Umhverfisráðuneyti

467/2000

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 446/1994 um sérfæði. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

467/2000

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 446/1994 um sérfæði.

1. gr.

Í stað þeirra flokka sérfæðis sem fram koma í 10. gr. og sérreglur geta gilt um, koma eftirtaldir flokkar:

a. ungbarnablöndur og stoðblöndur;
b. barnamatur úr korni eða öðru hráefni;
c. megrunarfæði;
d. matvæli til nota í sérstökum læknisfræðilegum tilgangi;
e. matvæli ætluð þeim sem verða fyrir mikilli vöðvaáreynslu, einkum íþróttamönnum.


2. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum. Einnig var höfð hliðsjón af ákvæðum samningsins um Evrópskt efnahagssvæði, sem vísað er til í II. viðauka, XII. kafla, tilskipunar nr. 1999/41/EB.


Umhverfisráðuneytinu, 20. júní 2000.

Siv Friðleifsdóttir.
Magnús Jóhannesson.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica