1. gr.
Við 1. mgr. 19. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður, 6. tölul., sem orðast svo:
a) | Ætíð skal taka mið af hagsmunum gesta og velferð dýranna. |
b) | Til að upplýsingar um að hundar og kettir séu leyfð á veitingastað séu vel sýnilegar gestum áður en gengið er inn á veitingastað skulu þeir eigendur eða rekstraraðilar sem leyfa að hundar og kettir komi inn á veitingastaði auglýsa það á áberandi hátt á húsnæðinu sjálfu utan dyra sem innan, og á vef hlutaðeigandi fyrirtækis að heimilt sé að koma með hunda og ketti inn á staðinn. |
c) | Tryggja skal að hundar og kettir séu einungis í veitingasölum veitingastaðar og ekki þar sem matvæli eru tilreidd, meðhöndluð eða geymd. Geymsla, undirbúningur og framleiðsla matvæla fer samkvæmt ákvæðum reglugerðar um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 852/2004 um hollustuhætti sem varða matvæli. |
d) | Heilbrigðisnefnd getur sett ítarlegri ákvæði í starfsleyfi, m.a. um mat á áhættu. |
2. gr.
Fylgiskjal 3 með reglugerðinni breytist og er birt með reglugerð þessari.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum 4. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, og að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga hvað varðar skyldur sveitarfélaga, sbr. ákvæði 3. mgr. 43. gr. laganna. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 26. október 2017.
Björt Ólafsdóttir.
Sigríður Auður Arnardóttir.
Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)