Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti

983/2024

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 456/1994 um fuglaveiðar og nýtingu hlunninda af villtum fuglum.

1. gr.

7. tl. 2. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar orðist svo: Frá 1. september til 25. september: Helsingi, nema í Austur- og Vestur-Skaftafellssýslum, en þar er friðun helsingja aflétt frá 10. september til 25. september.

 

2. gr.

1. mgr. 10. gr. reglugerðarinnar orðist svo: Óheimilt er að flytja út, bjóða til sölu eða selja rjúpur, grágæsir og helsingja og afurðir þeirra. Með sölu er átt við hvers konar afhendingu gegn endur­gjaldi. Þó er heimilt að selja uppstoppaða fugla eða saltaða hami, enda sé um að ræða full­nýtingu bráðar.

 

3. gr.

Reglugerð þessi er sett skv. 17. gr. laga nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, og öðlast þegar gildi.

 

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 30. ágúst 2024.

 

Guðlaugur Þór Þórðarson.

Stefán Guðmundsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica