Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

749/2013

Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 608/2008 um Vatnajökulsþjóðgarð. - Brottfallin

1. gr.

Á eftir orðinu "rannsóknir" í 1. mgr. 17. gr. kemur: kvikmyndagerð.

2. gr.

Við II. kafla bætist ný grein, 17. gr. a., sem ásamt fyrirsögn orðast svo:

17. gr. a.

Lokun svæða.

Þrátt fyrir ákvæði 8. gr. er þjóðgarðsverði heimilt að loka tímabundið einstökum svæðum þjóðgarðsins fyrir almennri umferð vegna kvikmyndagerðar. Einungis skal heimila slíka lokun ef nauðsyn krefur og hún veldur annarri atvinnustarfsemi eða umferð almennings ekki of miklu óhagræði. Komi til slíkrar lokunar skal þess gætt að hún vari hvorki lengur né taki til stærra svæðis en nauðsynlegt er. Ákvörðun um slíka lokun skal birta í B-deild Stjórnartíðinda og með áberandi hætti í dagblöðum og á vefsíðu þjóðgarðsins. Geta skal rökstuðnings, marka þess svæðis sem hefur verið lokað og þess tíma sem lokunin varir.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 7., 15. og 20. gr. laga nr. 60/2007 um Vatnajökuls­þjóðgarð og tekur þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 7. ágúst 2013.

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Sigríður Svana Helgadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica