REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 319/1995 um neysluvatn.
1. gr.
Við 2. gr. reglugerðarinnar bætist eftirfarandi skilgreining sem orðast svo:
Lindarvatn: vatn sem berst sjálfrennandi upp á yfirborð jarðar, í upphaflegu ástandi eða eftir meðhöndlun.
2. gr.
Við 5. gr. bætist ný málsgrein sem orðast svo:
Átappað lindarvatn skal uppfylla þau skilyrði um örverufræðilega þætti, merkingar umbúða og búnað sem notaður er, sem tilgreind eru í 3. tl. 4. gr., 5. gr., 2. og 3. tl. 10. gr., 13. gr. og 14. gr. reglugerðar nr. 390/1995 um ölkelduvatn, með síðari breytingum. Óheimilt er að meðhöndla lindarvatn með öðrum aðferðum en þeim sem tilgreindar eru í 6. gr. reglugerðar nr. 390/1995, með síðari breytingum.
3. gr.
Við 6. gr. bætist ný málsgrein sem orðast svo:
Ef átappað vatn er merkt sem lindarvatn skal það leitt í leiðslu frá uppsprettustað til átöppunarhúsnæðis.
4. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Einnig var höfð hliðsjón af ákvæðum samningsins um Evrópskt efnahagssvæði, sem vísað er til í 26. tl. XII. kafla, II. viðauka, tilskipunar nr. 96/70/EB. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Ákvæði til bráðabirgða.
Heimilt er að selja birgðir af vöru sem framleidd hefur verið og merkt fyrir gildistöku reglugerðar þessarar samkvæmt áður gildandi ákvæðum reglugerðar nr. 319/1995.
Umhverfisráðuneytinu, 2. desember 1998.
Guðmundur Bjarnason.
Ingimar Sigurðsson.