Umhverfisráðuneyti

186/2012

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 368/2000, um söfnun, endurvinnslu og skilagjald á einnota umbúðir fyrir drykkjarvörur. - Brottfallin

1. gr.

2. gr. orðist svo:

Umsýsluþóknun skal leggja til viðbótar skilagjaldi á hverja umbúðaeiningu úr stáli, gleri og plastefni og skal fjárhæð hennar án virðisaukaskatts vera 4,63 kr. á umbúðir úr stáli, 3,98 kr. á umbúðir úr gleri stærri en 500 ml, 2,85 kr. á umbúðir úr gleri 500 ml og minni, 2,34 kr. á umbúðir úr lituðu plastefni og 0,93 kr. á umbúðir úr ólituðu plastefni.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 4. gr. laga nr. 52/1989 um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur og öðlast gildi 1. mars 2012.

 

Umhverfisráðuneytinu, 24. febrúar 2012.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Kjartan Ingvarsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica