Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

149/2017

Reglugerð um (13.) breytingu á reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun. - Brottfallin

1. gr.

Við 3. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, 3.14, svohljóðandi, og breytist röð annarra máls­greina samkvæmt því:

3.14 Sameiginleg vöktun umhverfis er vöktun sem útgefandi starfsleyfis getur farið fram á þegar um er að ræða þrjá eða fleiri rekstraraðila eða starfsstöðvar sem menga í sama viðtaka og eru háðir starfsleyfi samkvæmt I. viðauka eða fylgiskjali 1.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. reglugerðarinnar:

  1. 4. mgr. orðast svo:
    Þegar atvinnurekstur er stöðvaður eða honum hætt, m.a. sökum þess að starfsleyfi rennur út, skal rekstraraðili gera nauðsynlegar ráðstafanir til að fyrirbyggja mengun og koma rekstrarsvæði í viðunandi horf að mati útgefanda starfsleyfis. Það á einnig við þegar atvinnu­rekstrinum er hætt og starfsleyfi hefur runnið út.
  2. Við bætist ný málsgrein, 5. mgr., sem orðast svo:
    12.5 Þegar um er að ræða rekstraraðila sem háðir eru starfsleyfi samkvæmt I. viðauka eða fylgiskjali 1 getur útgefandi starfsleyfis á grundvelli samkomulags við rekstraraðila kveðið á um sameiginlega vöktun umhverfis, þar sem rekstraraðilar vinna saman að vöktun, hvað varðar staðsetningar vöktunarstöðva, kostnað og upplýsingar til almennings. Ef ekki næst samkomulag um sameiginlega vöktun og um er að ræða sameiginlega viðtaka mengunar skulu rekstraraðilar skila vöktunargögnum til útgefanda starfsleyfis sem vinnur úr þeim niðurstöður um losun mengunarefna fyrir viðkomandi tímabil og miðlar þeim til almennings. Rekstraraðilar skulu greiða tímagjald fyrir slíka úrvinnslu samkvæmt gjaldskrá stofn­unar­innar.

3. gr.

Í stað orðanna "liggja frammi á skrifstofu" í 1. mgr. 24. gr. reglugerðarinnar kemur: vera aðgengi­leg hjá.

4. gr.

Reglugerð þessi sem er sett samkvæmt ákvæðum 5. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 7. febrúar 2017.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica