1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1.2.1. gr. reglugerðarinnar:
2. gr.
Á eftir kafla 1.2 kemur nýr undirkafli sem verður svohljóðandi með fyrirsögn:
1.3. KAFLI
Flokkun mannvirkja.
1.3.1. gr.
Meginmarkmið og gildissvið.
Mannvirki eru flokkuð í þeim tilgangi að skýra stjórnsýslu í mannvirkjamálum og gera umsóknarferli skilvirkara. Kröfur um efni og form umsókna eru aðlagaðar hverjum flokki og eftirlit með hönnun og framkvæmdum gert markvissara.
Flokkun mannvirkja nær til mannvirkjagerðar hvort sem um er að ræða nýbyggingu eða flutning mannvirkis, breytingu á mannvirki, breytta notkun þess, viðbyggingu eða niðurrif.
Flokkun mannvirkjagerðar byggir á meginreglu, sem ákvarðast af flækjustigi hönnunar, samfélagslegu mikilvægi, hættu á manntjóni og fyrirhugaðri notkun mannvirkis. Til frekari skýringar eru settar viðmiðunarreglur sem eru frávíkjanlegar enda sé sýnt fram á að mannvirki eða framkvæmdir tilheyri samkvæmt almennu reglunni öðrum umfangsflokki en viðmiðunarreglan hefði annars gert ráð fyrir. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun skal gefa út leiðbeiningar um flokkun.
Flokkun mannvirkjagerðar skal koma fram í umsókn um byggingarheimild eða -leyfi og skal hún staðfest af leyfisveitanda.
1.3.2. gr.
Umfangsflokkar.
Eftirfarandi meginreglur gilda um flokkun mannvirkjagerðar í umfangsflokka:
Viðmiðunarreglur:
Til viðmiðunar, grundvallað á flækjustigi hönnunar og samfélagslegu mikilvægi, notkun og stærð, skulu eftirfarandi viðmiðunarreglur og dæmi höfð til hliðsjónar við flokkun mannvirkja.
Í umfangsflokki 1 eru mannvirki þar sem ekki safnast saman mikill fjöldi fólks og fólk hefur ekki fasta búsetu.
Í umfangsflokk 1 falla m.a. geymsluhúsnæði, landbúnaðarbyggingar, frístundahús, sæluhús, stakstæðir bílskúrar, gestahús, skálar og viðbyggingar við þegar byggð mannvirki. Niðurrif mannvirkja falla hér undir. Sé mannvirki hærra en fjórar hæðir og stærra en 2.000 m² flokkast það almennt í umfangsflokk 2.
Í umfangsflokki 2 eru mannvirki þar sem er miðað við að fólk geti haft fasta búsetu, án þess endilega að þekkja flóttaleiðir en geti þó bjargað sér sjálft út úr mannvirkinu.
Í umfangsflokk 2 falla m.a. íbúðarhúsnæði og gistiheimili, atvinnuhúsnæði, iðnaðarhúsnæði og bílastæðahús. Sé mannvirki hærra en 8 hæðir og stærra en 10.000 m² flokkast það almennt í umfangsflokk 3.
Í umfangsflokki 3 eru mannvirki þar sem gert er ráð fyrir að mikill fjöldi fólks geti safnast saman eða að notkun þeirra sé þannig að fólk geti ekki bjargað sér sjálft úr mannvirkinu. Séu mannvirki ekki hærri en fjórar hæðir og ekki stærri en 2.000 m² er heimilt að fella þau undir umfangsflokk 2.
Í umfangsflokk 3 falla m.a. verslunarmiðstöðvar, skólar, íþrótta- og menningarmannvirki, stærri veitur, virkjanir og lokaðar stofnanir svo sem sjúkrahús, dvalar- og hjúkrunarheimili, lögreglustöðvar og fangelsi.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 2.3.1. gr. reglugerðarinnar:
4. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 2.3.2. gr. reglugerðarinnar:
5. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 2.3.3. gr. reglugerðarinnar:
6. gr.
Á undan orðinu "byggingarleyfi" í 1. málslið 1. mgr. 2.3.4. gr. reglugerðarinnar kemur: byggingarheimild eða.
7. gr.
2.3.5. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi með fyrirsögn:
Minniháttar mannvirkjagerð undanþegin byggingarheimild og -leyfi.
Eftirfarandi minniháttar mannvirki og framkvæmdir eru undanþegnar byggingarleyfi. Þær eru einnig undanþegnar byggingarheimild og tilkynningarskyldu skv. 2.3.6. gr. enda séu þær í samræmi við deiliskipulag og önnur ákvæði reglugerðar þessarar sem við eiga hverju sinni.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar.
8. gr.
2.3.6. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi með fyrirsögn:
Tilkynningarskyld mannvirkjagerð undanþegin byggingarheimild og -leyfi.
Eftirfarandi mannvirkjagerð er undanþegin byggingarheimild og -leyfi en skal tilkynnt leyfisveitanda. Hún skal vera í samræmi við deiliskipulag og önnur ákvæði reglugerðar þessarar eins og við á hverju sinni.
Byggingarfulltrúi staðfestir móttöku tilkynningar, að mannvirkjagerð falli undir 1. mgr. og að hún samræmist skipulagi. Með tilkynningum skulu fylgja aðaluppdrættir og greinargerð löggilds hönnuðar. Sé tilkynnt um breytingar á þegar byggðu mannvirki, þar sem aðaluppdrættir eru til staðar, þarf ekki að skila aðaluppdráttum í heild heldur aðeins þeim hluta aðaluppdrátta sem sýna breytingarnar.
Ekki er heimilt að hefja mannvirkjagerð án staðfestingar leyfisveitanda. Hafi byggingarfulltrúi þó ekki gert athugasemdir við tilkynnta framkvæmd innan þriggja vikna frá móttöku tilkynningar telst hún staðfest og er þá heimilt að hefja framkvæmdir.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar.
9. gr.
Við bætist nýtt ákvæði sem verður að 2.3.7. gr. reglugerðarinnar, og breytist númeraröð annarra greina 2.3. kafla í samræmi við það, sem verður svohljóðandi með fyrirsögn:
Umsókn um byggingarheimild.
Umsókn um byggingarheimild skal vera skrifleg og send hlutaðeigandi leyfisveitanda. Með henni skulu fylgja eftirfarandi gögn:
10. gr.
Við bætist nýtt ákvæði er verður 2.3.8. gr. reglugerðarinnar, og breytist númeraröð annarra greina 2.3. kafla í samræmi við það, sem verður svohljóðandi með fyrirsögn:
Veiting byggingarheimildar.
Skilyrði fyrir veitingu byggingarheimildar eru eftirfarandi:
Séruppdráttum skal skila til leyfisveitanda til varðveislu áður en lokaúttekt fer fram.
Áætlun um meðhöndlun byggingar- og niðurrifsúrgangs skal skilað til leyfisveitanda áður en framkvæmd hefst, sbr. 15.2.2. gr.
Óheimilt er að veita byggingarheimild fyrir mannvirki sem fellur undir lög um mat á umhverfisáhrifum fyrr en álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir eða ákvörðun stofnunarinnar um að framkvæmd sé ekki matsskyld.
Leyfisveitanda er heimilt að veita umsækjanda leyfi til að kanna jarðveg á framkvæmdasvæði án þess að byggingarheimild hafi verið veitt.
Gæta skal að ákvæðum laga um menningarminjar vegna umsóknar um breytingu á þegar byggðu mannvirki sem fellur undir þau lög.
11. gr.
1. málsliður a-liðar 2. mgr. 2.4.1. gr. reglugerðarinnar, sem verður 2.4.2. gr., orðast svo: Aðaluppdrættir ásamt byggingarlýsingu.
12. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 2.4.4. gr. reglugerðarinnar:
13. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 2.4.5. gr. reglugerðarinnar:
14. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 2.4.6. gr. reglugerðarinnar:
15. gr.
Kafli 3.2. verður svohljóðandi ásamt fyrirsögn:
3.2. KAFLI
Eftirlit með mannvirkjagerð.
3.2.1. gr.
Innra og ytra eftirlit.
Eigandi ber ábyrgð á að fram fari lögboðið eftirlit með byggingu mannvirkis í samræmi við ákvæði laga um mannvirki og reglugerðar þessarar óháð umfangsflokkum.
Byggingareftirlit skiptist í innra eftirlit sem er á ábyrgð eiganda og ytra eftirlit sem er framkvæmt af eftirlitsaðilum. Þá er eftirliti skipt í eftirlit með hönnun mannvirkja annars vegar og eftirlit með framkvæmd hins vegar.
Hönnunarstjóri annast innra eftirlit eiganda við hönnun mannvirkis en byggingarstjóri, sem faglegur fulltrúi eiganda, annast í umboði hans innra eftirlit með framkvæmd frá því að byggingarheimild eða -leyfi er gefið út og þar til lokaúttekt hefur farið fram.
Leyfisveitandi framkvæmir ytra eftirlit með því að hönnun mannvirkis sé í samræmi við ákvæði laga um mannvirki. Leyfisveitanda er heimilt að útvista eftirliti við yfirferð séruppdrátta þegar um vandasama eða umfangsmikla framkvæmd er að ræða.
Eftirlitsaðili fer með stöðuskoðanir samkvæmt 3.7.3. gr. og framkvæmir öryggis- og lokaúttektir samkvæmt 3.8. og 3.9. kafla.
3.2.2. gr.
Eftirlit mannvirkjagerðar í umfangsflokki 1.
Hönnuður eða hönnunarstjóri, ef við á, annast innra eftirlit með hönnun. Ytra eftirlit með hönnun takmarkast við yfirferð aðaluppdrátta en eigandi ber ábyrgð á að skila séruppdráttum til varðveislu til leyfisveitanda. Leyfisveitanda er heimilt að framkvæma úrtaksskoðun á því að hönnun mannvirkis sé í samræmi við ákvæði laga um mannvirki og reglugerða sem settar eru samkvæmt þeim. Úrtaksskoðun fer fram í samræmi við ákvæði skoðunarhandbókar og skoðunarlista og gerir leyfisveitandi skoðunarskýrslu um slíka yfirferð.
Byggingarstjóri annast í umboði eiganda innra eftirlit með framkvæmd frá því að byggingarheimild er veitt og þar til lokaúttekt hefur farið fram. Áfangaúttektir á einstökum verkþáttum eru framkvæmdar í samræmi við ákvæði skoðunarhandbóka og skoðunarlista þegar verkþáttur er tilbúinn til úttektar, í samræmi við 3.7.1. gr.
Leyfisveitandi framkvæmir öryggis- og lokaúttekt í samræmi við ákvæði skoðunarhandbókar og skoðunarlista samkvæmt 3.8. og 3.9. kafla og gefur út vottorð vegna þeirra. Leyfisveitanda er ekki skylt að framkvæma stöðuskoðun en getur framkvæmt úrtaksskoðun hvenær sem er á meðan á framkvæmdum stendur.
3.2.3. gr.
Eftirlit mannvirkjagerðar í umfangsflokki 2.
Hönnunarstjóri annast innra eftirlit með hönnun. Með umsókn um byggingarleyfi skal hönnunarstjóri skila yfirliti um innra eftirlit við framkvæmd hönnunar og ábyrgðarsvið einstakra hönnuða. Leyfisveitandi skal yfirfara og staðfesta aðaluppdrætti áður en byggingarleyfi er gefið út og skal hann yfirfara og staðfesta séruppdrætti og tilheyrandi greinargerðir áður en vinna við viðkomandi verkþátt hefst samkvæmt 3.6. kafla.
Byggingarstjóri annast í umboði eiganda innra eftirlit með framkvæmd frá því byggingarleyfi er veitt og þar til lokaúttekt hefur farið fram. Áfangaúttektir á einstökum verkþáttum eru framkvæmdar í samræmi við ákvæði skoðunarhandbóka og skoðunarlista þegar verkþáttur er tilbúinn til úttektar, í samræmi við ákvæði 3.7.1. gr.
Leyfisveitandi skal framkvæma stöðuskoðun í samræmi við skoðunarhandbók og skal stuðst við skoðunarlista sem birtir eru á vefsíðu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Niðurstaða stöðuskoðunar skal skráð í skoðunarskýrslu sem leyfisveitandi varðveitir. Leyfisveitandi getur þess utan framkvæmt úrtaksskoðun hvenær sem er á meðan á framkvæmdum stendur.
Leyfisveitandi framkvæmir öryggis- og lokaúttekt í samræmi við ákvæði skoðunarhandbókar og skoðunarlista samkvæmt 3.8. og 3.9. kafla og gefur út vottorð vegna þeirra.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar.
3.2.4. gr.
Eftirlit mannvirkjagerðar í umfangsflokki 3.
Hönnunarstjóri annast innra eftirlit með hönnun. Með umsókn um byggingarleyfi skal hönnunarstjóri skila yfirliti um innra eftirlit við framkvæmd hönnunar og ábyrgðarsvið einstakra hönnuða.
Leyfisveitandi skal yfirfara og staðfesta aðaluppdrætti áður en byggingarleyfi er gefið út. Hann skal yfirfara og staðfesta séruppdrætti og tilheyrandi greinargerðir áður en vinna við viðkomandi verkþátt hefst samkvæmt 3.6. kafla. Ákveði leyfisveitandi að útvista eftirliti vegna yfirferðar séruppdrátta fyrir mannvirki í umfangsflokki 3 skal skoðunarmaður uppfylla hæfisskilyrði skoðunarmanns samkvæmt 21. gr. laga um mannvirki. Sé um sérstaklega vandasama framkvæmd að ræða er leyfisveitanda heimilt að gera sérstakar kröfur til hæfis skoðunarmanna. Yfirferð skoðunarmanna er á ábyrgð leyfisveitanda og skal farið eftir ákvæðum laga um mannvirki og reglugerðar þessarar um framkvæmd skoðunar að því leyti sem við á.
