Umhverfisráðuneyti

470/2000

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 919/1999 um viðmiðun ÍSN93, grunnstöðvanet og mælistöðvar til notkunar við landmælingar og korta - Brottfallin

1. gr.

D-liður 2. tölul. 1. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

d) meðalhornhraði jarðar v = 7292115×10-11×rad×s-1


2. gr.
9. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Við landmælingar og kortagerð skal nota hnitakerfi á hornsannri keiluvörpun Lamberts, þar sem mælikvarðinn er einn á breiddarbaugunum 64°15' og 65°45' norðurbreiddar. Ásar hnitakerfisins eru nefndir austurás og norðurás. Norðurásinn liggur til norðurs eftir lengdarbaug 19° vesturlengdar, en austurásinn hornrétt á norðurásinn til austurs við 65° norðurbreiddar. Skurðpunktur ásanna hefur hnitin norður = 500.000,000 metrar og austur = 500.000,000 metrar. Stefna er mæld og reiknuð réttsælis frá norðri til austurs.


3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 12. gr. laga um landmælingar og kortagerð nr. 95/1997, sbr. lög nr. 132/1998, öðlast þegar gildi.


Umhverfisráðuneytinu, 21. júní 2000.

Siv Friðleifsdóttir.
Sigríður Auður Arnardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica