Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

348/1990

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 236/1990 um flokkun, merkingu og meðferð eiturefna, hættulegra efna og vörutegunda, sem innihalda slík efni. - Brottfallin

1. gr.

            Við 1. tl. í ákvæðum til bráðabirgða bætist ný setning er orðist svo:

            Fram að þeim tíma gilda ákvæði auglýsingar nr. 147/1985, um merkingu nauðsynjavara, sem innihalda eiturefni, hættuleg efni eða önnur efni sem geta verið skaðleg heilbrigði manna.

 

2. gr.

            Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í lögum nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, sbr. og lög nr. 81/1988, um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, öðlast þegar gildi.

 

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, l6. ágúst 1990.

 

Guðmundur Bjarnason.

Ingimar Sigurðsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica