Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

884/2012

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 750/2008 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni („REACH“). - Brottfallin

1. gr.

3. mgr. 2. gr. orðast svo:

Efni sem eru markaðssett skulu vera pökkuð og merkt í samræmi við ákvæði reglu­gerðar nr. 236/1990 um flokkun, merkingu og meðferð eiturefna, hættulegra efna og vöru­tegunda, sem innihalda slík efni, ákvæði reglugerðar nr. 866/2012 um flokkun, merk­ingu og umbúðir efna og efnablandna og í samræmi við upplýsingar sem fást við beitingu ákvæða 12. og 13. gr. reglugerðar (EB) nr. 1907/2006.

2. gr.

Við 8. gr. bætast tveir nýir stafliðir; l- og m-liður, sem orðast svo:

l)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 453/2010 frá 20. maí 2010 sem breytir reglugerð (EB) Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1907/2006 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (REACH), sem vísað er til í tölulið 12zc, XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 106/2012 frá 15. júní 2012. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambands­ins nr. 54, 1. hluta, frá 27. september 2012, 2012/EES/54/58, bls. 561-603.

m)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 366/2011 frá 14. apríl 2011 sem breytir reglugerð (EB) Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1907/2006 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (REACH), nánar tiltekið viðauka XVII (Akrýlamíð), sem vísað er til í tölulið 12zc, XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 125/2012 frá 13. júlí 2012. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54 frá 27. september 2012, 2. hluta, 2012/EES/54/94, bls. 1270-1271.



3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 2. mgr. 4. gr. og 2. mgr. 5. gr. laga nr. 45/2008 um efni og efnablöndur.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 15. október 2012.

F. h. r.

Magnús Jóhannesson.

Sigríður Auður Arnardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica