Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

463/2013

Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 608/2008 um Vatnajökulsþjóðgarð. - Brottfallin

1. gr.

1. tölul. 3. gr. orðast svo:

Dregin er lína úr punkti í jaðri Austurtungnajökuls þar sem Lambatungnaá rennur undan jökli, eftir jökuljaðri að punkti í Goðaborg með hnit E671864 m, N450243 m, þaðan í beina línu í Geitafellstind, hnit E676229 m, N444143 m, og áfram eftir beinni línu í jökul­sporð neðst í Hoffellsjökli, hnit E673332 m, N440320 m og þaðan áfram eftir jökuljaðri að austanverðum landamerkjum Flateyjar á Mýrum þar sem þau koma í jökuljaðar. Þaðan eftir landamerkjunum að punkti 200 m ofan raflínu sem liggur þvert yfir land Flateyjar. Þaðan meðfram raflínunni, 200 m ofan hennar, að landamerkjum Flateyjar og Skálafells. Þaðan í Hánípu og síðan eftir línu sem dregin er milli Hánípu og Snjófells að jökuljaðri. Eftir jökuljaðri að Kolgrímu og eftir vesturbakka Kolgrímu að punkti M (hnit E661187 m, N421142 m). Þó skulu þjóðgarðsmörk dregin 100 m norðan námu sem er yst á Hjallanesi neðst við Kolgrímu þannig að náman verði utan þjóðgarðsmarka. Frá punkti M upp að klettum ofan hjalla er fylgja neðsta klettabelti að Kistugili (lína sem dregin er milli eftir­farandi hnitpunkta: E660861 m, N421038 m; E660607 m, N420765 m; E660537 m, N420949 m). Þaðan upp með Kistugili að austanverðu að punkti N (hnit E660542 m, N420933 m) og þaðan í vörðu í punkti O (hnit E660508 m, N421238 m) að vörðu í punkti P (hnit E660012 m, N421441 m) við fjallshlíðina. Þaðan beina línu að jökuljaðri gegnum punkt R (hnit E659813 m, N422084 m). Þaðan eftir jökuljaðri að landamerkjum Svínafells og Skaftafells II í jaðri Svínafellsjökuls, þaðan eftir framlengdri þeirri landamerkjalínu á Svínafellsjökli að skurðpunkti við stefnulínu sem dregin er úr merki við Gömlutún og um fremstu nöf Hafrafells, þaðan eftir þeirri línu um fremstu nöf Hafrafells og í merkið við Gömlutún, þaðan að mörkum Austur- og Vestur-Skaftafellssýslna á Skeiðarársandi við þjóðveg 1. Þaðan er dregin lína í norður eftir sýslumörkum í jaðar Skeiðarárjökuls, þaðan eftir jökuljaðri að skurðpunkti línu að punkti 1 (hnit E547164,8 m, N407083,9 m) í jökuljaðri, þaðan að punkti 2 (hnit E546329,6 m, N405705,9 m) sunnan Fljótsodda, þaðan eftir punktaröð 3 til 20, suðaustur, suður og vestur fyrir Innri-Eyrar í punkt 20 (hnit E540777,3 m, N396544,2 m) austan Blængs. Þaðan í hæsta topp Varmárfells, punktur 21 (hnit E538705,4 m, N393125,7m). Þaðan í hátopp Hnútu, punktur 22 (hnit E528737,5 m, N387484,8 m), þaðan í Innra-Grjótárhöfuð, punktur 23 (hnit E522619,8 m, N383196,5 m), sunnan Skaftár. Þaðan í punkt 24 (hnit E519347,5 m, N381663,7). Þaðan í punkt 25 (hnit E517764,4 m, N381660,7 m) við veginn um Fjallabaksleið-nyrðri, um 1 km sunnan Eldgjár. Þaðan eftir punktalínu 26 til 37, 500 metra vestan Fjallabaksleiðar-nyrðri að Landmannalaugum, F 208. Þaðan frá punkti 37 (hnit E511443,2 m, N385844,7 m) við vegamót á slóða í Faxasund, um hápunkt Breiðbaks, punktur 38 (hnit E531513,9 m, N409494,0 m), þaðan í hnit E540539,2 m, N420228,4 m í jökuljaðri Tungnaárjökuls að sveitarfélagamörkum Skaftárhrepps og Ásahrepps þar sem Tungnaá rennur undan Tungnaárjökli. Eftir Tungnaá í punkt A (hnit E537750 m, N423116 m) austan Jökulheima. Þaðan beina línu í punkt B (hnit E523446 m, N416683 m) sem er á 815 m háum kolli syðst í Ljósufjöllum. Þaðan beina línu í punkt C (hnit E519371 m, N415861 m) sem er á sveitarfélagamörkum Ásahrepps og Rangárþings ytra milli Svartakambs og Þveröldu. Þaðan beina línu í Þveröldu við Austurbotn Þórisvatns, þaðan í sömu stefnu í punkt D (hnit E511087 m, N424643 m). Þaðan beina línu í Hvannagil (hnit E518743 m, N431517 m). Eftir Hvannagili og síðan Köldukvísl að punkti E (hnit E537575 m, N447537 m) sem er sunnan Syðri-Hágöngu. Þaðan beina línu að Hraunbúa (hnit E541737 m, N443929 m), þá til austurs í punkt F (hnit E545382 m, N448350 m) og þaðan beina línu í Skerðing (hnit E546539 m, N455644 m), Krosshnjúka (hnit E544529 m, N461447 m) og Fjórðungakvísl (hnit E541782 m, N474087 m). Þaðan í punkt G (hnit E543077 m, N476013 m) og eftir línu sem dregin er úr punkti G milli eftirfarandi punkta: H (hnit E544473 m, N476816 m), I (hnit E544528 m, N476661 m), J (hnit E545448 m, N475961 m) og K (hnit E546621 m, N475790 m). Þaðan eftir vegslóð norðan Tungnafellsjökuls og austur Dyngjufjallaleið (hnit birt í töflu 1, í viðauka 4) að punkti L (hnit E582902 m, N504084 m) á sveitar­félaga­mörkum Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps. Þaðan beina línu í norður eftir sveitar­félaga­mörk­unum að þjóðlendulínu (hnit E583290,63 m, N533119,96 m), sbr. úrskurð óbyggðanefndar frá 6. júní 2008 í máli nr. 1/2007. Þaðan í norðnorðaustur í punkt sunnan Suðurárbotna (hnit E584084,56 m, N536263,88 m), en frá honum í suðaustur að upp­tökum Suðurár (hnit E589424,245 m, N532285,209 m). Þaðan til austurs í punkt (hnit E599832,323 m, N532285,637 m), þar sem Bláfjallshalar eru í hánorður. Úr þeim punkti er farið beint í norður að suðurenda Bláfjallshala (hnit E599832,323 m, N543511,144 m). Þaðan beina línu suðaustur í 860 m hæðarpunkt (hnit E614242,80 m, N520630,80 m) suður af Bræðrafelli við Kollóttudyngju, þaðan beina línu norður fyrir rætur Herðu­breiðar­tagla (hnit E623529,84 m, N519569,01 m). Þaðan beina línu í miðja Jökulsá á Fjöllum norðan Hlaupfells (hnit E631409,2 m, N515719,1 m). Þaðan til norðurs eftir miðju árinnar, á sveitarfélagamörkum Skútustaðahrepps og Fljótsdalshéraðs, að Árkrossi þar sem Kreppa fellur í Jökulsá á fjöllum (ISN93 hnit: austur 630946, norður 522956). Þaðan til suðurs eftir meginkvísl Kreppu austan Lónshnjúks að ármótum við Kverká og síðan eftir Kverká að Brúarjökli (ISN93 hnit: austur 637496, norður 478888). Þaðan eftir jökuljaðri að austurmörkum friðlandsins í Kringilsárrana, sbr. auglýsingu nr. 181/2003, þar sem Jökulkvísl rennur undan jökli. Þaðan eftir austurmörkum friðlandsins að punkti S (hnit E650403 m, N477828 m) austan Hálslóns. Þaðan eftir línu sem liggur 1 km frá og meðfram austurbakka Hálslóns (625 m hæðarlína) að Kárahnjúkavegi, þaðan í austur eftir línu sem liggur 200 m sunnan við og meðfram Kárahnjúkavegi að Hraunaveituvegi vestan Jökulsár í Fljótsdal. Þaðan eftir línu sem liggur 200 m vestan við og meðfram Hraunaveituvegi og vegslóða að Eyjabakkavaði. Þaðan beina línu í punkt (hnit E671027 m, N477861 m) 1 km sunnan við Kelduárlón og þaðan beina línu í Háukletta. Úr Háu­klettum beina línu í Marköldu um innsta Geldingarfell eftir sýslumörkum Múlasýslu og Austur-Skaftafellssýslu í upphafspunkt í jökuljaðri. Ærfjall að jökuljaðri umhverfis fjallið telst ekki innan marka þjóðgarðsins.

2. gr.

Í stað korts í viðauka 1 "Mörk þjóðgarðs" kemur kort sem birt er í viðauka 1 við reglu­gerð þessa.

3. gr.

Í stað korts í viðauka 2 "Mörk rekstrarsvæða" kemur kort sem birt er í viðauka 2 við reglugerð þessa.

4. gr.

Í stað korts í viðauka 3 "Svæði þar sem hefðbundin landnýting er heimil sbr. 26. gr." kemur kort sem birt er í viðauka 3 við reglugerð þessa.

5. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 7. og 20. gr. laga nr. 60/2007 um Vatnajökuls­þjóðgarð og tekur þegar gildi. Frá sama tíma fellur úr gildi auglýsing nr. 32/1973 um friðland í Hvannalindum.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 26. apríl 2013.

Svandís Svavarsdóttir.

Stefán Thors.

VIÐAUKAR
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica