1. gr.
5.1.1. - 5.1.3. gr. reglugerðarinnar falla brott og breytist töluröð annarra greina sem því nemur.
2. gr.
1. mgr. 5.1.4. gr. reglugerðarinnar (sem verður 5.1.1. gr.) orðast svo:
Byggingarvörur til notkunar í eða við mannvirkjagerð skulu uppfylla skilyrði laga nr. 114/2014 um byggingarvörur og reglugerðar þessarar.
3. gr.
Við 5. hluta reglugerðarinnar bætist ný grein svohljóðandi:
5.1.2. gr.
Frístundahús til flutnings.
Frístundahúsi eða sambærilegu húsi sem byggt er utan lóðar og sérframleitt í einstökum tilvikum eða sérsniðið að tilteknum þörfum eftir pöntun á grundvelli hönnunargagna skal við umsókn um byggingarleyfi fylgja vottorð frá faggiltri skoðunarstofu eða byggingarfulltrúa um yfirferð uppdrátta og framkvæmd úttekta á burðargrind, festingum, einangrun og rakavarnarlagi. Hús þannig byggt skal einkenna með brennimarki eða á annan hátt sem byggingarfulltrúi viðurkennir.
Ákvæði þessarar greinar gilda ekki ef viðkomandi mannvirki er CE-merkt eða það fellur undir III. kafla laga um byggingarvörur. Í slíkum tilvikum skal yfirlýsing um nothæfi fylgja með byggingarleyfisumsókn í stað vottorðs skv. 1. mgr.
4. gr.
Á eftir orðunum "skulu uppfylla ákvæði" í 8.3.1. gr. reglugerðarinnar kemur: laga um byggingarvörur.
5. gr.
Í stað orðsins "Mannvirkjastofnunar" í 2. mgr. 8.3.2. gr. reglugerðarinnar kemur: umhverfis- og auðlindaráðherra skv. ákvæðum 2. mgr. 12. gr. laga um byggingarvörur.
6. gr.
1. mgr. 8.3.10. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Heimild steypustöðvar til að framleiða steinsteypu til notkunar í mannvirkjum skv. reglugerð þessari er háð því að viðkomandi rekstraraðili hafi gefið út yfirlýsingu um nothæfi steinsteypunnar samkvæmt ákvæðum III. kafla laga um um byggingarvörur á grundvelli jákvæðrar umsagnar óháðrar rannsóknarstofu sem umhverfis- og auðlindaráðherra viðurkennir í samræmi við ákvæði 2. mgr. 12. gr. laga um byggingarvörur. Leyfisveitandi skal gæta þess að yfirlýsing um nothæfi og jákvæð umsögn um steypustöð liggi fyrir vegna mannvirkjagerðar í hans umdæmi.
7. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 8.3.11. gr. reglugerðarinnar:
8. gr.
Reglugerð þessi, sem er sett samkvæmt 1. mgr. 60. gr. laga nr. 160/2010 um mannvirki, öðlast þegar gildi.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 6. júlí 2016.
F. h. r.
Sigríður Auður Arnardóttir.
Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.