Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

981/2015

Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns.

1. gr.

Við 3. gr. reglugerðarinnar bætast þrjár nýjar skilgreiningar í réttri stafrófsröð, svohljóðandi:

Fylki er hólf í vatnaumhverfinu, þ.e. vatn, set eða lífríki.

Flokkunareining lífvera er tiltekin flokkunareining fyrir lagarlífverur innan "undirfylkingar", "flokks" eða samsvarandi flokkunareininga.

Umhverfisgæðakrafa er ákveðin styrkur tiltekins mengunarefnis eða hóps mengunarefna í vatni, seti eða lífríki sem ekki ætti að fara yfir í því skyni að vernda heilbrigði manna og umhverfið.

2. gr.

Í stað lista III í viðauka við reglugerðina kemur nýr listi III, sbr. viðauka I við reglugerð þessa.

3. gr.

Við viðauka reglugerðarinnar bætist listi IV, sbr. viðauka II við reglugerð þessa.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2013/39/ESB sem breytir tilskipunum 2000/60/EB og 2008/105/EB að því er varðar forgangsefni á sviði stjórnar vatnamála, sem vísað er til í tölulið 13ca, II. kafla, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 194/2014, frá 25. september 2014.

5. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í b-lið 29. gr. laga nr. 36/2011 um stjórn vatnamála og 5. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 16. október 2015.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Íris Bjargmundsdóttir.

VIÐAUKAR
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica