Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

176/2017

Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 505/2000, um hættumat vegna ofanflóða og flokkun og nýtingu hættusvæða.

1. gr.

Ákvæði 2. mgr. 24. gr. reglugerðarinnar, með síðari breytingu, orðast svo:

Við hönnun varnarvirkja gegn ofanflóðum skal leitast við að auka öryggi þannig að eftir byggingu þeirra sé staðaráhætta neðan þeirra sem næst ásættanlegri staðaráhættu, sbr. 11. gr., en þó aldrei meiri en 3,0 af 10.000 í íbúðarbyggð.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 16. gr. laga nr. 49/1997, um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum, tekur þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 23. janúar 2017.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica