REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 158/1997, um álagningu spilliefnagjalds,
sbr. breytingu nr. 203/1997, breytingu nr. 316/1997 og breytingu nr. 442/1997.
1. gr.
Við reglugerðina bætist nýr VII. kafli sem er svohljóðandi:
VII. KAFLI
Varnarefni.
14. gr.
Gjaldskyld varnarefni og upphæð gjaldsins.
Spilliefnagjald skal lagt á varnarefni.
Spilliefnagjald á innflutt varnarefni skal innheimt í tolli.
Um gjaldtöku og flokkun til gjaldskyldu á varnarefnum, gilda ákvæði viðauka VI við þessa reglugerð.
2. gr.
Við reglugerðina bætist nýr VIII. kafli sem er svohljóðandi:
VIII. KAFLI
Ísócýanöt.
15. gr.
Gjaldskyld ísócýanöt og upphæð gjaldsins.
Spilliefnagjald skal lagt á ísócýanöt.
Spilliefnagjald á innflutt ísócýanöt skal innheimt í tolli.
Um gjaldtöku og flokkun til gjaldskyldu á ísócýanötum, gilda ákvæði viðauka VII við þessa reglugerð.
3. gr.
VII. KAFLI verður IX. KAFLI.
4. gr.
14. gr. verður 16. gr. og 15. gr. verður 17. gr.
5. gr.
Við reglugerðina bætist viðauki VI sem er svohljóðandi:
VIÐAUKI VI.
VARNAREFNI SEM GETA ORÐIÐ AÐ SPILLIEFNUM.
Spilliefnagjald skal reikna sem tiltekna fjárhæð á hvert kílógramm (eða hluta úr kílógrammi) varnarefna sem flokkast undir eftirtalin tollskrárnúmer:
ÚR 38. KAFLA TOLLSKRÁRINNAR Kr/kg
3808 Efni til varnar gegn eða útrýmingar á skordýrum, nagdýrum, sveppum og illgresi, efni til að hindra spírun og efni til að stjórna plöntuvexti, sótthreinsandi efni og áþekkar vörur í formi eða umbúðum til smásölu eða sem blöndur eða hlutir (t.d. brennisteinsunnin bönd, kveikir og kerti, og flugnaveiðarar):
3808.1000 - Skordýraeyðir 3,00
- Sveppaeyðir:
3808.2001 - - Fúavarnarefni 3,00
3808.2009 - - Annar 3,00
3808.3000 - Illgresiseyðir, spírunareyðir og efni til að stjórna plöntuvexti 3,00
3808.4000 - Sótthreinsandi efni 3,00
3808.9000 - Annað 3,00
6. gr.
Við reglugerðina bætist viðauki VII sem er svohljóðandi:
VIÐAUKI VII.
ÍSÓCÝANÖT SEM GETA ORÐIÐ AÐ SPILLIEFNUM.
Spilliefnagjald skal reikna sem tiltekna fjárhæð á hvert kílógramm (eða hluta úr kílógrammi) ísócýanata sem flokkast undir eftirtalin tollskrárnúmer:
ÚR 29. KAFLA TOLLSKRÁRINNAR Kr/kg
2929 Sambönd með annarri köfnunarefnisvirkni:
2929.1000 - Ísócyanöt 1,00
2929.9000 - Annað 1,00
7. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 56/1996 um spilliefnagjald og öðlast gildi 1. nóvember 1997.
Umhverfisráðuneytinu, 6. október 1997.
Guðmundur Bjarnason.
Magnús Jóhannesson.