Umhverfisráðuneyti

419/2000

Reglugerð um notkun og bann við notkun tiltekinna efna við meðhöndlun á textílvörum. - Brottfallin

419/2000

REGLUGERÐ
um notkun og bann við notkun tiltekinna efna við meðhöndlun á textílvörum.

Markmið.
1. gr.

Reglugerð þessi er sett til þess að takmarka notkun tiltekinna efnasambanda sem geta verið hættuleg heilsu manna.


2. gr.

Óheimilt er að nota eftirtalin eldtefjandi efni til þess að meðhöndla textílvörur svo sem föt, undirföt og lín, ef ætla má að vörurnar geti komist í snertingu við hörund:

tris-(2,3-díbrómprópýl)-fosfat (TRIS) CAS nr.1)
126-72-7
tris-(1-aziridinýl)-fosfínoxíð (TEPA) CAS nr.
5455-55-1
pólýbrómbífenýl (PBB) CAS nr.
59536-65-1

1) CAS nr.: Chemical Abstract Service - Alþjóðleg númer efna og efnasambanda.



3. gr.
Óheimilt er að nota kvikasilfurssambönd í slitþolin textílefni og garn ætlað í framleiðslu þeirra.


4. gr.
Óheimilt er að framleiða, flytja inn, selja eða nota efni og efnavörur, sem í er meira en 0,1%22) Hlutfall miðað við þyngd.) af pentaklórfenóli (PCP), til gegndreypingar trefja og slitþolinna textílefna.

Óheimilt er að nota trefjar og slitþolin textílefni, sem gegndreypt hafa verið með efnum eða vörutegundum sem í er PCP í fatnað, áklæði eða teppi.


5. gr
Óheimilt er að selja eða flytja inn textílvörur svo sem föt, undirföt og lín, sem ætla má að komist í snertingu við hörund, hafi vörurnar verið meðhöndlaðar með þeim efnum sem talin eru upp í 2. gr. Einnig er óheimilt að flytja inn eða selja textílvörur og garn sem meðhöndlaðar hafa verið með þeim efnum sem tilgreind eru í 3. gr.


6. gr.
Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga, undir yfirumsjón Hollustuverndar ríkisins, hefur eftirlit með framkvæmd þessarar reglugerðar að öðru leyti en því sem fellur undir lög nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.


7. gr.
Um mál, er rísa kunna út af brotum á reglum þessum, fer að hætti opinberra mála. Um refsingar fer samkvæmt 26. gr. laga nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni.


8. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 18. gr. laga nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni og lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Einnig er höfð hliðsjón af ákvæðum 4. tl. XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnhagssvæðið, tilskipun 76/769/EBE, um samræmingu ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum aðildarríkjanna varðandi takmörkun á sölu og notkun tiltekinna skaðlegra efna og efnablandna ásamt breytingum í tilskipunum 79/663/EBE, 83/264/EBE, 91/173/EBE og 1999/51/EB.

Reglugerðin öðlast gildi við birtingu. Frá sama tíma falla úr gildi reglugerðir nr. 448/1996 um notkun og bann við notkun tiltekinna efna við meðhöndlun á textílvörum og reglugerð nr. 179/1998 um breytingu á reglugerð nr. 448/1996.


Umhverfisráðuneytinu, 7. júní 2000.

F. h. r.
Ingimar Sigurðsson.
Ólafur Pétursson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica