1. gr.
Gildistaka tiltekinna gerða Evrópubandalagsins.
Eftirfarandi reglugerðir sem vísað er til í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, skulu öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins:
a) |
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 648/2004 um þvotta- og hreinsiefni, sem vísað er til í tölulið 12u, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 144/2005, þann 2. desember 2005. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 38 frá 26. júní 2008, bls. 84-118. |
|
b) |
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 907/2006 varðandi breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 648/2004 um þvotta- og hreinsiefni, sem vísað er til í tölulið 12u, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 15/2007, þann 27. apríl 2007. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 11 frá 19. febrúar 2009, bls. 57-62. |
|
c) |
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 551/2009 frá 25. júní 2009 um breytingu V. og VI. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 648/2004 um þvotta- og hreinsiefni (undanþága að því er varðar yfirborðsvirk efni), sem vísað er til í tölulið 12u, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 66/2010, þann 11. júní 2010. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 56 frá 7. október 2010, bls. 234-237. |
|
d) |
Reglugerð (EB) Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1336/2008 frá 16. desember 2008 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 648/2004 í því skyni að aðlaga hana að reglugerð (EB) Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1272/2008 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna, sem vísað er til í tölulið 12u, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 106/2012, þann 15. júní 2012. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 54 frá 27. september 2012, bls. 554-555. |
|
e) |
Reglugerð (ESB) Evrópuþingsins og ráðsins nr. 259/2012 frá 14. mars 2012 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 648/2004 að því er varðar notkun fosfata og annarra fosfórsambanda í tauþvottaefni og uppþvottavélaefni ætlað neytendum, sem vísað er til í tölulið 12u, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 140/2013, þann 15. júlí 2013. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 56 frá 10. október 2013, 2013/EES/56/58 bls. 914-919. |
2. gr.
Hlutverk Umhverfisstofnunar.
Umhverfisstofnun gegnir hlutverki lögbærs yfirvalds sbr. 5., 8., 9. og 10. gr. og II. viðauka reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 648/2004 um þvotta- og hreinsiefni.
3. gr.
Merkingar.
Merkingar þvotta- og hreinsiefna, sbr. 11. gr. reglugerðar (EB) nr. 648/2004, skulu vera á íslensku, ensku eða Norðurlandamáli öðru en finnsku.
4. gr.
Eftirlit.
Um eftirlit með reglugerð þessari fer samkvæmt XI. kafla efnalaga nr. 61/2013. Heilbrigðisnefndir sveitarfélaga hafa eftirlit með meðferð, notkun og merkingum efna í starfsleyfisskyldri starfsemi sem heyrir undir þau starfsleyfi sem nefndin gefur út á grundvelli laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998, sbr. 1. mgr. 6. gr. efnalaga.
5. gr.
Viðurlög.
Um brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar fer samkvæmt XIV. kafla efnalaga.
6. gr.
Innleiðing tiltekinna gerða Evrópubandalagsins.
Reglugerðin er sett til innleiðingar á eftirfarandi EES-gerðum:
a) |
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 648/2004 um þvotta- og hreinsiefni. |
|
b) |
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 907/2006 varðandi breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 648/2004 um þvotta- og hreinsiefni. |
|
c) |
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 551/2009 frá 25. júní 2009 um breytingu á V. og VI. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 648/2004 um þvotta- og hreinsiefni (undanþága að því er varðar yfirborðsvirk efni). |
|
d) |
Reglugerð (EB) Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1336/2008 frá 16. desember 2008 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 648/2004 í því skyni að aðlaga hana að reglugerð (EB) Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1272/2008 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna. |
|
e) |
Reglugerð (ESB) Evrópuþingsins og ráðsins nr. 259/2012 frá 14. mars 2012 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 648/2004 að því er varðar notkun fosfata og annarra fosfórsambanda í tauþvottaefni og uppþvottavélaefni ætluðu neytendum. |
7. gr.
Gildistaka.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 2. og 11. tölul. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013.
Reglugerðin öðlast þegar gildi. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 708/2008, um þvotta- og hreinsiefni.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 17. mars 2014.
Sigurður Ingi Jóhannsson.
Sigríður Auður Arnardóttir.