454/2000
Reglugerð um skiptingu arðs af hreindýraveiðum. - Brottfallin
454/2000
REGLUGERÐ
um skiptingu arðs af hreindýraveiðum.
1. gr.
Hreindýraráð ráðstafar arði innan hvers sveitarfélags. Skulu eingöngu þeir sem fyrir ágangi hreindýra verða á lönd sín njóta arðsins. Af hverju felldu dýri fari kr. 4.000 til ábúenda eða umráðenda, eftir atvikum, þeirrar jarðar sem dýr er fellt á. Eftirstöðvar skiptast sem hér segir:
1. |
Á allar jarðir í sveitarfélaginu sem verða fyrir ágangi (40%): |
|
a. Samkvæmt fasteignamati lands, 20% |
|
b. Samkvæmt landsstærð (mæld eða flokkuð), 20% |
2. |
Samkvæmt mati á ágangi (60%): |
|
a. Lítill ágangur, 1 hlutur. |
|
b. Töluverður ágangur eða ágangur hluta úr ári, 3 hlutar. |
|
c. Mikill ágangur eða ágangur meiri hluta ársins, 6 hlutar. |
Hreindýraráð metur ágang með hliðsjón af ofangreindu að fenginni umsögn Náttúrustofu Austurlands og eftirlitsmanns með hreindýraveiðum. Heimilt er að vísa mati hreindýraráðs til umhverfisráðherra til úrskurðar. Arður skal greiddur út fyrir áramót vegna síðasta veiðitímabils. Við úthlutun arðs skal stuðst við eyðublað, sbr. fylgiskjal með reglugerð þessari.
Óheimilt er að láta arð af hreindýraveiðum ganga til þeirra sem ekki heimila hreindýraveiðar á landi sínu.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 14. gr. laga nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum með síðari breytingum, öðlast gildi þegar í stað og gildir fyrir ráðstöfun arðs sem fellur til frá og með árinu 2000 að telja.
Ákvæði til bráðabirgða.
Endurskoða skal reglurgerð þessa með hliðsjón af fenginni reynslu og skal endurskoðun lokið eigi síðar en 1. júlí 2003.
Umhverfisráðuneytinu, 3. júlí 2000.
Siv Friðleifsdóttir.
Ingimar Sigurðsson.
Fylgiskjal