1. gr.
Í stað orðanna "Hollustuvernd ríkisins" í 5. tl. 3. gr. reglugerðarinnar og sömu orða hvarvetna annars staðar í reglugerðinni kemur (í viðeigandi beygingarfalli): Umhverfis- og orkustofnun.
2. gr.
Í stað orðsins "umhverfismörk" í 15. tl. 3. gr. reglugerðarinnar og sama orðs hvarvetna annars staðar í reglugerðinni kemur (í viðeigandi beygingarfalli): viðmiðunarmörk.
3. gr.
21. töluliður 3. gr. reglugerðarinnar fellur brott.
4. gr.
22. gr. reglugerðarinnar fellur brott.
5. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 5. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 10. febrúar 2025.
Jóhann Páll Jóhannsson
umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Stefán Guðmundsson.