1. gr.
Í stað tölunnar "10" í 3. málsl. 76. tölul. 1.2.1. gr. reglugerðarinnar kemur: 15.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 2.3.5. gr. reglugerðarinnar:
h. Viðbyggingar.
Ein viðbygging við mannvirki þar sem eftirfarandi kröfur eru uppfylltar:
1. Viðbyggingin er innan byggingarreits.
2. Flatarmál viðbyggingar er að hámarki 40 m².
3. Viðbyggingin er á einni hæð.
Tilkynna skal fyrirhugaða framkvæmd til leyfisveitanda.
i. Lítil hús á lóð.
Eitt lítið hús, s.s. gestahús, bílskúr (viðbygging eða stakstæður), vinnustofa o.þ.h., á lóð þar sem þegar er til staðar íbúðar- eða frístundahús, enda sé um að ræða hús sem er hluti þeirrar eignar sem fyrir er á lóðinni og eftirfarandi kröfur eru uppfylltar:
1. Húsið er innan byggingarreits.
2. Flatarmál húss er að hámarki 40 m².
3. Brunamótstaða veggja er slík að fullnægjandi brunahólfun náist á milli húsa.
4. Mesta hæð þaks húss er 3,5 m mælt frá yfirborði jarðvegs.
Tilkynna skal fyrirhugaða framkvæmd til leyfisveitanda.
j. Smáhýsi veitna.
Smádreifistöðvar fyrir raforkudreifingu, dæluhús hita-, vatns- og fráveitu og önnur lítil hús veitukerfa ef eftirfarandi kröfur eru uppfylltar:
1. Flatarmál húss er að hámarki 15 m².
2. Mesta hæð þaks er 2,5 m mælt frá yfirborði jarðvegs.
Tilkynna skal fyrirhugaða framkvæmd til leyfisveitanda.
3. gr.
Við 2.3. kafla reglugerðarinnar bætist ný grein, 2.3.6. gr., sem orðast svo og breytast númer annarra greina í samræmi við það:
2.3.6. gr.
Málsmeðferð vegna tilkynntra framkvæmda.
Tilkynningum til leyfisveitanda smkvæmt ákvæðum 2.3.5. gr. skulu fylgja eftirfarandi gögn:
Greinargerðir og hönnunargögn skv. 1. mgr. skulu gerð af löggiltum hönnuðum á þeim sérsviðum sem breytingin nær til og gilda allar viðeigandi kröfur 4.2. - 4.5. kafla um hönnunargögnin. Hönnuður sem áritar slíka uppdrætti og greinargerð ber ábyrgð á því gagnvart eiganda að framkvæmdin sé hönnuð á faglega fullnægjandi hátt í samræmi við viðurkenndar venjur, staðla og ákvæði laga og reglugerða um mannvirki og mannvirkjagerð.
Yfirferð leyfisveitanda vegna framkvæmda sem tilkynntar eru skv. 2.3.5. gr. takmarkast við það að fara yfir hvort framkvæmdin samræmist skipulagsáætlunum og hún sé innan þeirra marka sem tilgreind eru í ákvæðinu. Ef ekki fylgja tilkynningu gögn, sbr. 1. mgr., eða þau eru ekki undirrituð af löggiltum hönnuði getur leyfisveitandi krafist þess að sótt verði um byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni.
Leyfisveitandi skal staðfesta móttöku tilkynningar eins fljótt og unnt er og tilkynnir hann viðkomandi innan 20 virkra daga um það hvort framkvæmdin samræmist skipulagsáætlunum og sé innan þeirra marka sem tilgreind eru í 2.3.5. gr. Eiganda er heimilt að hefja framkvæmd eða breytingu sem tilkynnt hefur verið leyfisveitanda þegar honum hefur borist tilkynning hans um að hún sé í samræmi við skipulagsáætlanir og innan þeirra marka sem tilgreind eru í 2.3.5. gr. Leyfisveitandi getur með skriflegum hætti áskilið sér lengri frest, allt að 20 virkum dögum, og skal hann þá tilgreina ástæður tafanna og hvenær tilkynningar sé að vænta. Tilkynning veitir aldrei heimild til að hefja framkvæmdir ef um byggingarleyfisskylda framkvæmd er að ræða.
Þegar um er að ræða minniháttar breytingar á burðarveggjum og eldvarnarveggjum skv. a-lið 2.3.5. gr. og framkvæmdir og breytingar samkvæmt h-, i- og j-liðum sömu greinar skal eigandi senda leyfisveitanda stutta lýsingu með upplýsingum um lok framkvæmdarinnar sem skal árituð af þeim aðila sem sá um framkvæmdina eða breytinguna.
Mannvirkjastofnun skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar.
4. gr.
E. stafliður 4.8.1. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
5. gr.
4.10.3. gr. til og með 4.10.10. gr. reglugerðarinnar falla brott og breytist númer annarra greina í samræmi við það.
6. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 6.2.4. gr. reglugerðarinnar:
Tafla 6.01 Lágmarksfjöldi bílastæða fyrir hreyfihamlaða
við íbúðarhús, önnur en sérbýlishús.
Fjöldi íbúða | Bílastæði fyrir hreyfihamlaða |
1-10 | 1 |
11-20 | 2 |
21-40 | 3 |
41-65 | 4 |
7. gr.
2. mgr. 6.4.2. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Hindrunarlaus umferðarbreidd allra inngangsdyra bygginga skal minnst vera 0,83 m og samsvarandi hindrunarlaus hæð minnst 2,07 m.
8. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 6.4.4. gr. reglugerðarinnar:
9. gr.
Í stað 3. ml. 3. mgr. 6.4.8. gr. reglugerðarinnar komi eftirfarandi tveir málsliðir: Stigar sem þjóna fleiri en einni íbúð skulu vera minnst 1,00 m að breidd ef í viðkomandi húsi er til staðar lyfta sem tekur sjúkrabörur, þ.e. lyfta með innanmál a.m.k. 1,10 m x 2,10 m, annars skal breidd stiga vera minnst 1,20 m. Stigar sem þjóna fleiri en einu fyrirtæki o.þ.h. skulu vera minnst 1,20 m að breidd.
10. gr.
Á eftir 1. ml. 3. mgr. 6.5.1. gr. reglugerðarinnar komi nýr málsliður sem orðast svo: Víkja má frá þessu í íbúðarhúsnæði ef lyfta er í húsinu og stiginn liggur að vegg.
11. gr.
6.7.1. gr. reglugerðarinnar ásamt fyrirsögn orðast svo:
Almennar kröfur til íbúða.
Hver einstök íbúð skal sérstaklega afmörkuð með gólfi, lofti og veggjum ásamt hurðum og gluggum, sem hver um sig uppfyllir ákvæði reglugerðar þessarar um hljóðvist, loftræsingu, eldvarnir og varmaeinangrun.
Íbúð skal hafa að lágmarki eitt íbúðarherbergi, eldunaraðstöðu og baðherbergi. Öll slík rými innan íbúðar skulu tengd innbyrðis og ekki skal þurfa að fara um sameign á milli rýmanna. Íbúð skal tilheyra geymslurými og þvottaaðstaða í séreign eða sameign. Íbúð í fjölbýlishúsi skal fylgja geymsla fyrir barnavagna og hjól, sameiginleg eða í séreign.
Öll rými íbúða, sbr. 2. mgr., skulu vera nægjanlega stór þannig að þar rúmist innréttingar af þeim gerðum sem henta stærð íbúða. Hönnuður skal rökstyðja skriflega að rýmið sé fullnægjandi að stærð miðað við áætlaðan fjölda íbúa.
