I. KAFLI
Gildissvið.
1. gr.
Reglugerð þessi tekur til starfsemi Brunamálaskólans, menntunar og löggildingar slökkviliðsmanna.
2. gr.
Slökkviliðsmenn samkvæmt reglugerð þessari eru:
II. KAFLI
Stjórn og skipulag Brunamálaskólans.
3. gr.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun skal starfrækja Brunamálaskólann sem ætlaður er slökkviliðsmönnum, þ.m.t. slökkviliðsstjórum og eldvarnaeftirlitsmönnum. Starfsemi Brunamálaskólans fer fram á grundvelli 1. mgr. 9. gr. laga um brunavarnir. Skólinn skal hafa umsjón með menntun slökkviliðsmanna, bóklegri og verklegri, og fræðslu þeirra í starfi. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er heimilt með samningi að fela menntastofnun starfrækslu Brunamálaskólans. Enn fremur er heimilt að gera samning við slökkvilið eða aðra fagaðila um framkvæmd einstakra þátta í starfsemi skólans.
Ráðherra skipar til fjögurra ára í senn fjögurra manna fagráð, og jafnmarga menn til vara, sem er Húsnæðis- og mannvirkjastofnun til ráðgjafar um fagleg málefni Brunamálaskólans. Samband íslenskra sveitarfélaga, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og Félag slökkviliðsstjóra tilnefna hvert sinn fulltrúa í fagráðið og skipar ráðherra formann, sbr. 2. mgr. 9. gr. laga um brunavarnir.
4. gr.
Brunamálaskólinn skal veita slökkviliðsmönnum að lágmarki þá menntun og starfsþjálfun sem krafa er gerð um í reglugerð þessari og lýtur m.a. að skyldubundnu námi þeirra og endurmenntun.
Brunamálaskólanum er heimilt að standa fyrir annarri fræðslu. Slík fræðslustarfsemi má ekki koma niður á meginstarfsemi skólans.
Brunamálaskólinn skal starfrækja staðar-, fjar- og farkennslu sem útfærð er af skólanum samkvæmt námskrá.
5. gr.
Við Brunamálaskólann skal starfa fagráð sem er Húsnæðis- og mannvirkjastofnun til ráðgjafar um fagleg málefni skólans. Hlutverk fagráðsins er að móta áherslur um starfsemi og námsefni skólans, fylgjast með þróun og nýjungum á sviði slökkvistarfs og innleiða í námsefni skólans. Fagráðið staðfestir námskrá skólans og skal veita álit í ágreiningsmálum er kunna að koma upp varðandi námið og próf.
6. gr.
Kostnaður við rekstur Brunamálaskólans greiðist af rekstrarfé Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem ákveðið er í fjárlögum hverju sinni. Fjárveitingar til skólans skulu m.a. standa undir kostnaði við fagráð, kennara, kennslu, námskeiðahald, útgáfu námsefnis og annan nauðsynlegan rekstrarkostnað skólans. Um greiðslur launa-, ferða- og uppihaldskostnað þeirra sem sækja skólann fer samkvæmt gildandi kjarasamningi slökkviliðsmanna.
Heimilt er að að nota tæki og búnað slökkviliða sveitarfélaganna við skólastarfið með samþykki viðkomandi slökkviliðsstjóra án sérstakrar greiðslu.
III. KAFLI
Nám slökkviliðsmanna.
7. gr.
Inntökuskilyrði.
Námið við Brunamálaskólann er fyrir einstaklinga sem eru starfandi í slökkviliðum.
Þeir sem ráðnir eru til starfa sem slökkviliðsmenn skulu fullnægja eftirtöldum skilyrðum:
Víkja má frá einu eða fleiri skilyrðum í 2. mgr. vegna þeirra sem gegna slökkvistarfi eða starfa við brunavarnir samkvæmt 2. tölul. 2. gr. reynist ekki unnt að fá menn til starfa sem uppfylla framangreind skilyrði.
Endurráðning í starf slökkviliðsmanna miðast við það að þeir standist þær kröfur sem fram koma í þessum kafla.
Heimilt er að leyfa öðrum viðbragðsaðilum sem koma að slökkvistarfi að sitja einstaka námskeið á vegum Brunamálaskólans.
8. gr.
Námskrá.
Brunamálaskólinn gefur út námskrá til fimm ára í senn sem unnin er í samráði við fagráð skólans og skal staðfest af því. Námskráin er meginviðmiðun skólans við skipulagningu náms og kennslu og skal tilgreina þær námsgreinar sem kenndar eru í náminu og lengd þeirra, auk viðmiða um hæfnikröfur námsins. Í upphafi hvers skólaárs skal fagráð taka afstöðu til þess hvort endurskoða þurfi námskrá skólans miðað við breytingar og þróun á sviði slökkvistarfs, sbr. 4. gr.
9. gr.
Menntun slökkviliðsmanna.
Menntun slökkviliðsmanna samkvæmt reglugerð þessari er fólgin í bóklegu námi og verklegri starfsþjálfun. Nám slökkviliðsmanna skiptist í eftirfarandi þætti:
Námið er metið á grundvelli hæfnikrafna sem gerðar eru til starfsins og tilgreindar eru í námskrá Brunamálaskólans sem skal staðfest af fagráði skólans.
10. gr.
Grunnnám slökkviliðmanna.
Eftirfarandi námsgreinar eru ávallt kenndar í grunnnámi slökkviliðsmanna við Brunamálaskólann sem taka mið af lögbundnum verkefnum slökkviliða og skal námið nánar útfært í námskrá skólans:
Í námskrá er heimilt að útfæra grunnnámið með mismunandi leiðum svo það þjóni slökkviliðsmönnum í bæði aðal- og aukastarfi, sbr. 2. gr.
11. gr.
Framhaldsnám slökkviliðsmanna.
Stjórnendur slökkviliða og slökkviliðsmenn sem sinna slökkvistarfi að aðalstarfi skulu taka framhaldsnám fyrir slökkviliðsmenn að loknu grunnnámi sem miðar að því að gera þá hæfari á sínu starfssviði. Námið er einnig aðgengilegt slökkviliðsmönnum sem eru ekki í aðalstarfi en framangreindir aðilar eiga þó forgang að náminu. Námsgreinar framhaldsnámsins skulu miða að því að gera slökkviliðsmenn hæfari á sínu starfssviði og skal námið nánar útfært í námskrá skólans.
12. gr.
Nám eldvarnaeftirlitsmanna.
Allir þeir slökkviliðsmenn sem sinna eldvarnaeftirliti skulu hafa lokið námi sem eldvarnaeftirlitsmaður I eða sambærilegu námi. Menntun starfsmanna eldvarnaeftirlits skal vera í samræmi við þá þjónustu sem slökkvilið skal veita samkvæmt brunavarnaáætlun viðkomandi sveitarfélags.
Námið skiptist í eftirfarandi þrjá hluta og skal nánar útfært í námskrá:
13. gr.
Nám stjórnenda á vettvangi.
Brunamálaskólinn skal standa fyrir stjórnendanámi fyrir slökkviliðsmenn sem tekur mið af því að efla hæfni þeirra sem stjórnenda á sviði vettvangsstjórnunar, æfinga og reykköfunar. Námsgreinar stjórnendanámsins skulu nánar útfærðar í námskrá skólans.
14. gr.
Nám slökkviliðs- og varaslökkviliðsstjóra.
Brunamálaskólinn skal standa fyrir námi á sviði laga og reglna um brunamál fyrir slökkviliðs- og varaslökkviliðsstjóra og aðra stjórnendur slökkviliða sem tekur mið af því að efla hæfni þeirra sem daglegra stjórnenda á því sviði. Námsgreinar námsins skulu nánar útfærðar í námskrá skólans.
15. gr.
Endurmenntun.
Brunamálaskólinn skal halda námskeið til þess að veita starfandi slökkviliðsmönnum endurmenntun eftir því sem þurfa þykir. Slökkviliðsmenn skulu reglulega sækja endurmenntunarnámskeið viðurkennt af fagráði. Hafi slökkviliðsmaður sótt önnur námskeið getur hann sótt um til fagráðs að fá það metið sem endurmenntunarnámskeið.
IV. KAFLI
Löggilding.
16. gr.
Slökkviliðsmenn, sem sækja um löggildingu til að starfa sem slökkviliðsmenn, skulu hafa lokið grunnnámi fyrir slökkviliðsmenn við Brunamálaskólann eða hlotið sambærilega menntun sem fagráð Brunamálaskólans metur jafngilda. Jafnframt skulu þeir hafa gegnt slökkvistarfi eða starfað við brunavarnir að aðalstarfi a.m.k. í eitt ár samfellt eða starfað í aukastarfi a.m.k. í fjögur ár.
Slökkviliðsstjóri skal hafa hlotið löggildingu sem slökkviliðsmaður, sbr. 1. mgr. og starfað að lágmarki í eitt ár í slökkviliði sem löggiltur slökkviliðsmaður, eða hafa háskólamenntun með sérmenntun í brunamálum.
17. gr.
Umsókn um löggildingu sem slökkviliðsmaður skal senda til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Með umsókn skal fylgja yfirlýsing slökkviliðsstjóra eða annars yfirmanns, eftir því sem við á, um að umsækjandinn uppfylli skilyrði um lágmarksstarfstíma. Telji umsækjandi að hann hafi lokið öðru námi sambærilegu við nám úr Brunamálaskólanum, skal hann leggja fram vottorð eða prófskírteini um að hann hafi lokið því námi. Auk þess skal fylgja lýsing á náminu.
Þegar við á skal leita umsagnar fagráðs Brunamálaskólans um hvort menntun umsækjanda geti talist sambærileg námi í Brunamálaskólanum.
V. KAFLI
Önnur ákvæði.
18. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 9., 17. og 39. gr. laga um brunavarnir, nr. 75/2000, og öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 792/2001 um Brunamálaskólann og réttindi og skyldur slökkviliðsmanna.
Ákvæði til bráðabirgða.
Slökkviliðsmenn sem hlotið hafa réttindi og viðurkenningar samkvæmt eldri reglugerð nr. 195/1994 um réttindi og skyldur slökkviliðsmanna og eldri reglugerð nr. 792/2001 um Brunamálaskólann og réttindi og skyldur slökkviliðsmanna, halda þeim.
Innviðaráðuneytinu, 2. nóvember 2022.
Sigurður Ingi Jóhannsson.
Ingilín Kristmannsdóttir.