Veflestur er þjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Umhverfisráðuneyti

914/2001

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 578/2000 með síðari breytingum um álagningu spilliefnagjalds. - Brottfallin

914/2001

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 578/2000 með síðari breytingum
um álagningu spilliefnagjalds.

1. gr.

Viðauki I orðist svo:

VIÐAUKI I
Olíuvörur sem geta orðið að spilliefnum.


Á olíuvörur sem flokkast undir neðangreind tollskrárnúmer skal leggja spilliefnagjald.

Úr 27. og 38. kafla tollskrárinnar:

Úr 2710 Jarðolíur og olíur fengnar úr tjörukenndum steinefnum, þó ekki óunnar; framleiðsla sem í er miðað við þyngd 70% eða meira af jarðolíum eða olíum fengnum úr tjörukenndum steinefnum, ót.a. enda séu þessar olíur grunnþáttur framleiðslunnar:
– Aðrar þunnar olíur og blöndur:
2710.0039 – – Annað 9,50 kr./kg
– Smurolíur, aðrar þykkar olíur og blöndur:
2710.0081 – – Smurolía og smurfeiti 9,50 kr./kg
2710.0082 – – Ryðvarnarolía 9,50 kr./kg
2710.0089 – – Aðrar 9,50 kr./kg
Úr 3811 Efni til varnar vélabanki, oxunartálmi, harpixtálmi, smurbætiefni, tæringarvarnaefni og önnur tilbúin íblöndunarefni, fyrir jarðolíur (þar með talið bensín) eða fyrir aðra vökva sem notaðir eru í sama tilgangi og jarðolía:
– Íblöndunarefni fyrir smurolíur:
3811.2100 – – Sem innihalda jarðolíur eða olíur fengnar úr tjörukenndum steinefnum 9,50 kr./kg
3811.2900 – – Önnur 9,50 kr./kg
3819 3819.0000 Hemlavökvi og annar unninn vökvi fyrir vökvaskipt drif sem inniheldur ekki eða inniheldur minna en 70% af jarðolíu eða olíu úr tjörukenndum steinefnum miðað við þyngd 9,50 kr./kg


2. gr.

Við viðauka II bætist:

Úr 2914 Keton og kínon, einnig með annarri súrefnisvirkni og halógen-, súlfó, nítró eða nítrósóafleiður þeirra:
– Raðtengd keton án annarrar súrefnisvirkni:
2914.1100 – – Aceton 3,00 kr./kg
2914.1200 – – Bútanon (metyletylketon) 3,00 kr./kg
2914.1300 – – 4-Metylpentan-2-on (metylísóbutylketon) 3,00 kr./kg


3. gr.

Viðauki III orðist svo:

VIÐAUKI III
Halógeneruð efnasambönd.


Á halógeneruð efnasambönd, sem flokkast undir neðangreind tollskrárnúmer, skal leggja spilliefnagjald.

Úr 29. og 38. kafla tollskrárinnar:

Úr 2903 Halógenafleiður kolvatnsefna:
– Mettaðar klórafleiður raðtengdra kolvatnsefna:
2903.1100 – – Klórmetan (metylklóríð) og klóretan (etylklóríð) 105,00 kr./kg
2903.1200 – – Díklórmetan (metylenklóríð) 105,00 kr./kg
2903.1300 – – Klóróform (tríklórmetan) 105,00 kr./kg
2903.1400 – – Kolefnistetraklóríð 105,00 kr./kg
2903.1500 – – 1,2-Díklóretan (etylendíklóríð) 105,00 kr./kg
2903.1600 – – 1,2-Díklórprópan (própylendíklóríð) og díklórbútan 105,00 kr./kg
– – Aðrar:
2903.1901 – – – 1,1,1-Þríklóretan (metýl klóróform) 105,00 kr./kg
2903.1909 – – – Annars 105,00 kr./kg
– Ómettaðar klórafleiður raðtengdra kolvatnsefna:
2903.2100 – – Vinylklóríð (klóretylen) 105,00 kr./kg
2903.2200 – – Tríklóretylen 105,00 kr./kg
2903.2300 – – Tetraklóretylen (perklóretylen) 105,00 kr./kg
2903.2900 – – Önnur 105,00 kr./kg
– Flúor-, bróm eða joðafleiður raðtengdra kolvatnsefna:
2903.3090 – – Aðrar 105,00 kr./kg
– Halógenafleiður raðtengdra kolvatnsefna með tveimur eða fleiri mismunandi halógenum:
2903.4300 – – Þríklórþríflúoretan 105,00 kr./kg
– – Aðrar:
2903.4910 – – – Brómklórmetan 105,00 kr./kg
– Halógenafleiður cyclan-, cyclen eða cyclóterpenkolvatnsefna:
2903.5100 – – 1,2,3,4,5,6-Hexaklórcyclóhexan 105,00 kr./kg
2903.5900 – – Önnur 105,00 kr./kg
– Halógenafleiður arómatískra kolvatnsefna:
2903.6100 – – Klórbensen, o-díklórbensen og p-díklórbensen 105,00 kr./kg
2903.6200 – – Hexaklórbensen og DDT (1,1,1,-tríklór- 2,2-bis(p-klórfenyl) etan) 105,00 kr./kg
2903.6900 – – Aðrar 105,00 kr./kg
Úr 3814 Lífrænt samsett upplausnarefni og þynnar, ót.a.; unnir málningar- eða lakkeyðar:
3814.0002 –Málningar- eða lakkeyðar 105,00 kr./kg

4. gr.

Viðauki V orðist svo:

VIÐAUKI V
Málning sem getur orðið að spilliefnum.


Á málningarvörur sem flokkast undir neðangreind tollskrárnúmer skal leggja spilliefnagjald.

Úr 32. kafla tollskrárinnar:

3205 Litlögur (colour lakes); framleiðsla, sem tilgreind er í 3. athugasemd við þennan kafla, að meginstofni úr litlegi:
3205.0000 16,00 kr./kg
3208 Málning og lökk (þar með talin smeltlökk og lakkmálning) að meginstofni úr syntetískum fjölliðum (polymers) eða kemískt umbreyttum náttúrulegum fjölliðum, dreifðum eða uppleystum í vatnssnauðum miðli; lausnir skýrgreindar í 4. athugasemd við þennan kafla:
– Að meginstofni úr pólyesterum:
3208.1001 – – Með litunarefnum 16,00 kr./kg
3208.1002 – – Án litunarefna 16,00 kr./kg
3208.1003 – – Viðarvörn 16,00 kr./kg
3208.1004 – – Alkyð- og olíumálning, með eða án litunarefna 16,00 kr./kg
3208.1009 – – Annað 16,00 kr./kg
– Að meginstofni úr akryl- eða vinylfjölliðum:
3208.2001 – – Með litunarefnum 16,00 kr./kg
3208.2002 – – Án litunarefna 16,00 kr./kg
3208.2009 – – Annað 16,00 kr./kg
– Annað:
3208.9001 – – Með litunarefnum (t.d. epoxíð, pólyúretan, klór-gúm, sellulósi o.fl.) 16,00 kr./kg
3208.9002 – – Án litunarefna 16,00 kr./kg
3208.9003 – – Upplausnir sem skýrgreindar eru í 4. athugasemd við þennan kafla 16,00 kr./kg
3208.9009 – – Annars 16,00 kr./kg
3210 Önnur málning og lökk (þar með talin smeltlökk, lakkmálning og límmálning, (distemper)); unnir vatnsdreifulitir notaðir við lokavinnslu á leðri:
– Málning og lökk:
3210.0011 – – Blakkfernis, asfalt- og tjörumálning 16,00 kr./kg
3210.0012 – – Önnur málning og lökk, (t.d. epoxy- eða pólyúretan-lökk o.fl.), með eða án leysiefna, einnig í samstæðum með herði 16,00 kr./kg
3210.0019 – – Annað 16,00 kr./kg
– Annað:
3210.0021 – – Bæs
3210.0029 – – Annars 16,00 kr./kg
3211 3211.0000 Unnin þurrkefni 16,00 kr./kg
3212 Dreifulitir (þar með talið málmduft og málmflögur) dreifð í vatnssnauðum miðli, fljótandi eða sem deig, notað til framleiðslu á málningu (þar með talið smeltlakk); prentþynnur; leysilitir og önnur litunarefni í þeirri mynd eða umbúðum sem ætlað er til smásölu:
3212.1000 – Prentþynnur 16,00 kr./kg
–Annað:
3212.9001 – – Áldeig 16,00 kr./kg
3212.9009 – – Annars 16,00 kr./kg
3213 Litir til listmálunar, kennslu, skiltagerðar, blæbrigða, dægradvalar og þess háttar, í töflum, skálpum, krukkum, flöskum, skálum eða í áþekkri mynd eða umbúðum:
3213.1000 – Litir í samstæðum 16,00 kr./kg
3213.9000 – Aðrir 16,00 kr./kg
Úr 3214 Gluggakítti, ágræðslukvoða, resínsement, þéttiefni og annað kítti; spartl; óeldföst efni til yfirborðslagningar á byggingar eða innanhúss á veggi, gólf, loft eða þess háttar:
– Gluggakítti, ágræðslukvoða, resínsement, þéttiefni og annað kítti; spartl:
3214.1001 – – Innsiglislakk 16,00 kr./kg
3214.1002 – – Kítti 16,00 kr./kg
3214.1003 – – Önnur þéttiefni 16,00 kr./kg
3215 Prentlitir, rit-eða teikniblek og annað blek, einnig kjarnað eða í föstu formi:
– Prentlitir:
3215.1100 – – Svartir 16,00 kr./kg
3215.1900 – – Aðrir 16,00 kr./kg
3215.9000 – Annað 16,00 kr./kg

5. gr.

Við viðauka IX bætist:

Úr 2903 Halógenafleiður kolvatnsefna:
– Halógenafleiður raðtengdra kolvatnsefna með tveimur eða fleiri mismunandi halógenum:
– – Aðrar
2903.4990 – – – Annað 3,00 kr./kg


6. gr.
Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 3. mgr. 6. gr. laga nr. 56/1996 um spilliefnagjald og öðlast gildi 15. desember 2001 og tekur til allra vara sem þá eru ótollafgreiddar.


Umhverfisráðuneytinu, 6. desember 2001.

Siv Friðleifsdóttir.
Magnús Jóhannesson.

Prenta reglugerð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica