1. gr.
Orðin "og í því eru hvorki raflagnir né vatnslagnir" í 77. tölul. 1.2.1. gr. reglugerðarinnar falla brott.
2. gr.
A-liður 3.8.2. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Staðfestingu rafvirkjameistara um að raforkuvirki þess hluta mannvirkisins sem tekinn er í notkun sé tilbúið til úttektar.
3. gr.
A-liður 3.9.2. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Staðfestingu rafvirkjameistara um að raforkuvirki mannvirkisins sé tilbúið til úttektar.
4. gr.
Á eftir 10. mgr. 6.7.1. gr. reglugerðarinnar kemur ný málsgrein svohljóðandi: Í nýbyggingum og við endurbyggingu skal gert ráð fyrir tengibúnaði vegna hleðslu rafbíla við hvert bílastæði.
5. gr.
Við 6.8.1. gr. reglugerðarinnar bætast tvær nýjar málsgreinar svohljóðandi:
Við hönnun slíkra bygginga og við endurbyggingu skal í hönnunargögnum gerð grein fyrir fjölda bílastæða þar sem hleðsla rafbíla er möguleg.
Mannvirkjastofnun skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar.
6. gr.
8.3.1. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Sement, steinsteypa og steinsteypuvirki skulu uppfylla ákvæði laga um byggingarvörur, íslenskra þolhönnunarstaðla, sbr. 8.2.1. gr. og staðlanna ÍST EN 197-1, ÍST EN 12620, ÍST EN 206 og ÍST EN 13670.
7. gr.
5. mgr. 14.7.1. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Við hönnun raflagna í íbúðarhúsum skal stuðst við staðlana ÍST 150 og ÍST 151.
8. gr.
Í stað orðanna "reglugerð um fólkslyftur og fólks- og vörulyftur" í 2. mgr. 14.11.2. gr. reglugerðarinnar kemur: reglugerð um lyftur og öryggisíhluti fyrir lyftur.
9. gr.
Reglugerð þessi, sem er sett samkvæmt 1. mgr. 60. gr. laga nr. 160/2010 um mannvirki, öðlast þegar gildi.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 20. júní 2018.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
Sigríður Auður Arnardóttir.