Í baðherbergjum skulu vera salerni, baðaðstaða og handlaug. Hreinlætistækjum má koma fyrir í fleiri en einu herbergi og skal þá handlaug vera í þeim herbergjum þar sem eru salerni. Aðkoma að snyrtingu eða baðherbergi íbúðar skal ekki vera frá svefnherbergi, nema annað baðherbergi eða snyrting sé í íbúðinni. Aðkoma að öðrum rýmum íbúðar skal ekki vera um baðherbergi eða snyrtingu, nema aðkoma að þvottaherbergi/-aðstöðu.
Anddyri skal vera í íbúðum. Heimilt er að sleppa anddyri ef hönnuður sýnir fram á að kröfur um hljóðvist, loftræsingu og eldvarnir séu uppfylltar og að öryggi vegna vindálags sé tryggt.
Í hverju íbúðarherbergi skal vera opnanlegur gluggi. Svefnherbergi íbúðar skulu ekki vera hvert inn af öðru og er óheimilt að hafa einu aðkomuna að öðrum íbúðarherbergjum í gegnum svefnherbergi.
Sérgeymslur skulu ekki vera sameiginlegar þvottaherbergjum/-aðstöðu íbúða. Sameiginleg geymsla má vera í tvennu lagi og aðgengi um sameign allra eða utan frá. Aðgengi að geymslu fyrir barnavagna um sameiginlega bílgeymslu er óheimilt. Aðgengi að reiðhjólageymslu um sameiginlega bílgeymslu er heimilt ef umferðarleið að reiðhjólageymslu er aðskilin umferðarleiðum ökutækja.
Óheimilt er að hafa sjálfstæða íbúð í þakrými þar sem eingöngu eru þakgluggar.
Í nýbyggingum og við endurbyggingu skal gert ráð fyrir aðstöðu, frágangi og búnaði vegna móttöku rafrænna upplýsinga.
Í hverri íbúð skulu vera reykskynjari og slökkvitæki.
Mannvirkjastofnun skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar.
12. gr.
6.7.2. gr. reglugerðarinnar ásamt fyrirsögn orðast svo:
Lofthæð og birtuskilyrði.
Þess skal gætt að íbúðarhús hafi eðlileg tengsl við útivistarsvæði á lóð og staðsetning vistarvera taki mið af dagsbirtu og útsýni.
Lofthæð í íbúðarherbergjum og eldhúsi skal vera a.m.k. 2,50 m að innanmáli mælt frá fullfrágengnu gólfi að fullfrágengnu lofti. Heimilt er að víkja frá þessu ef meðalhæð herbergis er minnst 2,20 m og lofthæð minnst 2,50 m í að minnsta kosti 2/3 hluta þess. Í þakherbergjum og kvistherbergjum íbúða má meðalhæð minnst vera 2,20 m, enda sé lofthæðin minnst 2,50 m í að minnsta kosti þriðjungi herbergis.
Samanlagt ljósop glugga hvers íbúðarherbergis skal ekki vera minna en sem svarar til 1/10 af gólffleti þess, þó aldrei minna en 1 m².
Íbúðir skulu njóta fullnægjandi birtuskilyrða og loftskipta.
Í breiðum (djúpum) byggingum ber að huga sérstaklega að aukinni lofthæð og því að dagsbirtu gæti innan íbúðar.
Mannvirkjastofnun skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar.
13. gr.
6.7.3. gr. reglugerðarinnar ásamt fyrirsögn orðast svo:
Íbúðir hannaðar á grundvelli algildrar hönnunar.
Íbúðir sem eru hannaðar á grundvelli algildrar hönnunar skulu uppfylla eftirfarandi kröfur:
A.m.k. eitt baðherbergi í íbúðum sem hannaðar eru á grundvelli algildrar hönnunar skal hannað þannig að það uppfylli eftirfarandi kröfur og skal hönnuður sýna fram á með greinargerð og/eða teikningu að það sé innréttanlegt á auðveldan hátt þannig að þær séu uppfylltar:
Mannvirkjastofnun skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar.
14. gr.
6.7.5. gr. reglugerðarinnar ásamt fyrirsögn orðast svo:
Votrými.
Gólf í votrými skal vera vatnshelt með niðurfalli og halla að niðurfalli. Ekki er heimilt að hafa niðurfall í gólfi votrýmis aflokað, t.d. inni í sökkli innréttingar. Gólf skal þannig frágengið að ekki sé hætta á hálku í bleytu.
Baðherbergi, snyrtingar og þvottaherbergi/-aðstaða íbúða skulu uppfylla kröfur til votrýma og skulu þau loftræst skv. ákvæðum 10.2. kafla.
Loft og veggir í votrýmum skulu þannig gerðir að þeir þoli gufu og þann raka sem vænta má að myndist í votrýminu.
15. gr.
6.7.6. gr. reglugerðarinnar ásamt fyrirsögn orðast svo:
Svalir og svalaskýli.
Svalir skulu vera öruggar og henta til fyrirhugaðra nota.
Við hönnun svalaskýla skal gera grein fyrir því hvernig fullnægjandi loftræsing er tryggð í þeim rýmum sem lokast af vegna svalaskýlisins. Jafnframt skal hönnuður gera grein fyrir opnunarbúnaði glugga svalaskýlisins.
16. gr.
6.7.7. gr. til og með 6.7.15. gr. reglugerðarinnar falla brott.
17. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 6.12.6. gr. reglugerðarinnar:
Sorpgeymslur og sorpflokkun.
Í eða við allar byggingar skal vera aðstaða til flokkunar og geymslu sorps.
Sorpgeymslur geta ýmist verið innbyggðar í byggingu, í tengslum við hana, neðanjarðar eða sem sorpgerði/-skýli. Sorplausnir utan lóða eru háðar samþykki leyfisveitanda.
Fjöldi og gerð sorpíláta við íbúðarhúsnæði fer eftir kröfum viðkomandi sveitarfélags.
Hindrunarlaus hæð fyrir sorpílát skal vera minnst 1,40 m.
Fyrir aðrar byggingar en íbúðarhús skal meta stærð og fjölda sorpíláta og sorpgeymslna út frá starfsemi og kröfum viðkomandi sveitarfélags.
Þar sem talin er þörf á sorpgámum, skal staðsetning, stærð og frágangur þeirra sýndur á aðaluppdráttum.
Ekki er heimilt að hafa sorprennur í byggingum.
Mannvirkjastofnun skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar.
18. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 6.12.8. gr. reglugerðarinnar:
19. gr.
2. ml. 5. mgr. 8.5.2. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Séu festingar af þessum toga notaðar þar sem er fallhætta má aðeins nota hert samlímt gler.
20. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 9.5.3. gr. reglugerðarinnar:
21. gr.
Á eftir orðinu "hollusta" í 1. málsl. 10.1.3. gr. reglugerðarinnar kemur: loftgæði og loftræsing.
22. gr.
10.2.5. gr. reglugerðarinnar ásamt fyrirsögn orðast svo:
Loftræsing íbúða og tengdra rýma.
Meginreglur: Eftirfarandi meginreglur gilda um loftræsingu íbúða og tengdra rýma:
Viðmiðunarreglur: Eftirfarandi viðmiðunarreglur gilda um ákvörðun loftmagns í íbúðum og tengdum rýmum:
23. gr.
Reglugerð þessi, sem er sett samkvæmt 1. mgr. 60. gr. laga nr. 160/2010 um mannvirki og 4. mgr. 24. gr. laga nr. 75/2000 um brunavarnir, öðlast þegar gildi. Þó tekur 2. gr. reglugerðarinnar hvað varðar tilkynningarskyldar framkvæmdir og 3. gr. ekki gildi fyrr en 15. júní 2016.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 29. apríl 2016.
Sigrún Magnúsdóttir.
Sigríður Auður Arnardóttir.