1. gr.
5. tl. 2. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Árið 2022 er heimilt að veiða rjúpu frá og með 1. nóvember til og með 4. desember, frá og með föstudögum til og með þriðjudögum á því tímabili. Ekki er heimilt að hefja veiði fyrr en kl. 12.00 þá daga sem heimilt er að veiða og þá skal veiði eingöngu standa á meðan birtu nýtur.
Rjúpnaveiðar eru þó alltaf óheimilar á friðuðu svæði, sbr. 9. gr.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 7. og 17. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 18. október 2022.
Guðlaugur Þór Þórðarson.
Stefán Guðmundsson.