1. gr.
Markmið.
Markmið reglugerðarinnar er að takmarka notkun tiltekinna efna sem stuðla að auknum gróðurhúsaáhrifum.
2. gr.
Gildissvið og skilgreiningar.
Reglugerðin gildir um eftirtalin efni, hrein eða í blöndu með öðrum efnum, enda sé þyngdarhlutfall þeirra í blöndunni hærra en 1%:
1. Vetnisflúorkolefni (HFC), kolefnissambönd sem innihalda flúor og vetni.
2. Flúorkolefni (FC), kolefnissambönd sem innihalda einungis flúor og kolefni.
3. Hexaflúorbrennisteinn SF6.
Sjá nánar um líftíma og upphitunarstuðla fyrir SF6, nokkurra HFC og FC í viðauka 1.
3. gr.
Framleiðsla, innflutningur og sala.
Óheimilt er að framleiða, flytja inn og selja efni sem talin er upp í 2. gr. svo og vörur sem innihalda slík efni, sjá þó 4. og 9. gr.
4. gr.
Undantekningar.
Þrátt fyrir ákvæði 3. gr. er innflutningur og sala á efnum tilgreindum í 2. gr og vörum sem innihalda sömu efni heimil til neðangreindrar notkunar:
1. Vetnisflúorkolefni (HFC)
a) Til notkunar í kæli- og varmadælukerfi.
b) Í lyfjum sem drifefni.
2. SF6 í rofum og rafbúnaði þar sem aðrar lofttegundir eru ónothæfar.
5. gr.
Skráning á innflutningi og sölu - Innra eftirlit.
Innflytjendur og söluaðilar HFC og SF6 bera ábyrgð á því að ákvæði reglugerðarinnar séu uppfyllt. Þeir skulu halda skrá yfir allan innflutning og sölu HFC og SF6, svo og á vörum sem innihalda þessi efni, sbr. 4. gr. Innflytjendur og söluaðilar skulu senda upplýsingar um innflutning og sölu til Hollustuverndar ríkisins fyrir 1. mars ár hvert.
Hið sama gildir um innflutning og sölu efna eða vara sem veitt hefur verið undanþága fyrir samkvæmt 9. gr.
6. gr.
Losun.
Óheimilt er að losa efni sem tilgreind eru í 2. gr. út í umhverfið. Hver sá sem hefur með höndum ofangreind efni eða búnað sem inniheldur slík efni, skal viðhafa allar nauðsynlegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir losun þeirra út í umhverfið.
7. gr.
Endurvinnsla og förgun.
Efni tilgreind í 2. gr. skal endurnýta eða endurvinna ef kostur er. Við förgun skal meðhöndla þau sem spilliefni, sbr. ákvæði gildandi mengunarvarnareglugerðar.
8. gr.
Eftirlit.
Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga, undir yfirumsjón Hollustuverndar ríkisins, hefur eftirlit með framkvæmd reglugerðar þessarar.
9. gr.
Undanþágur.
Ef sérstakar aðstæður mæla með getur umhverfisráðherra veitt tímabundnar undanþágur frá ákvæði 3. gr. þessarar reglugerðar að fenginni umsögn Hollustuverndar ríkisins.
Í umsókn um undanþágur fyrir innflutningi og sölu, á efnum sem tilgreind eru í 2. gr. og vörum sem innihalda þau, skal gerð grein fyrir notkun efnisins eða vörunnar og hvers vegna ekki sé hægt að nota önnur efni minna skaðleg umhverfinu.
10. gr.
Viðurlög.
Með mál sem kunna að rísa út af brotum á reglugerð þessari fer að hætti opinberra mála.
11. gr.
Gildistaka
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í ákvæði 2. mgr. 29. gr. laga nr. 52/1988 um eiturefni og hættuleg efni, með síðari breytingum, og 5. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Reglugerð þessi hefur verið tilkynnt í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 534/1995, um gildistöku tiltekinna tilskipana Evrópubandalagsins um tilhögun upplýsingaskipta vegna setningar tæknilegra staðla og reglugerða, sbr. 1. tölul. XIX. kafla II. viðauka EES-samningsins, sbr. tilskipun ráðsins frá 28. mars 1983 nr. 83/189/EBE, með síðari breytingum.
Reglugerð þessi öðlast gildi þegar við birtingu.
Umhverfisráðuneytinu, 14. apríl 1998.
Guðmundur Bjarnason.
Ingimar Sigurðsson.
VIÐAUKI 1
Upphitunarstuðlar hexaflúorbrennisteins auk nokkurra vetnisflúorkolefna (HFC)
og flúorkolefna (FC), með hliðsjón af upphitunarstuðli fyrir koldíoxíð (CO2).1)
|
|
Efni |
Líftími |
Upphitunarstuðull 20 ára 100 ára 500 ára |
||
HFC |
CHF3 |
HFC-23 |
264 |
9100 |
11700 |
9800 |
|
CH2F2 |
HFC-32 |
5.6 |
2100 |
650 |
200 |
|
CH3F |
HFC-41 |
3.7 |
490 |
150 |
45 |
|
C4H2F10 |
HFC-43-10-mee |
17.1 |
3000 |
1300 |
400 |
|
C2HF5 |
HFC-125 |
32.6 |
4600 |
2800 |
920 |
|
CHF2CHF2 |
HFC-134 |
10.6 |
2900 |
1000 |
310 |
|
CH2FCF3 |
HFC-134a |
14.6 |
3400 |
1300 |
420 |
|
C2H4F2 |
HFC-152a |
1.5 |
460 |
140 |
42 |
|
CHF2CH2F |
HFC-143 |
3.8 |
1000 |
300 |
94 |
|
CF3CH3 |
HFC-143a |
48.3 |
5000 |
3800 |
1400 |
|
C3HF7 |
HFC-227ea |
36.5 |
4300 |
2900 |
950 |
|
C3H2F6 |
HFC-236fa |
209 |
5100 |
6300 |
4700 |
|
C3H3F5 |
HFC-245ca |
6.6 |
1800 |
560 |
170 |
FC |
CF4 |
CF-14 |
50000 |
4400 |
6500 |
10000 |
|
C2F6 |
CF-116 |
10000 |
6200 |
9200 |
14000 |
|
C3F8 |
|
2600 |
4800 |
7000 |
10100 |
|
C4F10 |
|
2600 |
4800 |
7000 |
10100 |
|
c-C4F8 |
|
3200 |
6000 |
8700 |
12700 |
|
C5F12 |
|
4100 |
5100 |
7500 |
11000 |
|
C6F14 |
|
3200 |
4500 |
6800 |
9900 |
SF6 |
|
|
3200 |
16300 |
23900 |
34900 |