1. gr.
2. tölul. 3. gr. orðast svo:
Frá Dettifossi að sunnan og austan, beina stefnu vestur í hátind Eilífs. Frá Eilífi til norðurs í Lönguhlíð og ræður hlíðin merkjum út á móts við syðsta og vestasta horn Langavatnshöfða. Þaðan beina línu í Botnslæk við suðurbotn Ásbyrgis, þaðan fylgja mörkin landamerkjum jarðarinnar Meiðavalla að sunnan allt vestur að Sjónarhóli (E611939 m, N613360 m). Frá Sjónarhóli til norðurs í punkt (E611805 m, N614813 m) að syðsta hluta austurbrúnar Kiðagils (E611822 m, N614908 m) og þaðan norður í suðvesturhorn túngirðingar (E612128 m, N616075 m) og þaðan bein lína til austurs að byrgisbrún Ásbyrgis í punkt (E612803 m, N615930 m). Þaðan í punkt Y (hnit E613224 m, N615889 m) í vesturbrún Eyjunnar og síðan þvert yfir Eyjuna í beina stefnu á punkt Z (hnit E613437 m, N615942 m) að austurbrún Eyjunnar og þaðan með björgum út að þjóðvegi. Í austurátt með þjóðvegi austur fyrir eldri Ásbyrgisveg og með honum að skógræktargirðingu og austur á björg Ásbyrgis. Þaðan með björgum svo sem þau taka, norður að þjóðvegi og með honum að Jökulsá. Austurmörk þjóðgarðsins fylgja miðlínu Jökulsár á Fjöllum.
2. gr.
Í stað korts í viðauka I "Mörk þjóðgarðs" kemur kort sem birt er í viðauka 1 við reglugerð þessa.
3. gr.
Í stað korts í viðauka 2 "Mörk rekstrarsvæða" kemur kort sem birt er í viðauka 2 við reglugerð þessa.
4. gr.
Í stað korts í viðauka 3 "Svæði þar sem hefðbundin landnýting er heimil sbr. 26. gr." kemur kort sem birt er í viðauka 3 við reglugerð þessa.
5. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt 7., 15. og 20. gr. laga nr. 60/2007, um Vatnajökulsþjóðgarð og tekur þegar gildi.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 28. apríl 2014.
Sigurður Ingi Jóhannsson.
Sigríður Auður Arnardóttir.
VIÐAUKAR
(sjá PDF-skjal)