Iðnaðarráðuneyti

542/1991

Reglugerð um breyting á reglugerð um raforkuvirki nr. 264/1971. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

Við reglugerðina bætist ný grein, 279. gr., sem hljóði svo:

§ 279 Smáspennulampar og lagnir.

1. Almennt.

1.1 Ákvæðin eiga við smáspennulampa og lagnir, sem fá orku frá varnarsmáspennugjafa með hámarksmálspennu 50 V eða 120 = . (Sjá greinar § 151, 205, og 264).

1.2 Hverri smáspennulögn skal fylgja einlínumynd, þar sem fram kemur eftirfarandi:

- fyrirkomulag greinitaflna,

- stærð vara, spennubreyta og lampa (pera),

- gildleiki og lengd strengja.

1.3 Smáspennulagnir eða hlutar þeirra eru tilkynningarskyld.

1.4 Frágangur smáspennulagna skal vera í samræmi við almenn ákvæði um fastar raflagnir með þeim breytingum og viðbótum, sem fram koma í eftirfarandi greinum.

2. Frágangur smáspennulagna.

2.1 Efni til smáspennulagna skal að jafnaði vera hið sama og notað er til almennra fastra raflagna og einangrað fyrir 250 V málspennu hið minnsta. Lausataugar, s.s. lampasnúrur, eru ekki leyfðar í fastalagnir.

Nota má annað raflagnaefni, ef varnir gegn beinni snertingu af spennuhafa hlutum eru tryggar:

- með vörn, sem samsvarar a.m.k. IP 2X,

- eða raflagnaefni með einangrun sem stenst 500 V prófspennu í eina mínútu.

Frávik:

Ef málspenna verður ekki hærri en 25 V eða 60 V = er leyfilegt að nota óeinangraðar lagnir (t.d. vírar í lofti) með eftirfarandi skilyrðum:

- að raflagnaefnið sé hannað, sett upp eða stúkað þannig sundur, að ekki sé hætta á skammhlaupi.

- að gildleiki lagna sé ekki minni en 4 mm2,

- að spennar séu ekki stærri en 300 VA,

- að lagnir liggi ekki á auðbrennanlegu efni.

3. Hönnun og yfirstraumsvarnir.

3.1 Lagnir skulu vera skammhlaups og yfirálagsvarðar í samræmi við almenn ákvæði gr. 302. Gildleiki lagna skal samsvara álagi greina og þess gætt, að lögnum sé hæfilega skipt niður á greinar.

3.2 Tryggja skal, að vör eða annar varnarbúnaður leysi út við skammhlaup hvar sem er í lögninni, áður en skaðleg hitamyndun á sér stað.

Ath: Þegar smáspennulögn er tilkynnt til, úttektar, skulu fylgja útreikningar á skammhlaupsþoli raflagnarinnar eða staðfesting á því, að varbúnaður hennar leysi út við skammhlaup.

3.3 Yfirstraumsvörnin má vera á forvafshlið spennis, ef tryggt er, að smáspennulögnin sé þar með varin gegn yfirstraumi.

Ath: Nauðsynlegt er að velja rétta varstærð því að of stórt var verndar ekki smáspennulögnina.
Yfirstraumsvörnin getur að öðru leyti verið útfærð sem skammhlaupsvörn á forvafshlið og yfirálagsvörn á bakvafshlið.

3.4 Í tvíleiðara smáspennulögnum er nægjanlegt að aðeins annar leiðarinn sé yfirstraumsvarinn, ef eftirfarandi skilyrðum er fullnægt:

- yfirstraumsvörn (smáspennulagnarinnar) innbyggð í spenninn eða viðbyggð við hann,

- tryggt sé, að skammhlaup eða útleiðsla til jarðar geti ekki átt sér stað framan við yfirstraumsvörnina.

Ath: Þetta þýðir í raun tvöfalda einangrun.

3.5 Ef notuð eru vör til varnar lögnum, má auk venjulegra smáspennuvara, nota smávör í samræmi við IEC staðal nr. 127 eða samsvarandi vör (t. d. bílvör skv. ISO / D1S staðli nr. 8820-1). Vörin skulu hafa nægilega rofgetu.

4. Fyrirkomulag.

4.1 Vör og svipaður varnarbúnaður skal vera á aðgengilegum stað.

Leyfilegt er að hafa slíkan búnað yfir fölsku lofti, ef vör eru innbyggð í spenninn eða viðbyggð við hann.

Nauðsynlegt er og skylt að haga þannig frágangi, að auðvelt sé að komast að búnaðinum. Í slíkum tilvikum skal vera merking eða skilti á sýnilegum stað, þar sem fram kemur; hvar vör eru yfir fölskum loftum.

Á öðrum stöðum skulu vör og annar varnarbúnaður í smáspennulögn raflagna vera innbyggður í spenninn eða viðbyggður við hann eða festur á öruggan hátt.

Ath: Ekki er leyfilegt að tengja laus smávör o.þ.h. við raflögn.

4.2 Ef óljóst er, hvaða vör (o.þ.h.) og lagnir eiga saman, skal setja merkingu um slíkt við vörin.

4.3 Spennar o.þ.h. ofan við fölsk loft eða á svipuðum stöðum mega 'ýmist vera fasttengdir eða laustengdir en þó festir á öruggan hátt.

5. Ofhitnun.

5.1 Lampar og fylgibúnaður þeirra skal vera þannig settur að hætta á skaðlegri hitun þeirra eða næsta umhverfi sé útilokuð.

Reglugerð þessi, um breyting á reglugerð um raforkuvirki nr: 264; 31. desember 1971, er sett skv. lögum um Rafmagnseftirlit ríkisins, nr. 60, 31. maí 1979, til að taka þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Iðnaðarráðuneytið, 15. nóvember 1991.

F. h. r.

Björn Friðfinnsson.

Kristmundur Halldórsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica