Innviðaráðuneyti

1677/2023

Reglugerð um breytingu á byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Stofnreglugerð:

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2.3.6. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðanna "Hún skal vera í samræmi við" í 2. málsl. 1. mgr. kemur: Hún skal ekki vera í ósamræmi við.
  2. Við 1. mgr. bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Smádreifistöðvar fyrir raforkudreifingu, dælu­hús hita-, vatns- og fráveitu og önnur lítil hús veitukerfa sem eru að hámarki 15 m² og mesta hæð þaks er 2,5 m mælt frá yfirborði jarðvegs.

 

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er á grundvelli 1. mgr. 60. gr. laga um mannvirki, nr. 160/2010, öðlast þegar gildi.

 

Innviðaráðuneytinu, 20. desember 2023.

 

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Hermann Sæmundsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica