Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

380/2014

Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 609/1996 um meðferð umbúða og umbúðaúrgangs.

1. gr.

Við skilgreiningu á hugtakinu "umbúðir" í 1. mgr. 3. gr. bætist ný málsgrein, svo­hljóðandi:

Skilgreiningin á umbúðum skal byggð á eftirfarandi viðmiðunum. Hlutirnir sem eru skráðir í IV. viðauka eru dæmi til skýringar á notkun þessara viðmiðana.

  1. Hlutir skulu teljast til umbúða ef þeir standast framangreinda skilgreiningu með fyrirvara um annars konar hlutverk sem umbúðirnar geta gegnt, nema hluturinn sé óaðskiljanlegur hluti framleiðsluvörunnar og sé nauðsynlegur til að geyma, styðja eða varðveita vöruna á endingartíma hennar og allir þættir séu ætlaðir til notkunar, neyslu eða förgunar á sama tíma.
  2. Hlutir, sem eru hannaðir og ætlaðir til áfyllingar við sölu, og einnota hlutir, sem eru seldir, fylltir eða hannaðir og ætlaðir til áfyllingar við sölu, skulu teljast til umbúða að því tilskildu að þeir þjóni hlutverki umbúða.
  3. Efnisþættir umbúða og viðbótarþættir sem eru felldir inn í umbúðir teljast vera hluti af þeim.

2. gr.

Við 1. mgr. 5. gr. bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi:

Auðkenna skal plast með tölunum 1-19, 20-39 fyrir pappír og pappa, 40-49 fyrir málma, 50-59 fyrir við, 60-69 fyrir textílefni, 70-79 fyrir gler og 80-99 fyrir samsett efni. Í auðkenningarkerfinu má einnig nota viðurkenndar skammstafanir fyrir viðeigandi efni innan hvers flokks fyrir sig, en aðeins skal nota hástafi í þeim tilvikum.

3. gr.

Í stað II. viðauka kemur nýr II. viðauki sem birtur er með reglugerð þessari.

4. gr.

Við bætist nýr viðauki, IV. viðauki, sem birtur er með reglugerð þessari.

5. gr.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á eftirfarandi gerðum:

  1. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 97/129/EB frá 28. janúar 1997 þar sem mælt er fyrir um auðkenningarkerfi fyrir umbúðaefni samkvæmt tilskipun Evrópu­þingsins og ráðsins 94/62/EB um umbúðir og umbúðaúrgang, sem vísað er til í tölu­lið 7a, XVII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 93/97, frá 9. júlí 1998.
  2. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/12/EB frá 11. febrúar 2004 um breytingu á tilskipun 94/62/EB um umbúðir og umbúðaúrgang, sem vísað er til í 7. tölul., XVII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 36/2005, þann 12. mars 2005.
  3. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2013/2/ESB frá 7. febrúar 2013 um breytingu á I. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 94/62/EB um umbúðir og umbúðaúrgang, sem vísað er til í tölulið 7, XVII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 197/2013, frá 8. nóvember 2013.

6. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 11. gr. efnalaga nr. 61/2013, 5. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og 29. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 4. apríl 2014.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.

VIÐAUKAR
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica