1. gr.
5. tl. 2. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Landinu er skipt í sex veiðisvæði fyrir rjúpnaveiði, sbr. kort í viðauka II við reglugerð þessa en landupplýsingar og hnit eru aðgengileg á vefsíðu Umhverfisstofnunar. Árið 2024 er rjúpnaveiði heimil frá og með föstudögum til og með þriðjudögum innan hvers veiðisvæðis með eftirfarandi hætti:
a. | Austurland | 25. október - 22. desember. |
b. | Norðausturland | 25. október - 19. nóvember. |
c. | Norðvesturland | 25. október - 19. nóvember. |
d. | Suðurland | 25. október - 19. nóvember. |
e. | Vesturland | 25. október - 19. nóvember. |
f. | Vestfirðir | 25. október - 26. nóvember. |
Rjúpnaveiðar eru þó alltaf óheimilar á friðuðu svæði, sbr. 9. gr.
2. gr.
Við reglugerðina bætist viðauki II, Veiðisvæði fyrir rjúpnaveiði, sem birtur er með reglugerð þessari.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 7. og 17. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 11. september 2024.
Guðlaugur Þór Þórðarson.
Stefán Guðmundsson.
VIÐAUKI
(sjá PDF-skal)