Byggingarstjóri annast í umboði eiganda innra eftirlit með framkvæmd frá því byggingarleyfi er veitt og þar til lokaúttekt hefur farið fram. Áfangaúttektir á einstökum verkþáttum eru framkvæmdar í samræmi við ákvæði skoðunarhandbóka og skoðunarlista þegar verkþáttur er tilbúinn til úttektar, í samræmi við ákvæði 3.7.1. gr.
Leyfisveitandi skal framkvæma stöðuskoðanir í samræmi við skoðunarhandbók og skal stuðst við skoðunarlista sem birtir eru á vefsíðu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Skal lögð áhersla á að skoða áhættusama verkþætti. Niðurstaða hverrar stöðuskoðunar skal skráð í skoðunarskýrslu sem leyfisveitandi varðveitir. Leyfisveitandi getur þess utan framkvæmt úrtaksskoðun hvenær sem er á meðan á framkvæmdum stendur.
Leyfisveitandi framkvæmir öryggis- og lokaúttekt í samræmi við ákvæði skoðunarhandbókar og skoðunarlista samkvæmt 3.8. og 3.9. kafla og gefur út vottorð vegna þeirra.
16. gr.
3.4.2. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi með fyrirsögn:
Starfsheimild skoðunarmanns I.
Skoðunarmanni I er heimilt að sinna úttektum með mannvirkjum sem falla undir umfangsflokk 1 og 2.
17. gr.
3.4.3. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi með fyrirsögn:
Starfsheimild skoðunarmanns II.
Skoðunarmanni II er heimilt að sinna úttektum og yfirferð hönnunargagna vegna mannvirkja sem falla undir umfangsflokka 1, 2 og 3 að undanskildum vatnsaflsvirkjunum, jarðvarmavirkjunum og öðrum orkuverum, olíuhreinsunarstöðvum og vatnsstíflum sem falla undir 1. viðauka við lög nr. 106/2000, um mat á umhverfisáhrifum.
18. gr.
3.4.4. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi með fyrirsögn:
Starfsheimild skoðunarmanns III.
Skoðunarmanni III er heimilt að sinna úttektum og yfirferð hönnunargagna vegna allra mannvirkja þar með töldum vatnsaflsvirkjunum, jarðvarmavirkjunum og öðrum orkuverum, olíuhreinsunarstöðvum og vatnsstíflum sem falla undir 1. viðauka við lög nr. 106/2000, um mat á umhverfisáhrifum.
19. gr.
3.4.5. gr. reglugerðarinnar fellur brott.
20. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 3.6.1. gr. reglugerðarinnar:
21. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 3.7.1. gr. reglugerðarinnar:
22. gr.
Ákvæði 3.7.3. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:
Leyfisveitandi skal gera stöðuskoðun á mannvirkjagerð í umfangsflokkum 2 og 3 og hafa þannig eftirlit með því að byggingarstjóri framkvæmi áfangaúttektir. Ekki er skylt að gera stöðuskoðun á mannvirkjagerð í umfangsflokki 1 en leyfisveitanda er þó ávallt heimilt að gera stöðuskoðanir í öllum umfangsflokkum á meðan framkvæmdum stendur.
Stöðuskoðun fer fram í samræmi við ákvæði skoðunarhandbóka og skal stuðst við skoðunarlista sem birtir eru á vefsíðu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Skal leyfisveitandi horfa til áhættu af verkþáttum, stærðar mannvirkis og samfélagslegs mikilvægis þess við mat á tíðni stöðuskoðana.
Þá er heimilt að framkvæma aukið og/eða tíðara eftirlit ef ítrekað koma fram aðfinnslur við störf viðkomandi byggingarstjóra eða iðnmeistara.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun skal setja leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar.
23. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 3.7.4. gr. reglugerðarinnar:
24. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 4.3.8. gr. reglugerðarinnar:
25. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 4.7.1. gr. reglugerðarinnar:
26. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 4.7.2. gr. reglugerðarinnar:
27. gr.
Reglugerð þessi, sem er sett samkvæmt 3. tl. 1. mgr. 60. gr., sbr. einnig 1. mgr. 17. gr. laga nr. 160/2010 um mannvirki öðlast þegar gildi.
Félagsmálaráðuneytinu, 9. nóvember 2021.
Ásmundur Einar Daðason.
Gunnhildur Gunnarsdóttir.