Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

785/2014

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 678/2009 um raforkuvirki, með síðari breytingum.

1. gr.

Í stað orðanna "Brunamálastofnun" og "Brunamálastofnunar" í 1. gr. reglugerðarinnar og sömu orða hvarvetna í reglugerðinni kemur (í viðeigandi beygingarfalli): Mannvirkja­stofnun.

2. gr.

Í stað orðanna "úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála" og "úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála" í 7. mgr. gr. 2.9 og sömu orða hvarvetna í reglugerðinni kemur (í viðeigandi beygingarfalli): úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á gr. 2.6:

  1. 2. málsl. 1. mgr. fellur brott.
  2. 3. mgr. fellur brott.
  3. 2. málsl. 5. mgr. fellur brott.

4. gr.

2. mgr. gr. 2.7 fellur brott.

5. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á gr. 2.9:

  1. 5. mgr. fellur brott.
  2. 2. málsl. 7. mgr. fellur brott.

6. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á gr. 7.6:

  1. 1. mgr. orðast svo: Mannvirkjastofnun annast opinbera markaðsgæslu með raf­föngum. Stofnunin fylgist með rafföngum á markaði og aflar á skipulegan hátt upp­lýsinga um þau og tekur við ábendingum frá neytendum og öðrum aðilum.
  2. 2. mgr. fellur brott.

7. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á gr. 7.7:

  1. 1. mgr. orðast svo: Mannvirkjastofnun er heimilt að skoða rafföng hjá seljanda og krefjast upplýsinga um ábyrgðaraðila. Stofnunin getur tekið sýnishorn raffanga til rannsóknar. Seljanda er skylt að halda skrá með upplýsingum um ábyrgðaraðila allra þeirra raffanga sem hann hefur á boðstólum.
  2. Í stað orðanna "Brunamálastofnun og Neytendastofa fela" í 1. málsl. 3. mgr. kemur: Mannvirkjastofnun felur.
  3. 4. mgr. orðast svo: Mannvirkjastofnun heldur skrár yfir rafföng og annast skjalavistun vottorða og samræmisyfirlýsinga skv. grein þessari.
  4. Í stað orðanna "Brunamálastofnunar og Neytendastofu" í 5. mgr. kemur: Mann­virkjastofnunar.

8. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á gr. 7.8:

  1. 1. mgr. orðast svo: Ef raffang uppfyllir ekki formleg skilyrði til markaðssetningar skv. gr. 7.5 getur Mannvirkjastofnun bannað sölu þess.
  2. Orðin "eða Neytendastofa eftir atvikum," í 2. mgr. falla brott.

9. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á gr. 7.9:

  1. Orðin "eða eftir atvikum Neytendastofa," í 1. mgr., 2. mgr., 1. málsl. 3. mgr. og 3. málsl. 3. mgr. falla brott.
  2. 4. málsl. 3. mgr. orðast svo: Allar breytingar sem ábyrgðaraðili hyggst gera á búnaði sem Mannvirkjastofnun hefur gert athugasemdir við, skulu hljóta samþykki Mannvirkjastofnunar áður en búnaðurinn er settur á markað á ný.

10. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á gr. 7.10:

  1. 1. mgr. orðast svo: Ef Mannvirkjastofnun bannar sölu raffangs eða hindrar á annan hátt markaðssetningu raffangs sem telst löglega markaðsfært, sbr. gr. 7.5, skal hún tilkynna Eftirlitsstofnun EFTA ákvörðun sína, ásamt rökstuðningi og útskýringum.
  2. Orðin "og Neytendastofu" í 2. mgr. falla brott.

11. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á gr. 7.11:

  1. 1. mgr. orðast svo: Mannvirkjastofnun skal eftir því sem unnt er, hafa samvinnu við ábyrgðaraðila um málsmeðferð, s.s. öflun gagna, skoðun og prófun raffanga og aðgerðir s.s. stöðvun sölu og afturköllun raffanga.
  2. Orðin "og Neytendastofu" í 1. málsl. 2. mgr. og 4. mgr. falla brott.
  3. 2. málsl. 5. mgr. fellur brott.

12. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á gr. 9.2:

  1. 1. mgr. orðast svo: Vegna yfireftirlits Mannvirkjastofnunar og vegna eftirlits með rafföngum á markaði sem stofnunin lætur faggiltar skoðunarstofur framkvæma í umboði sínu skulu innflytjendur og innlendir framleiðendur greiða gjald til stofn­unarinnar. Gjaldið skal vera 0,15% af tollverði innfluttrar vöru, eða af verk­smiðju­verði innlendrar vöru.
  2. Orðin "og Neytendastofu" í 3. mgr. falla brott.
  3. 2. málsl. 4. mgr. fellur brott.

13. gr.

Orðin ", að því undanskildu að ágreining um gjaldskyldu eða gjaldstofn vegna þeirra raffanga er heyra undir markaðseftirlit Neytendastofu má bera undir áfrýjunarnefnd neytendamála" í 2. mgr. gr. 9.4 falla brott.

14. gr.

Ákvæði til bráðabirgða fellur brott.

15. gr.

Viðauki 3 fellur úr gildi og í stað hans kemur nýr viðauki 3, sem birtur er með reglugerð þessari.

15. gr.

Reglugerð þessi tekur gildi 1. september 2014 og er sett samkvæmt heimild í 13. og 14. gr. laga nr. 146/1996 um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 26. ágúst 2014.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.

VIÐAUKI
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica