REGLUGERÐ
um takmörkun á markaðssetningu lampaolíu, skrautmuna,
leikfanga og spaug- eða gabbvarnings með tilteknum efnum.
Markmið og gildissvið.
1. gr.
Markmið reglugerðarinnar er að koma í veg fyrir eða takmarka framleiðslu, innflutning eða dreifingu lampaolíu, leikfanga, skrautmuna og spaug- eða gabbvarnings sem innihalda tiltekin efni.
Skrautmunir og olíulampar.
2. gr.
Óheimilt er að framleiða, flytja inn eða dreifa skrautmunum sem í eru efni í vökvaformi sem flokkast hættuleg, skv. reglugerð nr. 236/19901), og ætluð eru til að ná fram ljós- eða litaáhrifum með mismunandi fösum. Dæmi um slíka hluti eru skrautlampar og öskubakkar.
3. gr.
Óheimilt er að framleiða, flytja inn eða dreifa olíu, sem nota má sem eldsneyti á lampa, ef hún inniheldur ilm- eða litarefni og er í umbúðum sem eru minni en 15 lítrar þegar hún flokkast hættuleg og skal merkt með hættusetningunni H65 "Getur valdið lungnaskaða við inntöku" skv. reglugerð nr. 236/1990.
4. gr.
Umbúðir lampaolíu sem heimilt er að markaðssetja skulu, auk annarra lögbundinna merkinga, merktar með eftirfarandi áletrun með skýru og óafmáanlegu letri: "Geymið lampa sem fylltir eru með þessum vökva þar sem börn ná ekki til". Umbúðirnar skulu búnar öryggislokum sem börn geta ekki opnað, sbr. reglugerð nr. 609/1997, um öryggislok og áþreifanlega viðvörun.
5. gr.
Óheimilt er að selja eða dreifa á almennum markaði í úðabrúsum efnablöndum sem flokkast sem eldfimar, mjög eldfimar eða afar eldfimar, skv. reglugerð nr. 236/1990, ef þær eru ætlaðar til skemmtunar eða skreytinga fyrir almenning, t.d. glimmer, gervisnjór, skrautflögur og skrautlöður.
Umbúðir efnavöru sem tilgreind er í 1. mgr. og leyfð er til faglegra nota skulu, auk annarra lögbundinna merkinga, merktar með eftirfarandi áletrun með skýru og óafmáanlegu letri: "Notist aðeins af fagfólki".
Leikföng og leikir.
6. gr.
Óheimilt er að framleiða, flytja inn, eða dreifa spilum eða leikjum sem ætluð eru fyrir einn eða fleiri þátttakendur ef í þeim eru efni eða efnablöndur í vökvaformi sem flokkast hættuleg skv. reglugerð nr. 236/1990.
7. gr.
Óheimilt er að framleiða, flytja inn eða dreifa leikföngum sem innihalda bensen (CAS- nr.2) 71-43-2) ef styrkur óbundins bensens er meiri en 5 mg/kg miðað við þyngd leikfangsins eða hluta þess.
Spaug- og gabbvarningur.
8. gr.
Óheimilt er að framleiða, flytja inn, selja eða nota efni eða efnablöndur í vökvaformi, sem flokkast hættuleg skv. reglugerð nr. 236/1990, í spaug- eða gabbvarning, t.d. í hnerriduft eða fýlubombur. Enn fremur eru eftirtalin efnasambönd og efni unnin úr náttúruafurðum óheimil til slíkra nota:
- |
duft úr sápuberki (Quillaja saponaria) ásamt afleiðum þess sem innihalda saponín, |
||
- |
duft úr rótum Helleborus viridis (fjallaskuggi) og Helleborus niger (jólarós), |
||
- |
duft úr rótum Veratrum album (hvít hnerrarót) og Veratrum nigrum (svört hnerrarót), |
||
- |
viðarduft (sag), |
|
|
- |
bensidín |
CAS- nr. |
92-87-5, |
- |
bensidínafleiður, |
|
|
- |
o-nítróbensaldehýð |
CAS- nr. |
552-89-6, |
- |
ammóníumsúlfíð |
CAS- nr. |
12135-76-1, |
- |
ammóníumvetnissúlfíð |
CAS- nr. |
12124-99-1, |
- |
ammóníumfjölsúlfíð |
CAS- nr. |
12259-92-6, |
- |
rokgjarnir esterar brómediksýru: |
|
|
- |
metýlbrómasetat |
CAS- nr. |
96-32-2, |
- |
etýlbrómasetat |
CAS- nr. |
105-36-2, |
- |
própýlbrómasetat |
CAS- nr. |
35223-80-4, |
- |
bútýlbrómasetat |
CAS- nr. |
18991-98-5. |
Eftirlit, viðurlög og gildistaka.
9. gr.
Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga, undir yfirumsjón Hollustuverndar ríkisins, hefur eftirlit með framkvæmd reglugerðar þessarar.
10. gr.
Um mál er rísa kunna út af brotum á reglum þessum fer að hætti opinberra mála. Um viðurlög fer samkvæmt ákvæðum laga nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, ásamt síðari breytingum, nema þyngri refsing liggi fyrir samkvæmt öðrum lögum.
11. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, ásamt síðari breytingum, sbr. einnig lög nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir. Höfð er hliðsjón af ákvæðum 4. tl., XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópskt efnahagssvæði (tilskipun 76/769/EBE um samræmingu ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum aðildarríkjanna varðandi takmörkun á sölu og notkun tiltekinna skaðlegra efna og efnablandna, eins og henni er breytt með tilskipunum 79/663/EBE, 82/806/EBE, 83/264/EBE, 89/677/EBE, 94/48/EB og 97/64/EB).
Reglugerðin öðlast þegar gildi. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 694/1994, um takmörkun við framleiðslu, notkun og innflutningi leikfanga, skrautmuna og spaug- eða gabbvarnings sem innihalda tiltekin efni.
Umhverfisráðuneytinu, 16. september 1999.
Siv Friðleifsdóttir.
Magnús Jóhannesson.