- ætandi eða ertandi efni. | |
Notkun: | |
- æskilegt fyrir framangreind efni, sem líklegt er að almenningur noti og þar sem framangreind viðbrögð eiga við. |
Þar sem í reglugerð þessari er vísað til rannsókna á þeim áhrifum og eiginleikum efna sem reglugerðin fjallar um skal nota þær prófunaraðferðir sem tilgreindar eru í V. viðauka við tilskipun 67/548/EBE um samræmingu ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum um flokkun, pökkun og merkingu hættulegra efna, eins og henni var breytt með tilskipun 92/69/EBE1) , 1. gr. 4. tl. tilskipunar 93/21/EBE2) og IV. viðauka (A, B, C, D og E) tilskipunar 96/54/EB3).
1) Sjá EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, sérstök útgáfa 08.02.1999, bls. 1-235.
2) Sjá EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, sérstök útgáfa: Bók 3, 21.03.1994, bls. 426-427.
3) Sjá EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, nr. 51, 11.10.2001, 4. hluti, bls. 274-310.