1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 20. gr. a reglugerðarinnar:
2. gr.
Innleiðing.
Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 493/2012 frá 11. júní 2012 þar sem mælt er fyrir um ítarlegar reglur, samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/66/EB, varðandi útreikning á endurvinnslunýtni í endurvinnsluferlum fyrir notaðar rafhlöður og rafgeyma, sem vísað er til í lið 12zzi II. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 213/2012 frá 7. desember 2012.
3. gr.
Gildistaka.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 29. gr., sbr. 20.-23. gr. laga nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs og 5. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 26. apríl 2013.
F. h. r.
Stefán Thors.
Sigríður Auður Arnardóttir.