1. gr.
11. gr. orðist svo:
11.1 Hollustuvernd ríkisins getur gert frekari kröfur um gerð umbúða tiltekinna eiturefna og hættulegra efna eða vara sem innihalda slík efni, svo sem um form þeirra, lit, lok o.fl. Slíkar kröfur skulu birtar með auglýsingu í Stjórnartíðindum.
2. gr.
Eftirtaldar breytingar eru gerðar á reglugerðinni:
a) Í stað ,,mengunarvarnareglugerð nr. 386/1989" í 5. mgr. 2. gr. kemur: reglugerð nr. 806/1999 um spilliefni.
b) Í stað ,,heilbrigðisráðuneytið" í 1. mgr. 8. gr. kemur: umhverfisráðuneytið.
c) Í stað ,,Heilbrigðisráðherra" í 30. gr. kemur: Umhverfisráðherra.
d) Hvarvetna þar sem í reglugerðinni segir ,,eiturefnanefnd" kemur í viðeigandi beygingarfalli: Hollustuvernd ríkisins.
e) Hvarvetna þar sem í reglugerðinni segir ,,lög nr. 81/1988 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit" kemur í viðeigandi beygingarfalli: lög nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir
.f) Hvarvetna þar sem í reglugerðinni segir ,,lyfjalög nr. 108/1984" kemur í viðeigandi beygingarfalli: lyfjalög nr. 93/1994.
3. gr.
Eftirtaldar breytingar eru gerðar á fylgiskjali 1, Listi yfir eiturefni og hættuleg efni:
a) |
Í stað inngangs að efnalista, Skýringar, kemur texti sem birtur er í I. viðauka við reglugerð þessa. |
b) |
Flokkun tiltekinna efna breytist til samræmis við flokkun í II. viðauka við reglugerð þessa. |
c) |
Við efnalistann bætast efni sem birt eru í III. viðauka við reglugerð þessa. |
d) |
Efni sem birt eru í IV. viðauka við reglugerð þessa falla út af efnalista. |
4. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 52/1988 um eiturefni og hættuleg efni, ásamt síðari breytingum, sbr. einnig lög nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum.
Einnig er höfð hliðsjón af ákvæðum 1. tl. XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópskt efnahagssvæði, tilskipun 67/548/EBE um samræmingu ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum um flokkun, pökkun og merkingu hættulegra efna, eins og henni var breytt með tilskipunum 94/069/EB og 96/054/EB.
Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.
.
Siv Friðleifsdóttir.
Magnús Jóhannesson.
I. VIÐAUKI
Skýringar.
1. dálkur Heiti efna.
Efnin eru oftast nefnd með EINECS1) eða ELINCS2) nafni. Annars eru notuð ISO3), IUPAC4) eða önnur viðurkennd alþjóðleg nöfn. Litarefni eru einnig auðkennd með CI-númeri5). Oft eru birt fleiri en eitt nafn fyrir sama efni.
Í ákveðnum færslum eru sett fram sérstök styrkmörk fyrir neðan nafn efnis. Þessi styrkmörk skal nota við flokkun efnablandna, í stað þeirra almennu styrkmarka sem gefin eru í fylgiskjali 5, B-hluta.
Vissar færslur taka til margra efna, sbr. athugasemd A í 9. dálki hér á eftir. Heiti einstakra efna sem falla undir slíkar færslur eru yfirleitt ekki birt í efnalistanum.
Vissar færslur eru blöndur af fleiri en einu efni. Nauðsynlegt getur verið að auðkenna blönduna sem sett er á markað og þá eru hlutföllin tiltekin.
Í ákveðnum færslum er vísað til óhreininda. Dæmi um það er efni með raðnúmer 607-190-00-X: ,,metýlakrýlamíðómetoxýasetat (inniheldur _ 0,1% akrýlamíð)". Í slíkum tilfellum er tilvísunin í sviganum hluti af nafninu og skal því koma fram á merkimiða. Við nokkrar færslur er um lengri útskýringar að ræða sem birtar eru í hornklofum og þarf ekki að birta þær á merkimiða.
2. dálkur Hættuflokkun.
Hér er gefin flokkun efnis með hættuflokk og hættusetningum og byggjast kröfur um m.a. merkingar, umbúðir, notkun og sölu efnisins á henni. Flokkun efnis er einnig lögð til grundvallar við flokkun og merkingu efnablöndu. Eftirfarandi skammstafanir eru notaðar fyrir hættuflokka:
Sterkt eitur: Tx
Eitur: T
Hættulegt heilsu: Xn
Ætandi: C
Ertandi: Xi
Ofnæmisvaldandi: H45 og/eða H43
Krabbameinsvaldandi: Carc1, Carc2 eða Carc3
Stökkbreytandi verkun: Mut1, Mut2 eða Mut3
Skaðleg áhrif á æxlun: Rep1, Rep2 eða Rep3
Sprengifimt: E
Eldnærandi: O
Afar eldfimt: Fx
Mjög eldfimt: F
Eldfimt: H10
Hættulegt umhverfinu: N og/eða H52, H53, H59
Með hættuflokki eru birtar tilheyrandi hættusetningar. Í sumum tilfellum eru eingöngu birtar hættusetningar. Hættusetningar eru auðkenndar með númerum, sbr. fylgiskjal 3.
3. dálkur Varnaðarmerki.
Varnaðarmerki sem nota skal við merkingu efnisins, sjá fylgiskjal 2. Þar sem styrkmörk eru gefin er birt merkingin fyrir hvert styrkbil.
Í 2. dálki geta verið hættuflokkar sem ekki eru birtir í 3. dálki. Þetta stafar af því að skv. 14. gr. reglugerðarinnar skal einungis birta varnaðarmerki sem gefa til kynna mesta hættu, t.d. þarf ekki að birta varnaðarmerki Xi ,,Ertandi" ef birta skal varnaðarmerki Xn ,,Hættulegt heilsu".
4. dálkur Hættusetningar.
Hættusetningar sem nota skal við merkingu efnisins, sjá fylgiskjal 3. Bandstrik (-) aðskilur sjálfstæðar hættusetningar, en skástrik (/) er notað til að mynda samtengdar setningar. Þegar styrkmörk eru gefin er birt merkingin fyrir hvert styrkbil.
5. dálkur Varnaðarsetningar.
Varnaðarsetningar sem nota skal við merkingu efnisins, sjá fylgiskjal 3. Bandstrik (-) aðskilur sjálfstæðar hættusetningar, en skástrik (/) er notað til að mynda samtengdar setningar. Þegar varnaðarsetningar V1 og V2 eru í sviga má sleppa þeim á merkingu efna sem eingöngu eru ætluð til iðnaðarnota.
Ekki eru birtar varnaðarsetningar fyrir mismunandi styrkmörk. Vísað er til fylgiskjals 6 varðandi val á varnaðarsetningum.
6. dálkur CAS-nr.: Chemical Abstracts Service Registry Number - Alþjóðleg númer efna og efnasambanda.6)
7. dálkur EB-nr.: Númer sem gefin eru öllum efnum sem skráð eru á Evrópska efnahagssvæðinu. Þau eru annaðhvort birt í Evrópuskrá yfir markaðssett efni, EINECS, eða Evrópuskrá yfir tilkynnt efni, ELINCS.7)
8. dálkur Raðnúmer: Númer sem efninu er gefið þegar það er tekið inn í Evrópulista yfir hættuleg efni (viðauki I við tilskipun 67/548/EBE um samræmingu ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum um flokkun, pökkun og merkingu hættulegra efna).
Númerið er talnaröð af gerðinni ABC-RST-VW-Y, þar sem:
— ABC er annaðhvort sætistala þess frumefnis sem er mest einkennandi fyrir eiginleika efnisins (með einu eða tveimur núllum fyrir framan til uppfyllingar) eða flokksnúmer lífrænna efna,— RST er raðtala efnisins í röðinni ABC,— VW gefur til kynna á hvaða formi efnið er framleitt eða markaðssett,— Y er vartala í samræmi við ISBN (International Standard Book Number).
9. dálkur Athugasemdir.
A: Samkvæmt 1. mgr. 12. gr. reglugerðarinnar ber að tilgreina heiti efnis á merkimiða eins og það er birt í fylgiskjali 1. Í fylgiskjali 1 eru stundum skráð safnheiti á borð við ,,-sambönd" eða ,,-sölt". Þá ber að tilgreina EINECS/ELINCS-heiti eða annað viðurkennt alþjóðlegt efnaheiti (s.s. IUPAC eða ISO) á merkimiða, t.d. beryllíumklóríð fyrir BeCl2.
B: Tiltekin efni (sýrur, basar o.s.frv.) eru á markaði sem vatnslausnir í mismunandi styrk, sbr. ,,saltpéturssýra _%". Hér ber að tilgreina styrk lausnarinnar í hundraðshlutum á merkimiða, dæmi: ,,saltpéturssýra 45%". Miðað er við hlutfall af þyngd ef annað er ekki tekið fram. Heimilt er að bæta við upplýsingum (t.d. eðlisþyngd, Baumé-gráðum) eða lýsandi orðum s.s. rjúkandi eða ís- (t.d. ísediksýra).
C: Tiltekin lífræn efni eru ýmist á markaði sem ákveðnir ísómerar eða sem blöndur ísómera. Fyrir slík efni er í fylgiskjali 1 stundum notað almennt heiti, t.d.: ,,xýlenól". Hér ber að tilgreina á merkimiðanum hvort efnið er (a) tilteknir ísómerar eða (b) blanda ísómera, dæmi: a) 2,4-dímetýlfenól eða b) xýlenól (blanda ísómera).
D: Sum efni hafa tilhneigingu til sjálfkrafa fjölliðunar eða niðurbrots en eru þó venjulega seld í stöðugu formi. Efni þessi eru tilgreind í stöðugu formi í listanum. Séu efnin hins vegar á óstöðugu formi skal þess getið á merkimiðanum, t.d. metakrýlat (óstöðugt).
E: Athugasemdin á við um efni sem flokkast sem krabbameinsvaldandi, stökkbreytivaldandi eða hafa skaðleg áhrif á æxlun, flokkur 1 eða flokkur 2, og sem einnig eru flokkuð sem mjög eitruð (Tx), eitruð (T) eða hættuleg heilsu (Xn). Fyrir efni sem fá athugasemd E bætist orðið ,,einnig" við setningar H20, H21, H22, H23, H24, H25, H26, H27, H28, H39, H40, H48 og samtengingar þeirra, t.d. H45-23 ,,Getur valdið krabbameini. Einnig eitrað við innöndun", H46-27/28 ,,Getur valdið arfgengum skaða. Einnig mjög eitrað í snertingu við húð og við inntöku".
F: Efnið getur innihaldið hjálparefni sem gerir það stöðugt (stabilizer). Ef hjálparefnið breytir hættulegum eiginleikum efnisins, eins og þeir eru gefnir í lista yfir eiturefni og hættuleg efni, skal merkja efnið í samræmi við reglur um merkingar efnablöndu.
G: Efnið getur verið markaðssett á fleiri en einu formi. Sé efnið markaðssett á sprengifimu formi skal prófa efnið í samræmi við prófunaraðferðir fyrir sprengifimi og merkingin skal gefa til kynna sprengifimi efnisins.
H: Athugasemdin á við um efni sem ekki hafa verið flokkuð með tilliti til allra áhættuþátta. Hættuflokkun og varnaðarsetningar sem tilgreindar eru í efnalistanum eiga eingöngu við um þá áhættuþætti sem þar eru tilteknir. Eftir sem áður ber framleiðanda, innflytjanda eða umboðsaðila að flokka efnið með tilliti til annarra áhættuþátta og merkja efnið í samræmi við það.*
J: Flokkun efnisins sem krabbameinsvaldandi á ekki við ef sýnt er fram á að efnið inniheldur minna en 0,1%8) af benzeni (CAS-nr. 71-43-2).*
M: Flokkun efnisins sem krabbameinsvaldandi á ekki við ef sýnt er fram á að efnið inniheldur minna en 0,005% af benzo[a]pýreni (CAS-nr. 50-32-8).*
Ú: Notkun og sala á efninu í úðunarílátum er óheimil nema aðrar reglugerðir heimili það sérstaklega.
1: Miðað er við styrk málmsins (frumefnisins) sem er reiknaður á grundvelli heildarþyngdar efnablöndunnar. Styrkurinn er tilgreindur sem hundraðshluti miðað við þyngd.
2: Styrkur ísósýanata sem er tiltekinn er hundraðshlutfall þyngdar óbundinnar einliðu miðað við heildarþyngd efnablöndu.
3: Styrkur sem er tiltekinn er hundraðshlutfall þyngdar krómatjóna leystra í vatni miðað við heildarþyngd blöndunnar.
4: Vörur sem innihalda þetta efni skulu flokkaðar ,,Hættulegt heilsu" með H65, ef þær uppfylla skilyrðin í tl. 1.1.3.a í fylgiskjali 5.
5: Styrkmörk fyrir loftkenndar efnablöndur er tiltekinn sem hundraðshluti miðað við rúmmál.
8) %: Hlutfall miðað við þyngd.