1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða gerðar á III. viðauka reglugerðarinnar:
1) Kafli 1.3.6 orðast svo:
1.3.6 Staðlar fyrir vöktun á gæðaþáttum.
Þær aðferðir sem eru notaðar við vöktun á gerðarbreytum skulu vera í samræmi við alþjóðlegu staðlana sem hér fara á eftir, að svo miklu leyti sem þeir taka til vöktunar, eða aðra landsbundna eða alþjóðlega staðla sem tryggja að fáist jafngild gögn, að því er varðar vísindaleg gæði og samanburðarhæfi.
Staðlar fyrir sýnatöku á líffræðilegum gæðaþáttum.
Almennar aðferðir til notkunar með sértækum aðferðum sem gefnar eru upp í stöðlunum í tengslum við eftirfarandi líffræðilega gæðaþætti:
ÍST EN ISO 5667-3:2012 |
(e. Water quality - Sampling - Part 3: Preservation and handling of samples) |
Staðlar sem gilda um plöntusvif.
ÍST EN 15204:2006 |
(e. Water quality - Guidance standard on the enumeration of phytoplankton using inverted microscopy (Utermöhl technique)) |
ÍST EN 15972:2011 |
(e. Water quality - Guidance on quantitative and qualitative investigations of marine phytoplankton) |
ISO 10260:1992 |
(e.Water quality - Measurement of biochemical parameters -Spectrometric determination of the chlorophyll-a concentration) |
Staðlar sem gilda um vatnaplöntur og botngróður.
ÍST EN 15460:2007 |
(e.Water quality - Guidance standard for the surveying of macrophytes in lakes) |
ÍST EN 14184:2014 |
(e.Water quality - Guidance for the surveying of aquatic macrophytes in running waters) |
ÍST EN 15708:2009 |
(e. Water quality - Guidance standard for the surveying, sampling and laboratory analysis of phytobenthos in shallow running water) |
ÍST EN 13946:2014 |
(e. Water quality - Guidance for the routine sampling and preparation of benthic diatoms from rivers and lakes) |
ÍST EN 14407:2014 |
(e. Water quality - Guidance for the identification and enumeration of benthic diatom samples from rivers and lakes) |
Staðlar sem gilda um botnlæga hryggleysingja.
ÍST EN ISO 10870:2012 |
(e. Water quality - Guidelines for the selection of sampling methods and devices for benthic macroinvertebrates in fresh waters) |
ÍST EN 15196:2006 |
(e. Water quality - Guidance on sampling and processing of the pupal exuviae of Chironomidae (order Diptera) for ecological assessment) |
ÍST EN 16150:2012 |
(e. Water quality - Guidance on pro rata multi-habitat sampling of benthic macro-invertebrates from wadeable rivers) |
ÍST EN ISO 19493:2007 |
(e. Water quality - Guidance on marine biological surveys of hard-substrate communities) |
ÍST EN ISO 16665:2013 |
(e. Water quality - Guidelines for quantitative sampling and sample processing of marine soft-bottom macro-fauna) |
Staðlar sem gilda um fiska.
ÍST EN 14962:2006 |
(e. Water quality - Guidance on the scope and selection of fish sampling methods) |
ÍST EN 14011:2003 |
(e. Water quality - Sampling of fish with electricity) |
ÍST EN 15910:2014 |
Vatnsgæði - Leiðbeiningar um áætlun fiskimagns með bergmálstækni |
ÍST EN 14757:2005 |
(e. Water quality - Sampling of fish with multi-mesh gillnets) |
Staðlar sem gilda um vatnsformfræðilegar breytur.
ÍST EN 14614:2004 |
(e. Water quality - Guidance standard for assessing the hydromorphological features of rivers) |
ÍST EN 16039:2011 |
(e. Water quality - Guidance standard on assessing the hydromorphological features of lakes) |
Staðlar sem gilda um eðlisefnafræðilegar breytur.
Allir CEN-/ISO-staðlar sem eiga við.
2) Liður 3) í A-hluta kafla 2.3.4 orðast svo:
3) |
Ef bakgrunnsgildi efna eða jóna eða vísa þeirra hækka vegna náttúrulegra, vatnajarðfræðilegra ástæðna skal taka tillit til þessara bakgrunnsgilda í viðkomandi grunnvatnshloti þegar viðmiðunargildi eru fastsett. Við ákvörðun á bakgrunnsgildum skal taka tillit til eftirfarandi meginreglna: |
||
a) |
Ákvörðun á bakgrunnsgildum skal byggjast á lýsingu á eiginleikum grunnvatnshlota í samræmi við II. viðauka reglugerðarinnar og á niðurstöðum úr vöktun grunnvatns í samræmi við III. viðauka reglugerðarinnar. Í vöktunaráætluninni og við túlkun gagnanna skal taka tillit til þeirrar staðreyndar að rennslisskilyrði og efnafræði grunnvatns er breytileg eftir láréttri og lóðréttri stöðu. |
||
b) |
Í tilvikum þar sem takmörkuð vöktunargögn fyrir grunnvatn eru fyrir hendi skal afla frekari gagna og í millitíðinni skal ákvarða bakgrunnsgildi á grundvelli þessara takmörkuðu vöktunargagna, eftir því sem við á, með einfaldaðri aðferð þar sem notast er við hlutmengi úr sýnum þar sem vísar sýna að áhrif frá starfsemi manna séu ekki fyrir hendi. Einnig skal taka mið af upplýsingum um jarðefnafræðilega flutninga og vinnslu, ef þær liggja fyrir. |
||
c) |
Í tilvikum þar sem vöktunargögn fyrir grunnvatn eru ófullnægjandi og upplýsingar um jarðefnafræðilega flutninga og vinnslu reynast lélegar skal afla fleiri gagna og upplýsinga og í millitíðinni skal ákvarða bakgrunnsgildi á grundvelli, þar sem það á við, niðurstaðna tölfræðilegra viðmiðana fyrir sömu tegundir veita á öðrum svæðum þar sem næg gögn liggja fyrir. |
3) Við upptalningu í 1. tölulið B. hluta kafla 2.3.4 bætast tveir nýir liðir, svohljóðandi:
Nítrít |
|
Fosfór (heildarmagn)/Fosföt |
4) Í töflu í 3. tölulið B-hluta kafla 2.3.4 bætast við efni á eftir efninu súlfat, sbr. eftirfarandi töflu:
Efni og mælieining |
Viðmiðunargildi |
Viðsnúningsgildi |
Fosföt, mg/l |
0,5 |
0,375 |
Nítrít |
0,5 |
0,375 |
5) C-hluti kafla 2.3.4 orðast svo:
Upplýsingar sem eiga að koma fram í vatnaáætlun varðandi mengunarvalda og vísa þeirra sem viðmiðunargildi hafa verið ákveðin fyrir.
Í vatnaáætlun, sem leggja skal fram í samræmi við 19. gr. laga um stjórn vatnamála, skal Umhverfisstofnun gera samtekt um það hvernig málsmeðferðinni, sem sett er fram í A-hluta þessa kafla hefur verið fylgt.
Umhverfisstofnun skal einkum veita:
a) |
Upplýsingar varðandi hvert grunnvatnshlot eða hópa grunnvatnshlota sem eru talin í áhættu, þ.m.t. um eftirfarandi: |
||
i. |
stærð hlotanna, |
||
ii. |
hvert mengunarefni eða mengunarvísi sem gera það að verkum að grunnvatnshlotin eru talin í áhættu, |
||
iii. |
umhverfismarkmiðin sem áhættan tengist, þ.m.t. raunveruleg eða hugsanleg réttmæt notkun eða starfsemi grunnvatnshlotsins, og tengslin milli grunnvatnshlotanna og tengds yfirborðsvatns og landvistkerfa sem eru háð því á beinan hátt, |
||
iv. |
ef um er að ræða efni sem koma fyrir í náttúrunni: náttúruleg bakgrunnsgildi í grunnvatnshlotunum, |
||
v. |
upplýsingar um tilvik þar sem farið er yfir viðmiðunargildi. |
||
b) |
Upplýsingar um viðmiðunargildi, hvort sem þau gilda á landsvísu eða fyrir grunnvatnshlot eða hóp grunnvatnshlota. |
||
c) |
Upplýsingar um tengslin milli viðmiðunargildanna og hvers og eins af eftirfarandi atriðum: |
||
i. |
bakgrunnsgilda ef um er að ræða efni sem koma fyrir í náttúrunni, |
||
ii. |
tengsl yfirborðsvatns og landvistkerfa sem eru háð því á beinan hátt, |
||
iii. |
umhverfismarkmiðanna og annarra staðla fyrir vatnsvernd sem fyrir hendi eru innanlands, á alþjóðavísu eða á vettvangi Sambandsins, |
||
iv. |
allra viðeigandi upplýsinga sem varða eiturefnafræði, visteiturefnafræði, þrávirkni, mögulega uppsöfnun í lífverum og tilhneigingu mengunarefna til að dreifast. |
||
d) |
Upplýsingar um aðferðafræðina sem notuð er við ákvörðun bakgrunnsgilda á grundvelli meginreglnanna sem settar eru fram í 3. tölulið A-hluta. |
||
e) |
Upplýsingar um ástæður þess að viðmiðunargildi hafi ekki verið fastsett fyrir mengunarefnin og vísana sem eru tilgreindir í B-hluta. |
||
f) |
Upplýsingar um lykilatriði matsins á efnafræðilegu ástandi grunnvatnsins, þ.m.t. umfang, aðferð og tímabil samsöfnunar á niðurstöðum vöktunar, skilgreining á hvað er ásættanlegt að fara langt fram yfir viðmiðunargildi og aðferðina sem er notuð til að reikna það, í samræmi við i. lið c-liðar í 1. mgr. 8. gr. b og 3. tölulið í kafla 2.3.5 í III. viðauka. |
Ef gögnin sem um getur í a-f-liðum eru ekki tekin með í vatnaáætlunum skal gefa ástæður þess í áætlununum.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á eftirfarandi tilskipunum:
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í a- og e-lið 29. gr. laga nr. 36/2011 um stjórn vatnamála og 5. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og öðlast þegar gildi.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 28. apríl 2015.
F. h. r.
Sigríður Auður Arnardóttir.
Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.