1. gr.
Ný 2. mgr. kemur í stað 2. og 3. mgr. greinar 2.4.7. og orðist svo:
Byggingarnefnd veitir iðnmeisturum sem eru starfandi í iðn sinni og hafa lokið meistaraskóla eða hlotið hliðstæða menntun, viðurkenningu samkvæmt IV. kafla, og einnig öðrum iðnmeisturum sem hafa að staðaldri haft umsjón með og borið ábyrgð á byggingarframkvæmdum í a.m.k. þrjú ár eftir viðurkenningu byggingarnefndar þar sem ekki var meistaraskóli í byggingarnefndarumdæmi eða næsta nágrenni. Þá getur byggingarnefnd veitt þeim iðnmeisturum sem við gildistöku reglugerðar nr. 177/1992 höfðu viðgerðarvinnu að aðalstarfi sérstaka viðurkenningu til þeirra starfa. sbr. gr. 3.1.11. og 3.1.12.
2. gr.
Grein 3.5.1. orðist svo:
Rétt til að gera aðaluppdrætti og séruppdrætti af húsum og öðrum mannvirkjum og árita þá hafa arkitektar, byggingarfræðingar, tæknifræðingar og verkfræðingar, hver á sínu sviði, svo og búfræðikandídatar úr tæknideildum búnaðarháskóla að því er landbúnaðarbyggingar varðar, enda hafi framangreindir aðilar öðlast tveggja ára viðurkennda starfsreynslu á sínu sviði. Þeir sem hlotið höfðu þennan rétt áður en byggingarlög nr. 54/1978 gengu í gildi, halda honum.
3. gr.
Grein 4.1. orðist svo:
Þeir meistarar einir mega hafa umsjón með og bera ábyrgð á byggingarframkvæmdum, hver á sínu sviði, sem til þess hafa hlotið viðurkenningu byggingarnefndar sem í hlut á, sbr. gr. 2.4.7., og fullnægja að öðru leyti skilyrðum sem sett eru í lögum og reglugerðum einstakra veitustofnana.
4. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 4. gr. byggingarlaga nr. 54/1978 og öðlast gildi nú þegar.
Umhverfisráðuneytið, 23. febrúar 1993.
Eiður Guðnason.
Magnús Jóhannesson.