Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

373/2015

Reglugerð um (11.) breytingu á reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun. - Brottfallin

1. gr.

Töluliður 11 í fylgiskjali 1 orðist svo:

11.

Eldi sjávar- og ferskvatnslífvera, að undanskilinni starfsemi klakstöðva þar sem fer fram frjóvgun hrogna án fóðrunar:

 

a.

Eldi sjávar- og ferskvatnslífvera þar sem ársframleiðsla er yfir 10.000 tonnum og fráveita til sjávar eða þar sem ársframleiðsla er yfir 1.000 tonnum og fráveita í ferskvatn

1

 

b.

Eldi sjávar- og ferskvatnslífvera þar sem ársframleiðsla er 3.000-10.000 tonn og fráveita til sjávar eða þar sem ársframleiðsla er 300-1.000 tonn og fráveita í ferskvatn

2

 

c.

Eldi sjávar- og ferskvatnslífvera þar sem ársframleiðsla er 1.000-3.000 tonn og fráveita til sjávar eða þar sem ársframleiðsla er 100-300 tonn og fráveita í ferskvatn

3

 

d.

Eldi sjávar- og ferksvatnslífvera þar sem ársframleiðsla er undir 1.000 tonnum og fráveita til sjávar eða þar sem ársframleiðsla er undir 100 tonnum og fráveita í ferskvatn.

4


2. gr.

Tölul. 6.9., 6.10., 6.11. og 6.12. í fylgiskjali 2 falla brott og tölul. 6.13. verður töluliður 6.9.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum 5. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. 18. gr. laga nr. 49/2014 um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi og öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 30. mars 2015.

F. h. r.

Hugi Ólafsson.

Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica