1. gr.
7. tl. 2. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar orðist svo: Frá 1. september til 25. september: Helsingi, nema í Austur- og Vestur-Skaftafellssýslum, en þar er friðun helsingja aflétt frá 10. september til 25. september.
2. gr.
1. mgr. 10. gr. reglugerðarinnar orðist svo: Óheimilt er að flytja út, bjóða til sölu eða selja rjúpur, grágæsir og helsingja og afurðir þeirra. Með sölu er átt við hvers konar afhendingu gegn endurgjaldi. Þó er heimilt að selja uppstoppaða fugla eða saltaða hami, enda sé um að ræða fullnýtingu bráðar.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett skv. 17. gr. laga nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, og öðlast þegar gildi.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 30. ágúst 2024.
Guðlaugur Þór Þórðarson.
Stefán Guðmundsson.