1. gr.
Fylgiskjal 1 fellur niður.
2. gr.
Í stað orðsins "fylgiskjal 1" kemur hvarvetna í reglugerðinni og fylgiskjölum í viðeigandi beygingarfalli: 3. hluti VI. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1272/2008, sbr. 1. mgr. 6. gr. reglugerðar nr. 866/2012 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar eru á 2. gr.:
a) 1. mgr. 2. gr. orðast svo:
Með eiturefnum og hættulegum efnum er átt við blöndur þeirra efna, sem skráð eru á lista yfir eiturefni og hættuleg efni, sbr. 3. hluta VI. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1272/2008, sbr. 1. mgr. 6. gr. reglugerðar nr. 866/2012 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna og gilda ákvæði reglugerðarinnar jafnt um innflutning, framleiðslu, dreifingu og aðra meðferð eiturefna, hættulegra efna og vörutegunda sem innihalda slík efni. Í II. kafla er með eiturefnum og hættulegum efnum einnig átt við efni.
b) 3. mgr. 2. gr. orðast svo:
Með efnablöndu og efnavöru er í reglugerð þessari átt við blöndur, lausnir eða vörur sem samsettar eru úr tveimur eða fleiri efnum í þeim styrk að efnablanda eða efnavara flokkist sem eiturefni eða hættulegt efni.
4. gr.
Eftirfarandi breytingar eru á 3. gr.:
a) 2. mgr. orðast svo:
Framleiðandi, innflytjandi og umboðsaðili efna sem skráð eru í Evrópuskrá yfir markaðssett efni (EINECS) en eru ekki talin upp í 3. hluta VI. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1272/2008, sbr. 1. mgr. 6. gr. reglugerðar nr. 866/2012 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna, skal leita sér upplýsinga og kanna fyrirliggjandi gögn um viðkomandi efni. Á grundvelli þeirra upplýsinga skulu þeir flokka efnið til bráðabirgða samkvæmt ákvæðum þessarar reglugerðar, sbr. II. kafla ásamt fylgiskjölum 5 og 6.
b) 3. mgr. orðast svo:
Framleiðandi, innflytjandi og umboðsaðili efnablöndu, sem innihalda efni, sbr. 1. mgr. í þeim styrk að hún flokkist sem eiturefni eða hættulegt efni, skal flokka efnablönduna samkvæmt ákvæðum þessarar reglugerðar, sbr. II. kafla í fylgiskjali 5, b-hluta I. og III. kafla í fylgiskjali 5 og fylgiskjali 6.
5. gr.
1. mgr. 4. gr. orðast svo:
Framleiðandi, innflytjandi og umboðsaðili efna skulu koma upplýsingum um flokkun þeirra til viðtakenda hvort sem það eru aðrir framleiðendur, dreifendur eða notendur efnanna. Slíkum upplýsingum skal miðla með merkingum, sbr. IV. kafla og öryggisblöðum, sbr. reglugerð nr. 750/2008 ("REACH"). Skulu flokkun, merki og varnaðarorð vera í samræmi við forsendur hættuflokkunar eins og kostur er, sbr. 5. gr. þessarar reglugerðar og fylgiskjal 5.
6. gr.
1. mgr. 6. gr. orðast svo:
Eiturefni og hættuleg efni sem flokkuð hafa verið samkvæmt ákvæðum 4. og 5. gr. eru birt í lista yfir eiturefni og hættuleg efni, sbr. 3. hluta VI. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1272/2008, sbr. 1. mgr. 6. gr. reglugerðar nr. 866/2012 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna.
7. gr.
8. gr. fellur niður.
8. gr.
Við 37. gr. bætist ný málsgrein sem orðast svo:
37.3. Reglugerðin fellur úr gildi 1. júní 2015.
9. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, með síðari breytingum, og lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum.
Höfð er hliðsjón af ákvæðum reglugerðar (EB) nr. 1272/2008 um flokkun, merkingu og pökkun efna og blandna, sem breytir og fellir úr gildi tilskipanir 67/548/EBE og 1999/45/EB og breytir reglugerð (EB) nr. 1907/2006, sem vísað er til í tölulið 12zze í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 106/2012, 15. júní 2012.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 15. október 2012.
F. h. r.
Magnús Jóhannesson.
Sigríður Auður Arnardóttir.